26.9.2011 | 14:48
Fyrsta vikan í hlaupaprógramminu liðin!
Já fyrsta vikan er búin í hlaupaprógramminu hjá Robert!!! Hann hefur verið ansi duglegur að hvetja mig áfram og hef ég því ákveðið að hlaupa lengra með honum. Eins og góðum og duglegum konum sæmir er ég alltaf að reyna að gera marga hluti í einu....Að þessu sinni fór ég með hundana og eiginmanni með mér í hlaupið!
Það er mikilvægt fyrir hjón að fá smá tíma út af fyrir sig og í tilviki okkar hjónanna í Bjarmalandi hefur lítið farið fyrir slíkum tímum. Þannig sló ég þrjár flugur í einu höggi eins og síðast!!!! Við stöndum í stórræðum hér á heimilinu þar sem neðri hæðin er óíbúðarhæf í augnablikinu vegna leka og skemmda sem lekinn olli.....Það sem helst vantar núna eru iðnaðarmenn en þeir eru af skornum skammti hér í héraðinu eða að það er bara svo mikið í gangi núna hjá fólki að allir þurfi að hafa not af iðnaðarmönnum. Gott að það er nóg að gera!
Já það er gaman að segja frá því að ég er stoltur eigandi af árskorti í sundlaug Hornafjarðar.....
í enda vikunar eða byrjun þeirrar næstu fer ég til Akureyrar í skólann, það verður bæði gott og erfitt...En eins og ég hef áður sagt þá hefur styrkur minn bara eflst ef eitthvað er...Ég ætla að hugsa um mig og hvíla mig í leiðinni...
Sendi bara stórt knús út til ykkar....frá hlaupadrottingunni!!!!!
Athugasemdir
Sæl.
Má ég spyrja þig hvaða prógramm þetta er sem þú ert með í iPodnum þínum?
Ég hef nefnilega lengi haft áhuga á að reyna að hlaupa og nenni ekki að hlaupa með tónlist, það er svo leiðinlegt. Mig vantar eitthvað annað til að hvetja mig áfram...
Nanna Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 29.9.2011 kl. 10:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.