Nýtt ár framundan....Guði sé lof...

Gleðilega hátíð kæru vinir....Heart

Nú eru tímamót...Nýtt ár er að renna í garð og þá er við hæfi að líta um öxl...Það ætla ég hins vegar ekki að gera heldur halda áfram án þess að líta um öxl...

Ég treysti því að árið 2012 verði okkur gjöfult og gæfuríkt...Ég treysti því að á nýju ári verði fullorðna fólkið til friðs og taki tillit til barnanna....Já það er við hæfi að nýtt ár verði ár barnanna.  Heart

Börn eru framtíðin og því er mikilvægt að hlúa að þeim í hvívetna og missa aldrei sjónar af því mikilvægasta sem við berum ábyrgð á.  Heart

Við eigum líka að láta öll börn okkur varða hvort sem við eigum þau eða ekki...Velferð allra barna ætti að vera í fyrirrúmi og ef við getum hjálpað öðrum þá á það að vera sjálfsagt mál fyrir okkur....Heart

Ég veit að flestir ef ekki allir myndu vaða eld og brennistein fyrir börnin sín og það er gott...Hins vegar eru lög, reglur og annað þar sem ekki er verið að huga að hag barna og því þurfum við að breyta....Síðustu ár hafa sýnt mér að aðrir gera ekki hlutina fyrir mig ég þarf að gera þá sjálf. Allir erfiðleikar sem dunið hafa yfir mína fjölskyldu hafa gert okkur sterkari og margt sem okkur hefði ekki órað fyrir að geta gert, gerum við með "einari"....Með þessa reynslu í farteskinu hljótum við að fara í hjálparstarf....Þar sem það er ákaflega erfitt að vera einn að berjast við forynjur og skrímsli....Við fjölskyldan munum gera allt sem í okkar valdi stendur að berjast fyrir hag barna íslenskra sem annara.Heart....

Árið 2012, óskalisti Röggu!

Rækta sjálfa mig andlega og líkamlega (hef ekki haft tíma)

Eyða meiri tíma með börnunum mínum (þau eru gullin mín)Heart

Eyða meiri tíma með eiginmanninum ( ef hann hagar sér vel og er til friðs!)Heart

Eignast hest

Hlaupa inn að Lónsafleggjara og til baka.

Taka þátt í að byggja systur mína upp svo hún ljómi og blómstri eins og hún á skiliðHeart

Eyða tíma með frænkum mínum þremurHeart

Dvelja meira í Lóninu

Fara með fjölskylduna til útlanda (buddan segir NEI, en maður veit aldrei)

Gera eitthvað fallegt og uppbyggilegt fyrir mömmu mína (sem á engan sinn líkan)Heart

Standa mig betur í vinnunni (varla hægt en alltaf gott að reyna)!

Hjóla með fjölskyldunni upp í Lón

Eyða gæðastundum með systkinum mínum (öll saman og svo tvö og tvö)Heart

Ganga í kór

Taka til á háaloftinu og geymslum (já það væri gott að losna við gamalt drasl)

Læra á saumavélina mína og nota hana mikið (og Gauti má læra á hana líka)!

Eyða meiri tíma með tengdamömmu (hún er ljós sem skín á okkur hin) Heart

Sauma út

Prjóna

Lesa, lesa, lesa, lesa

Elska, elska, elska,elskaHeart

Eyða tíma í Breiðdal (ganga á fjöll og kósa mig)

Fara á fótboltamót með börnunum

Vera með sölubás á Humarhátíð

Svo er sumt auðvitað leyndarmál!!!

Já og margt fleira.... En það sem er aðalatriðið er að vera sáttur við sjálfan sig og að þegar maður lítur til baka að þá sjái maður að ég gerði allt sem ég gat.....Og að inni í hjartanu sé ljós sem logar og heldur manni heitum.......Heart

WizardElsku vinir gleðiríkt nýtt ár!Wizard


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Líst alveg svakalega vel á þennan lista :)

Íris Gísladóttir (IP-tala skráð) 29.12.2011 kl. 21:18

2 identicon

Verði þinn vilji mín kæra! Kveðja í bæinn.

Guðlaug Hestnes (IP-tala skráð) 29.12.2011 kl. 22:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband