29.9.2011 | 08:57
Hjúkrunarfræðingur á hálli braut....
Hafði þið upplifað sársauka?
Svo mikinn sársauka að þið missið algjörlega máttinn?
Ég er búin að upplifa ýmislegt á minni stuttu ævi, margt ákaflega gleðilegt en svo hafa atburðir orðið sem hafa skilið eftir sig djúpt ör á sálinni, ör sem klæjar í annað slagið...
Núna í eitt og hálft ár hef ég búið við það mikinn sársauka að ég vissi ekki að svoleiðis væri til....Ég funkera samt ennþá.
Í þessum hremmingum hef ég fengið klapp á bakið, yndisleg orð og góðar kveðjur frá fólki sem ég hef þekkt, fólki sem ég þekki ekki og ástvinum. Það er hins vegar þannig að þegar mikið gengur á í fjölskyldum þá eru ekki allir tilbúnir að fylgja sínum nánustu. Það er bara þannig og lengi vel pirraði ég mig á því en ekki lengur...Þeir sem ekki treysta sér til að fylgja ættingjum sínum í gegnum helvíti verða að eiga það við sig. Besta fólkið með fallegustu hugsanirnar eru í kringum mig og mína.
Ég þykist samt vita að ef ég væri alvarlega veik eða deyjandi þá kæmu fleiri, já það er bara þannig það er smartara að vera veikur en að eiga í erfiðleikum á öðrum sviðum...
En þetta hefur allt tekið sinn toll...Tollurinn er að klárast....
Stundum hugsa ég að ef ég ætti peninga þá væri þetta allt auðveldara því þá gæti ég hugsað betur um sjálfa mig....Þetta snýst nefnilega líka um peninga....Maður vinnur til að eiga ofan í sig og á og dugar ekki til. Það væri nefnilega gott að geta skipt um umhverfi og róað sig aðeins....
Stundum hugsa ég að það væri gott að flytja bara út í heim, hverfa í fjöldan og horfa aldrei til baka...En ég er bara ekki þannig...Því miður segja kanski sumir, ég staldra við og reyni að vinna út hlutunum svo kemur bara í ljós hvað ég geri eftir það....
Takk fyrir mig.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.