Í dag eru liðin rúm þrjú ár frá því að allt breyttist...

Í dag eru rúm þrjú ár síðan líf okkar tók miklum breytingum, það var þá sem systir mín ákvað að stíga út úr ofbeldishjónabandi. Sambandi sem hafði tekið svo mikinn toll af henni að það er grátlegt....Að vera andlega bugaður, laminn, hent til og frá, hlutum hent í mann, kynferðislega misnotaður árum saman er nefnilega ekkert grín.  Henni tókst samt sem áður að fela þetta fyrir okkur fjölskyldunni því að hún vildi að allt liti vel út. Ef við vegna góðmennsku buðum fyrrverandi eiginmanni hennar að taka þátt í einhverju, buðum honum að fara eitthvað eða stungum upp á einhverju þá fékk hún að finna fyrir því....Ef ég sagði eitthvað sem honum mislíkaði þá fékk hún að finna fyrir því....Ef allt gekk ekki upp þá fékk hún að finna fyrir því....Það var líka þannig að allir voru "vondir" við hann og komu "illa" fram við hann....Að hans mati...Vinnufélagarnir voru yfirleitt skítseiði sem ekki var vert að umgangast....Enda skipti hann oft um vinnu og er nú án atvinnu....

Svo fæddust elsku börnin....Þá fékk hún að finna fyrir því...

Hún hefur alla tíð hugsað fyrst og fremst um börnin sín og það þoldi hann ekki....Þegar hann var farinn að beita börnin ofbeldi gat hún ekki brosað og leikið meira...Hún ákvað að stíga út úr ofbeldinu fyrir börnin sín og fyrir sig.

En ofbeldismaður hættir ekki og þegar honum er storkað eins og með því að fara þá fyrst byrjar nú hrollvekjan...Hann hugsar með sér "hvað er það versta sem ég get gert henni", "hvar er hún viðkvæmust" "já auðvitað, BÖRNIN" "Ég nota þau til að koma höggi á hana.....

Hún hefur staðið í eldlínunni í meira en þrjú ár því að það er miklu lengra síðan hún var fyrst beitt ofbeldi...Við höfum staðið með henni allan tíman og gerum þangað til börnin eru óhult....Ef einhver kann að efast um þessa frásögn þá get ég sagt með hreina sannvisku ég hef enga ástæðu til að búa til svona ljóta sögu....Ég myndi miklu frekar búa til fallega og góða sögu ef ég ætti að skálda....

Þið þarna úti getið hjálpað, það þarf að tala um þessi mál, það þarf að láta sig málin varða....Ég skil vel að það sé óþægilegt og miklu betra að hugsa bara um eitthvað jákvætt og skemmtilegt! En því miður er lífið ekki alltaf jákvætt eða skemmtilegt þótt við reynum að hanga á því endalaust...

Ég ætla ekki að hafa þetta lengra en gæti sagt svo ótal margt eins og hversu stolt ég er af systur minni, mömmu, bróður mínum, manninum mínum og börnum, frænda mínum sem er að útskrifast úr 10. bekk og hefur með ótrúlegri seiglu komist í gegnum þetta allt, já og öllum hinum sem leggja okkur lið...Ég er samt sem áður stoltust af þremur stelpum sem eru mestu hetjur sem uppi hafa verið en þær eru frænkur mínar og búa ennþá við ofbeldi....Hversu lengi á það að viðgangast.... ?

En fyrir rúmum þremur árum breyttist lífið og síðan þá hefur sorgin, kvíðinn og hræðslan umlukið okkur....Maður spyr sig  oft hvað ef ég hefði.....Ég vildi að ég hefði.....

En það er kominn tími á að börn og fólk sem lendir í heimilisofbeldi sé hjálpað í stað þess að hegna því með því að láta það búa hjá gerandanum....Það þarf að hlusta á börn, það þarf að opna augun því þau tjá sig oft með öðru en orðum, það þarf að hjálpa þeim skilyrðislaust og án þess að hika.....Það vantar kjark til þess hef ég séð....Sem er sorglegt....Ég þori að lofa ykkur þvi að þið mynduð ætlast til þess að ef ykkar barn væri beitt ofbeldi að því væri hjálpað en ekki refsað....

Eigið gott og ofbeldislaust sumar <3 


Í þá gömlu góðu daga þegar.....

Það er af sem áður var þegar börn þessa lands fóru út eftir skóla og komu heim þegar þau voru svöng...Eða þegar foreldri fór út og kallaði; Sigurður MATUR!!! Ingibjörg KOMDU HEIM AÐ BORÐA!!!!

Í dag þá þyrfti ég helst að ráða mér einkaritara til að halda utan um þau störf sem börnin mín þurfa að klára hvern dag, já og allt sem fylgir...

Það eru tónlistarnám, lúðrasveit, já og sýningar tengdar tónlistinni, ferðalög og já það þarf að safna fyrir ferðalögunum, selja klósettpappír og berjatínur! 

Íþróttir...Á hverjum degi og keppnisferðir sem þarf að safna fyrir!!! Þrífa wc og einangra hús! Já já áfram heldur maður....Skólaferðalög, skíðaferðalög, vorferðir, skólasýningar, bekkjarkvöld, félagsmiðstöðin, selja páskaegg, selja, selja, selja....Safna og safna meiru!

Ekki misskilja mig samt ég hef ákaflega gaman af því að taka þátt í lífi barnanna minna og hjálpa þeim með að öðlast víðsýni og  fá ómælda ánægju út úr lífinu með ferðalögum og öðru....En með fullri vinnu þá er þetta ansi erfitt og ég tala ekki um vaktavinnu þar sem yfirleitt eru fundir og annað tengt þessu eftir "eðlilegan" vinnutíma þorra fólks....

Ok kann einhver að segja, afhverju eignaðist þú öll þessi börn? Afþví að ég elska börn og myndi eiga miklu fleiri ef ég væri rík og ætti fullt af peningum!!! Allavega 10 ef ég hefði ráð á InLove

En ég hef s.s. ekki undan að safna fyrir þessu og hinu, finna tíma í þessar og hinar ferðar, finna tíma og stundum finn ég hann alls ekki og þarf að forgangsraða.....

Það er fullt starf að eiga börn og eftir því sem þau eldast eykst starfshlutfallið jafnt og þétt....

En þegar ég var lítil man ég ekki eftir svona hlutum þar sem ég var bara úti í fjöru að leita að marflóm, úti í læk að veiða slý, uppi á hellum að skoða náttúruna, úti að leika mér í leikjum með öllum krökkunum í þorpinu, ungum sem þeim eldri.....Ég stundaði reyndar íþróttir og mamma keyrði mig 6 km til æfinga....Og ég tók þátt í ÚÍA á Eiðum og einu sinni í Íslandsmóti í frjálsum!!!!!! Já maður var nú ansk lipur..... 

Annað var ekki í boði....

En annaðhvort verð ég að fara að safna mér fyrir Iphone til að halda þessu til haga eða fá mér stærri dagbók (mín er samt stór gormabók)...

 

Knús á ykkur öll sem lesið þessa vitleysu og rugl hugsanir mínar.....Hugsa sennilega of mikið!

 


Fjársjóður hjartans

Það er magnað að finna fyrir samkennd samferðafólks þegar erfiðleikar steðja að og ganga yfir....

Eins og flestir vita hefur okkar gönguferð um lífsins ólgusjó tekið verulega á sl 3 ár og jafnvel lengur þar sem einstaklingar í stórfjölskyldunni hefur háð baráttu við alvarleg veikindi, dauðsföll, slys,gjaldþrot og fleira eins og gengur. Mörgum baráttum höfum við tapað en aðrar unnið....Sumar eru enn í gangi

 

Frá því að mamma mín veiktist fyrst af krabbameini fyrir 20 árum síðan hefur líf okkar ekki verið eins... Þá varð lífið verðmætara en áður og sú hugsun að geta sett sig í spor annara í erfiðleikum vék ekki úr huga mínum...Enda er ég endalaust í öðrum sporum Cool

Í dag er ég í þeim sporum að berjast fyrir réttindum barna á íslandi og þótt víðar væri stigið niður fæti...Það er akút mál að barnavernd á Íslandi fái byr undir vængi sína, fái nýjan stjóra í brúnna og nýtt upphafi eigi sér stað....Þar sem virðing, væntumþykja og stuðningur við börn verður í hávegum hafður...Þótt fólk trúi því ekki þá vantar börn talsmenn....Þau eiga nokkra en það vantar fleiri....

Það vantar fagmennsku, það er ekki börnum boðlegt að stjórnmálaflokkar ákveði hverjir skulu vinna að þeirra málefnum í það og það skiptið....Það er gamaldags að það fari eftir því hvað fólkið í landinu kýs hverjir stjórni málum í jafn viðkvæmum málaflokki og barnavernd...

Það er skemmst frá því að segja að Íslendingar sjá ekkert athugavert við það þótt sérfræðingar erlendis frá sé fengnir til að skoða peningamál þjóðarinnar, við eyðum miklum peningum í utanríkisþjónustuna! Við erum 300 þúsund...Við erum með sendiráð í 15 löndum, þrjár fastanefndir í þrem löndum, þrjár aðalræðisskrifstofur, þrjár umdæmisskrifstofur og ræðismenn Íslands eru 250 í 80 ríkjum Sick

Afhverju hefur ekki verið fenginn sérfræðingur erlendis frá til að taka til í barnaverndarmálum okkar Íslendinga þar sem við höfum greinilega ekki verið að standa okkur? Við erum eins og áður sagði 300 þúsund en afbrot gegn börnum eru gífurleg, fólk sem nú er á fullorðinsaldri á um sárt að binda vegna ofbelda sem framin voru fyrir áratugum síðan og hafa aldrei þorað að segja frá......Enn í dag er sama sagan...Börn eru beitt ofbeldi og fá ekki að tjá sig um það....Réttur geranda er meiri en barnsins...

Í dag á að brjóta blað í sögu íslenskrar barnaverndar og kominn tími til...Í dag verður opinn fundur fyrir framan Barnaverndarstofu þar sem forstjórinn verður hvattur til að segja af sér vegna aðkomu hans að málefnum barna....Það eru hugrakkir einstaklingar hér á ferð sem vinna með hag og virðingu barna að leiðarljósi...Sem betur fer vilja flestir börnum bara það besta.

 Mamma ætlar að mæta með blómvönd og færa forstjóranum við þetta tækifæri til minningar um allan þann fjölda barna sem hefur glatað barnæsku sinni vegna þess að enginn sá sér fært að hjálpa þeim.....Hann sem yfirmaður barnaverndar hefur ekki staðið sig.....Og eðlilegt eftir öll þessi ár að hann finni sér annað til að eyða deginum í....Margt annað hægt að gera...Og alveg óþolandi þegar fólk sér ekki sóma sinn í að hætta bara, áður en mistökin eru gerð....Leyfa öðrum að taka við...

það er hópur fólks sem kemur á hverjum degi inn á stuðningssíðu sem við höldum úti til stuðnings litlum systrum, frænkum mínum sem hafa þurft að þola allar tegundir ofbeldis sem til er en samt sá forstjórinn sér ekki fært að hjálpa þeim...Inn á þessa síðu eru að koma yfir 60 þúsund manns....Það eru mörg atkvæði....En þingmenn og ráðherrar hafa meiri áhyggjur virðist vera af ESB og peningum en börnum landsins.....Þetta ætti að vera akút mál og á stefnuskrá allra flokka að bæta...

 

Ég vona svo heitt að dagurinn í dag, 1. mars marki tímamót í málefnu barna og að í dag verði blaðinu snúið við og virkilega farið að vinna fyrir þau.

Ég held að ekkert okkar myndi vilja lifa við þá staðreynd að búa hjá ofbeldisfullum einstaklingum, hvað þá börnin okkar.....

Mér er þetta efni hugleikið og sennilega á bakpokinn sem ég burðast með stóran þátt í því....Því í pokanum er reynslan, hræðslan vegna barnanna, styrkurinn um að hjálpa þeim, hugrekkið við að gera það sem gera þarf, hugsunin um að gefast aldrei upp, ástin á börnunum mínum og systur minnar og öllum börnum, virðingin, vonin og slatti af trú......Hann er orðinn þungur bakpokinn en vonandi get ég farið að taka uppúr honum og til að hjálpa öðrum í svipaðri stöðu...

Fjársóður hjartans er stór og það eru svo margir sem hafa stórt hjarta og tilbúinir til að gefa af sér, fyrir það er ég þakklát. 

Hraust og hamingjusöm börn á íslandi ætti að vera einkunarorð okkar allra....

Takk fyrir mig Kissing 

 


Hinn dýrmæti sjóður...

í upphafi aðventu er gott að hafa eftirfarandi atriði í huga, en auðvitað er þetta eitthvað sem vert er að hafa í huga að allan ársins hring...

Í hjarta hvers manns er dýrmætur sjóður, sjóður sem vex eftir því sem við notum meira af honum........Þessi sjóður safnar ekki vöxtum en gefur eiganda hjartans vellíðunar tilfinningu sem er engu lík og nærir hug og sál með næringarefnum sem fyllir hvern mann fjöri og ánægju... Og því oftar sem af er tekið því meiri ánægja...

Ég er auðvitað að tala um væntumþykju fyrir samferðarfólkinu, áhuga á því hvernig hver og einn hefur það. Áhuga á að gera líf annarar manneskju betra og auðga samfélagið...Hugsa um aðra og láta gott af sér leiða...Hjálpa næsta manni með gleði...

Gleðilega aðventu og megi friður vera með ykkar hjarta og sál...


Þarf að vera súperhetja til að bjarga börnum frá ofbeldi????

Er það málið að til þess að bjarga barni frá ofbeldi þá þurfi X-man, Spiderman, Batman eða einhverja aðra góða ofurhetju???

Svarið við þessari spurningu er því miður já þú þarft helst að geta flogið, galdrað, breytt fólki í steina og búið til töfradrykki, jafnvel gott ef þú gætir geislað fólk fram og til baka, farið til baka í tíma og breytt hlutum þar og fl......Best væri samt að geta galdrað þannig að allir væru góðir við börnin sín...

Það þarf ofurhetju því að þó að barn komi og segi frá ofbeldi sem það hefur orðið fyrir þá eru úrræðin til að hjálpa barninu bágbornar....Úrræðin eru þó kynnt reglulega og það eru allskonar verklagsreglur og annað sem á að fylgja en því miður þá er það ekki allt svo...

Að mínu viti sem heilbrigðisstarfsmanns á barn alltaf að njóta vafans í svona málum, og það er alveg ljóst að það þarf að fara mjög varlega að þessum brotnu einstaklingum, það þarf tíma og mjög vönduð vinnubrögð til að ná til barnanna, vinna traust þeirra og ef í ljós kemur að um eitthvað vafasamt er um að ræða á umsvifalaust að tilkynna það og vísa málinu áfram....Barnið á þó að eiga þennan starfmann að áfram og starfsmaðurinn á að fylgja málinu eftir alla leið...

Það gæti hrokkið ofan í einhverja við þessa lesningu þar sem þessu fylgir auðvitað aukinn kosnaður fyrir ríki og sveitarfélög...En mun skila sér 1000 falt til baka í heilbrigðum einstaklingum sem ekki beita aðra ofbeldi(það vita allir að þeir sem eru beittir ofbeldi þeim er hættara við að taka þann sið upp eftir að hafa verið kendur sá siður af einhverjum sér nákomnum)

Svona súperhetjur eiga að fylgja öllum börnum sem verða fyrir ofbeldi á heimilum...Stjórnsýslan á að fara fram á að börn fái betri þjónustu og það er þeirra að breyta lögum og reglugerðum og ráða hæft fólk til starfa...Og það þarf að vera fólk sem hefur hag barnanna að leiðarljósi...Og er tilbúið að berjast eins og súperhetjur þurfa að gera fyrir réttindum barnanna....Og ef upp koma einhver vafamál varðandi lög, þá á barnið samt sem áður að njóta verndar og á aldrei nokkurn tíma að þurfa að búa hjá gerandanum....

Ef við viljum líkja því saman við eitthvað annað þá gætum við tekið annað ljótt ofbeldisbrot eins og nauðgun....Konu er nauðgað og vinkona hennar fer með hana á bráðamóttöku sem hún fær aðstoð og skoðun....Þegar þolandi nauðgunarinnar gengur út af bráðamóttökunni þá bíður gerandinn, sá sem nauðgaði konunni og hún fer með honum heim.....Það er tekin skýrsla af konunni og gerandinn keyrir þolandann á lögreglustöðina, og bíður fyrir utan dyrnar á meðan....Þegar konan hefur lokið við að gefa skýrslu(ekki víst að hún hafi þorað að segja neitt frá og það er líka trúlegt að gerandinn hafi í raun verið búin að segja konunni hvað hún ætti að segja)þá fer hún út í bíl með gerandanum og þau fara heim til hans.....Hvað þar fer fram vitum við ekki með vissu en ég hef grunsemdir um það.....

Það sem liggur fyrir þessari aumingjans óheppnu konu sem var nauðgað er að búa með nauðgaranum, og fá ekki að fara aftur til vinkonu sinnar eða fjölskyldu.....

Samlíking við það hvernig er í raun og veru komið fram þegar barn verður fyrir ofbeldi....Og það hef ég frá fyrstu hendi að svona er það...Barnið á ekki sjens því að fólk sem að kemur er með óvönduð vinnubrögð...Og svo ég tali ekki um kjarkleysið og óvirðinguna fyrir barninu og fjölskyldu þess...

Það er löngu ljóst að úrræðin eru ekki fyrir hendi, það þarf að fá kjarkmikla einstaklinga til starfa fyrir börn. Fólk sem kemur, þorir og vill...Fólk sem þykir vænt um börn, fólk sem lætur ekkert stoppa sig þegar líf barna er í hættu....

Hvar er sú manneskja núna? Hún má endilega gefa sig fram því að nú fara í hönd kosningar og þá er gott fyrir þessa manneskju að vera tilbúna til starfa.

Ég er persónulega tilbúin til starfa í:aðgerð súperhetja., hvenær sem er og tel mig vera orðin nokkuð vel að mér í þessum efnum...

Vona að það séu fleiri tilbúnir því þörfin er mikil og ekki hægt að grafa sig í sandinn eða líta í aðra átt...Þetta er staðan, það er undir okkur komið hvort við viljum breytingar.....

Kveðja Ragga súperhetja...


Barnavernd...Úlfur í sauðagæru?

Já mikið hefur verið rætt að undanförnu um starfsemi barnaverndar á Íslandi sem sumir vilja meina að ætti frekar að starfa undir nafninu "foreldravernd" nú eða "barnahefndarnefnd". Ekki ætla ég að taka afstöðu til þessara tveggja nafna en tel þó að nafn nefndarinnar geti ekki passað að öllu leiti við störf þeirra.

Í 28. grein. Barnaverndarlaga segir: "Forsjá barns felur í sér skyldur foreldra til að vernda barn sitt gegn andlegu og líkamlegu ofbeldi og annarri vanvirðandi háttsemi". Þetta þýðir að ekkert barn á að þurfa að þola ofbeldi eða verða vitni að ofbeldi, allra síst á heimili sínu. Friðhelgi heimilisins nær ekki til ofbeldis. Allt ofbeldi á heimili þar sem börn eru, er jafnframt ofbeldi gagnvart börnum.

Afhverju ætli frænkur mínar búi þá hjá ofbeldismanni? Í stað þess að búa hjá ástkærri móður sem hefur alla tíð hugsað um þær, fætt, klætt og nært með ástúð og umhyggju.

Barnasáttmáli Sameinuðuþjóðanna

2. gr. 1. Aðildarríki skulu virða og tryggja hverju barni innan lögsögu sinnar þau réttindi sem kveðið er á um í samningi þessum, án mismununar af nokkru tagi, án tillits til kynþáttar, litarháttar, kynferðis, tungu, trúarbragða, stjórnmálaskoðana eða annarra skoðana, uppruna með tilliti til þjóðernis, þjóðhátta eða félagslegrar stöðu, eigna, fötlunar, ætternis eða annarra aðstæðna þess eða foreldris þess eða lögráðamanns.

3. gr.
1. Það sem barni er fyrir bestu skal ávallt hafa forgang þegar félagsmálastofnanir á vegum hins opinbera eða einkaaðila, dómstólar, stjórnvöld eða löggjafarstofnanir gera ráðstafanir sem varða börn.
2. Með hliðsjón af réttindum og skyldum foreldra eða lögráðamanna, eða annarra sem bera ábyrgð að lögum á börnum, skuldbinda aðildarríki sig til að tryggja börnum þá vernd og umönnun sem velferð þeirra krefst, og skulu þau í því skyni gera allar nauðsynlegar ráðstafanir á sviði löggjafar og stjórnsýslu.

Afhverju ætli frænkur mínar búi þá hjá ofbeldismanni? Í stað þess að búa hjá ástkærri móður sem hefur alla tíð hugsað um þær, fætt, klætt og nært með ástúð og umhyggju.

Íslensk lög
Í 4. tl. í 12. gr laga 160/1995 kemur fram að heimilt er að synja um afhendingu barns ef, afhendingin er ekki í samræmi við grundvallarreglur hér á landi um verndun mannréttinda. Með ákvæðinu er átt við að afhending er ekki heimil ef hún brýtur gegn alþjóðasamningum um mannréttindi, sem Ísland er aðili að. Hér eiga við ákvæði 8. gr mannréttindasáttmála Evrópu, nr 62/1994, ákvæði 17. gr. 4. mgr. 23. gr, og 1 mgr. 24.gr. Alþjóðasamnings um stjórnmálaleg og borgaraleg réttindi nr 10/1979. Og svo ákvæðið 8., 9., 18., 19., og 20. samnings sameinuðu þjóðanna um réttindi barns 18/1992.

Afhverju ætli frænkur mínar búi þá hjá ofbeldismanni? Í stað þess að búa hjá ástkærri móður sem hefur alla tíð hugsað um þær, fætt, klætt og nært með ástúð og umhyggju.

Barnasáttmáli sameinuðuþjóðanna
9. gr.
1. Aðildarríki skulu tryggja að barn sé ekki skilið frá foreldrum sínum gegn vilja þeirra, nema þegar lögbær stjórnvöld ákveða samkvæmt viðeigandi lögum og reglum um málsmeðferð að aðskilnaður sé nauðsynlegur með tilliti til hagsmuna barnsins...

Afhverju ætli frænkur mínar búi þá hjá ofbeldismanni? Í stað þess að búa hjá ástkærri móður sem hefur alla tíð hugsað um þær, fætt, klætt og nært með ástúð og umhyggju.

Barnaverndarlög

I. kafli. Markmið barnaverndarlaga o.fl.
1. gr. Réttindi barna og skyldur foreldra.
Börn eiga rétt á vernd og umönnun. Þau skulu njóta réttinda í samræmi við aldur sinn og þroska.
[Allir sem hafa uppeldi og umönnun barna með höndum skulu sýna þeim virðingu og umhyggju og óheimilt er með öllu að beita börn ofbeldi eða annarri vanvirðandi háttsemi. Foreldrum ber að sýna börnum sínum umhyggju og nærfærni og gegna forsjár- og uppeldisskyldum við börn sín svo sem best hentar hag og þörfum þeirra. Þeim ber að búa börnum sínum viðunandi uppeldisaðstæður og gæta velfarnaðar þeirra í hvívetna.]

Afhverju ætli frænkur mínar búi þá hjá ofbeldismanni? Í stað þess að búa hjá ástkærri móður sem hefur alla tíð hugsað um þær, fætt, klætt og nært með ástúð og umhyggju.

Er von að maður spyrji og sé undrandi á framferði Barnaverndar á íslandi í dag....

Í máli konu einnar og barna hennar liggja fyrir gögn frá læknum, sjúkrahúsi, félagsráðgjöfum, kvennaathvarfi, skólum, leikskólum, sálfræðingum um að faðir barnanna hafi í raun beitt börnin hrottalegu ofbeldi og talar einn læknirinn um að hann trúi ekki að börnin séu í umsjá mannsins, læknirinn segir að það sé enginn vafi i hans huga að faðirinn beitti börnin ofbeldi.....Þetta er allt til skjalfest, myndir af áverkum og fleira....

Afhverju ætli barnaverndarnefnd kópavogs hafi tekið þátt í því að senda börnin til föður eftir að hafa séð öll þessi gögn???? Við erum að tala um afgerandi gögn...

Afhverju ætli forstjóri Barnastofu hafi ekki hjálpað þessu fólki sem hefur í tæp 3 ár grátbeðið hann um hjálp?
Afhverju ætli forstjóri Barnastofu hafi tekist að loka mörgum góðum stofnunum sem unnið var með börnum?
Afhverju ætli sýslumaður hér á landi hafi gert jafn rosaleg mistök og raun ber vitni en sitji enn við skrifborðið sitt?
Afhverju ætli Velferðarráðherra með þessi gögn í fórum sínum hafi kosið að gera ekkert þegar til hans var leitað? Hann sem yfirmaður barnamála á landinu gat stoppað nauðungafluttninga barnanna.
Afhverju ætli Innanríkisráðherra hafi ekki verndað börnin þegar beðið var formlega um vernd fyrir börnin í Janúar sl.?

Afhverju ætli Ruv, mbl, visir, fréttablaðið og fleiri fjölmiðlar hafi ekki fjallað um ákaflega sorglegt mál sem upp kom í sumar?

Afhverju ætli barnaverndarnefndir og barnastofa hafi ekki áhuga á að hjálpa börnum sem þurfa hjálp? Eins og ég veit sögu um....

Afhverju ætli ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hafi ekki áhuga á málefnum barna? Og barnaverndar á íslandi? Afhverju svarar ekki Utanríkisráðherra, Össur Skarphéðinnsson þegar hann er beðinn um hjálp? Afhverju svarar ekki forsætisráðherra?

Afhverju svara ekki forseti Íslands og forsetafrúin sem hefur að eigin sögn mikinn áhuga á málefnum ungmenna?

Er von að maður sé hugsi? Er von að maður spyrji? Er von að maður sé uggandi vegna málefna barna á Íslandi 2012? Eru einhverjir þarna úti sem vilja láta sig málefni barna varða?

En fyrir ykkur sem farið alltaf í kjörklefann og missið minnið....Þá vinsamlega reynið sneiða hjá þeim klefa og fara í hinn þar sem maður missir ekki minnið....Fyrir næstu alþingiskosningar ætti fólk að hugsa; hvað ætlar þetta fólk að gera fyrir börnin í landinu? þau eru framtíðinn og ekki metin til fjár.....Hvorki í evrum né krónum. Þau ættu alltaf að vera í forgangi allstaðar.
Ekki bara á hátíðis og tyllidögum....Eða þegar þarf að flikka upp á ímyndina...

Farið að huga að börnum landsins og ekki seinna en strax...


Að duga eða drepast....

Það er stóra spurningin.....

Í jafn fáránlegri baráttu og við fjölskyldan stöndum í....Kemur stundum upp í hugann hvort maður lifi þetta af? Hvort maður bugist ekki algjörlega og geti ekki meir...

Að berjast fyrir lífi barnanna sinna er hlutskipti sem sumir standa í....Þeir sem eiga veik börn vita að allt er gert til að hjálpa þeim...

Þeir sem eiga börn sem beitt eru ofbeldi geta ekki verið vissir um að fá hjálp...Því miður...Ef barn verður fyrir ofbeldi af hendi foreldris þá getur hitt foreldrið ekki verið visst um að ofbeldisfulla foreldrið verði stoppað...

Og það er sorglegast að foreldri sem beitir börnin sín ofbeldi eins og ég þekki dæmi um, því er sama þótt það sjái skelfinguna, vanlíðan barnsins og örvæntingu...Því er alveg sama.......

Og hvað gera bændur þá gætuð þið spurt...Það vita allir góðir foreldrar að þeir gera allt til að vernda börnin sín...Allt...

En að horfa upp á lítil börn líða vítiskvalir og enginn lyftir upp fingri það er eiginlega verst...
Að horfa upp á upphvítt andlit barnsins sem er með bauga undir augunum og nákvæmlega ekkert líf í augunum er djöfullegt og ætti ekki að leggja á neinn að sjá...En þannig er það samt...

Langaði bara að deila með ykkur hvernig það er að vera að bugast algjörlega en geta ekki hætt þar sem lítil börn eiga um sárt að binda og þurfa hjálp...Og að sjálfsögðu ætlum við okkur að bjarga börnunum, bjarga þeim frá ofbeldismanni, bjarga þeim úr aðstæðum sem engin manneskja vill vera í...Ekki einu sinni fullorðin manneskja gæti hugsað sér að búa hjá manni sem hefði beitt hana ofbeldi....

Við munum bjarga þeim...Og svo segja frá öllu...


Til ykkar elskurnar mínar litlu...

Elsku Emma, Matilda og Mía....

Það líður ekki sú stund, mínúta, klukkutími, dagur að ég hugsi ekki um ykkur, þið eruð í huga mér þegar ég vakna og líka þegar ég sofna...

Ég elska ykkur kringum jörðina og til baka...

Ég er með ykkur hvert sem þið farið og hvar sem þið eruð, þar sem þið hafið mig í hjartanu...

Þangað til að þið komið heim aftur bið ég alla englana sem til eru að passa ykkur...

Ég veit að þið eruð duglegar og vitið að mamma ykkar er á leiðinni að vernda ykkur frá öllu illu...

Hér fylgir ein bæn með sem er góð fyrir krakka eins og ykkur....

Vertu nú yfir og allt um kring
Með eilífri blessun þinni
Sitji Guðs englar saman í hring
Sænginni yfir minni.

(Sigurður Jónsson frá Prestshólum)


Fyrirgefiði...

Elsku stelpurnar mínar fyrirgefið mér fyrir að geta ekki stoppað vonda kallinn.

Fyrirgefið mér að standa mig ekki nógu vel að vernda ykkur frá illu.

Fyrirgefið mér að segja ykkur að treysta fólkinu því það myndi hjálpa ykkur.

Fyrirgefið það að enginn talaði ykkar máli.

Fyrirgefið það að ófaglega var staðið að öllu í kringum ykkar mál.

Fyrirgefið heimsku fólks.

Fyrirgefið að á Íslandi vildu þeir sem gátu ekki hjálpa ykkur.

Fyrirgefið að allir hafa brugðist ykkur.

Fyrirgefið að þið eruð núna inn á heimili ofbeldismanns.

Elsku stelpurnar mínar ég geri allt til að bjarga ykkur og það verður mjög fljótt. Þá getur fólkið sem er búið að bregðast ykkur farið að biðja ykkur afsökunar á því hvað það er búið að gera ykkur.

Þið vitið að ég hugsa til ykkar hverja sekúntu á hverjum degi og ég tala til ykkar og skoða myndir af ykkur og bið alla englana okkar að passa ykkur þangað til þið komist í faðm mömmu ykkar sem elskar ykkur mest og best...
Og þá munum við hlægja og njóta lífsins...


Breiðavíkurheimilið er ennþá opið á Íslandi árið 2012

Það virðist vera þannig að fólk sem kom að máli dætra Hjördísar hafi ekki skilið málið, ekki sýslumenn, félagsráðgjafar, barnaverndarstofa, barnaverndarráð, ráðherrar og fl. Þessir aðilar hafa sagt að Hjördís verði að hlíta dómi Hæstaréttar! Sá dómur var kveðinn upp í mars 2011 og Hjördís framfylgdi honum í apríl 2011 og kláraði forræðisdeiluna í Danmörku.

Í janúar 2012 var dóttir hennar lögð inn á sjúkrahús með áverka eftir föður, krónískan höfuðverk og vöðvabólgu. Það var í þriðja skiptið sem hún kom heim frá föður með áverka. Í öll skiptin var kommúnan látin vita, en ekkert gerðist. Enginn gerði neitt og var Hjördísi sagt að það væri bara verra að hafa samband við föður barnanna þar sem hann gæti orðið ennþá verri ef hann yrði böggaður með þessum ákærum.

Hjördís ákvað þá að nýta sér neyðarrétt sinn sem foreldri og vernda börnin sín og flýja með þau heim til Íslands. Þessi skref Hjördísar reyndust henni létt að því leiti til að hún hugsaði um það eitt að hún yrði að bjarga börnunum sínum þar sem allir höfðu brugðist þeim í Danmörku.

Ef rétt hefði verið staðið að málinu þá hefði faðirinn átt að leita réttar síns hér á Íslandi með því að fara í afhendingarmál en þar sem lögmaður hans vissi vel að það myndi tapast vegna nýrra gagna og viðtala við börnin, fann hún smugu til að fara í kringum lögin.

Þannig urðu skipti á lögmönnum föður þar sem fyrri lögmaður Valborg Snævarr hafði þegar gert samning við lögmann Hjördísar þess efnis að afhendingarmálið yrði látið niður falla þar sem Hjördís fór út 2011. Lára V. Júlíusdóttir tók við sem lögmaður föður barnanna og hún lét ekki myndir af áverkum á 7 ára gömlu barni stoppa sig né læknaskýrslur þar sem læknar tjáðu sig og voru mjög áhyggjufullir og sögðu að ofbeldið á barninu yrði sífellt verra og verra, nei Lára V. lét ekki svona litla hluti stoppa sig hún skyldi vinna málið og senda 3 saklaus börn í hendur á ofbeldismanni.....

Í samtölum okkar við aðra íslenska lögmenn þá segjast þeir aldrei hefðu leikið þennan leik sem Lára lék og fékk marga með sér í lið m.a. sýslumanninn á Höfn, þótt þeir hefðu verið lögmenn föður barnanna. Aldrei..... Þannig að flestir lögmenn hafa tilfinningar og sjá að rétt skal vera rétt.....
Til eru ákvæði í Haag samningnum sem segir að hægt sé að stoppa svona aðfararbeiðni ef liggur fyrir að andlegri og líkamlegri heilsu barna sé stefnt í voða með aðgerðinni. Heilsa þessara umræddu barna er verulega stefnt í hættu en þær eru sjálfar til frásagnar um það....Heimilt er líka fyrir yfirmann barnaverndar á Íslandi að láta kyrrsetja börnin vegna nýrra gagna....

Það var allt fyrir hendi til að kyrrsetja börnin nema vilji þeirra sem réðu á íslandi....

Hvernig tilfinning er það fyrir íslenska þjóð að þeir sem fara með mál þjóðarinnar þora ekki að bjarga íslenskum börnum frá ofbeldismanni? Hvað finnst ykkur um að fólk sé niðurlægt og barið niður eftir að hafa stigið út úr ofbeldissambandi?

Hvernig finnst ykkur sú staðreynd að börn trúi fólki t.d. konum hjá barnavernd kópavogs fyrir erfiðum hlutum, segja frá því hvað maður einn sé búinn að gera þeim, treysta þessum konum fyrir lífi sínu...Daginn eftir rífa þessar sömu konur börnin úr fangi mömmu sinnar, einu manneskjunnar sem hefur hugsað um börnin allt þeirra líf og færa í hendur ofbeldismanni? Fleiri og fleiri hafa komið að málinu, félagmálastjóri Hornafjarðarbæjar tók viðtöl við börnin og vissi hvernig þeim leið, hann vissi hvar þær vildu helst vera og tjáði okkur að hann vissi að Hjördís væri góð móðir. Hann þorði ekki að gera neitt, hræddur um að verða sjálfur ákærður...Yfirmaður Barnastofu á Íslandi á mörg email frá mér varðandi þessi mál, hann vissi hvernig ástandið var...Hann kaus í skjóli embættis síns að gera ekkert...Auðvitað er það kanski þægilegra fyrir alla að gera ekki neitt...

Ég persónulega myndi gera allt fyrir öll börn þeim til hjálpar...Sama þótt ég yrði kærð í kjöfarið...Þið getið treyst því að ég mun ef til þess kemur gera allt fyrir ykkar börn....

Þessu verður ekki gleymt og þessu verður heldur ekki tekið....Íslenska þjóðin vill ekki svona meðferð á börnum...

Árið 1952 voru nokkrir ungir drengir vistaðir á heimili í Breiðavík, það heimili starfaði til 1979 og beitti þessa saklausu ungu drengi ofbeldi þann tíma. Svartur blettur á íslenskri sögu...
En sagan svarta heldur áfram....Árið er 2012 og ennþá er verið að beita börn ofbeldi af barnavernd á Íslandi. Það er ekki búið að loka vistheimilinu í Breiðavík, það er ennþá að störfum og Barnavernd á íslandi vinnur á heimilinu....

Er ekki skrítið að faglært fólk kunni ekki skil á lögum og reglum? Og hvað ætlum við þjóðin að gera vegna þess?


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband