24.9.2011 | 11:59
Hlaupandi hjúkrunarfræðingur!
Já í morgun var dagur 2 í hlaupaprógramminu...Ég ákvað að slá þrjár flugur í einu höggi, njóta samvista við börnin mín, hreyfa mig og hreyfa hundana....Allt gekk vel og mun betur en fyrsta daginn. Við áttum reyndar vök að verjast skotglöðum veiðimönnum en skothvellirnir dundu í morgunkyrrðinni og einstaka fugl hrapaði til jarðar...Ég er ekki veiðimaður í mér þannig að ég vorkenndi þessum fiðurfénaði mikið...
Núna er um við, ég og krakkarnir mínir búin að fá okkur heimatilbúið "boost" fullt af vítamínum og orku og erum á leiðinni í sundlaugina. Það er fátt sem toppar stund í sundlaugum landsins... Þótt mígrigni er gott að láta líða úr sér í heitu vatni.
Á eftir fer ég svo á kvöldvakt en krakkarnir mínir ætla að hafa það huggulegt á meðan hér heima...Þau eru svo dugleg.
Hugur okkar allra í Bjarmalandi er þó ekki á Íslandi frekar en oft áður....Ást og orku sendum við yfir hafið til Kaupmannahafnar.....
Það segir kanski mikið um það hversu asskoti meir maður er...Þegar maður hágrenjar yfir sjónvarpsþáttum eins og Greys Anatomy.....
Knús út í rennandi blautan laugardag.....
Athugasemdir
Frábært!Þú ert komin með blogg aftur:) Æ hvað það er nú gaman. Nú set ég þig inná mitt blogg. Knús og kossar á ykkur.Svanfríður
Svanfríður (IP-tala skráð) 24.9.2011 kl. 13:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.