Færsluflokkur: Bloggar
22.9.2011 | 16:58
Hvað snýr upp og hvað snýr niður....
Maður opnar ekki blað, vefsíðu, tímarit eða sjónvarp en ekki sé minnst á að þessi eða hinn hafi misst 30 kg. Nú eða umræður um að þjóðin sé að þyngjast. Þetta selur greinilega. En ég hef svo sem ekki áhuga á því hvað fólk er búið að missa mikið eða þyngjast mikið, aðalatriðið er að fólki líði vel.
Ég er ein af þessu fólki sem er ofþung, of feit, ekki í kjörþyngd, kemst ekki í föt í öllum verslunum, er ein af þessu fólki sem er ekki "inn" í dag. Það sem hefur háð mér er að ég borða til að hugga mig og þeir sem þekkja til mín vita að fjölskyldan hefur marga hyldi háð og er ekki séð fyrir endan á því öllu saman. Þar af leiðir að ég hef huggað mig MIKIÐ með mat.
Ég hef prófað ýmsar lausnir til að losna við kílóin ferlegu en yfirleitt gefist upp fljótlega. Ég get sagt mér til varnar að ég el upp nokkur börn og dýr, vinn mikið og er í námi...Orkan er búin sorry....Og svo er því miður mjög dýrt að fara á líkamsræktarstöðvar, ég læt alla vega börnin mín ganga fyrir í þeim efnum. Reyndar er frekar ódýrt að fara í sund og út að ganga svo það er mjög góð lausn fyrir þá sem eiga ekki fullt veski af seðlum.....Það er nefnilega þannig að þótt maður sé ekki í ræktinni er það ekki endilega að maður vilji það ekki eða nenni ekki....Það vantar peninga....
En ef við spáum í öll þessi fræði sem fyrir okkur liggja..."Ekki borða prótein, ekki kolvetni, Guð ekki svona mikla fitu" Hei ekki borða prótein og kolvetni saman það er alveg bannað" Já og borða ávexti fyrir mat, ekki samt vínber eða vatnsmelónu það er svo hár sykurstuðullinn í þessum ávöxtum....Stattu á haus á meðan þú borðar!!!Borðaðu lífrænt, borðaðu lítið og oft, hættu að borða og hrærðu duft út í vatn......HÆTTU AÐ BORÐA!!!!
Já svona er þetta maður verður gjörsamlega ruglaður....En sem heilbrigð og skynsöm manneskja veit ég að allt er best í hófi...Þ.e. það borgar sig ekki að hætta að borða einhverjar fæðutegundir, ég held að það sé dæmt til að mistakast...
Svo er það líkamsræktin...Nú er engin maður með mönnum nema að hann klífi fjöll, helst í öðrum löndum, hlaupi maraþon eða sé í Crossfit! Ég fór áðan inn í sveit og hlussaðist af stað með leiðbeiningar af Ipod í eyrunum, leiðbeinandinn, maður á besta aldri sagði mér hvenær ég ætti að hlaupa og hvenær að ganga, svo hrósaði hann mér fyrir og sagði mér að ég væri mjög dugleg....Ég kann vel við þennan gaur og ætla að hlaupa aftur með honum!!! Gott að hann sá mig ekki samt...Hlunkast áfram, rjóð í vöngum með tvo hunda í eftirdragi...Eða þeir voru reyndar yfirleitt á undan mér...
Ég vil að fólk sé metið að verðleikum eftir hversu gott það er, hversu duglegt en ekki eftir þyngd. Ég verð bara að játa það að ég hef séð fullt af konum í kjörþyngd og undir sem hafa ekki haft snefil af kynþokka eða útgeislun, á meðan ég hef svo séð fullt af konum sem eru alltof þungar, feitar með þvílíka útgeislun og orku að maður fyllist jákvæðni og ánægju....Já ég held að vigtin segji nefnilega ekki alla söguna....
Ég ætla hins vegar að koma mér í betra form...Burt séð frá því hversu þung eða létt ég er! Því góð heilsa er gulli betri.
Hafið það gott...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.9.2011 | 13:02
Þarf að fá útrás...
Já ekki alls fyrir löngu bloggaði ég helling....En var gert að eyða því...
Ég þarf hinsvegar að geta tjáð mig, ekki fyrir aðra bara fyrir mig...Svo ef þið hafið áhuga á að lesa það sem ég skrifa þá gjörið þið svo vel....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)