3.10.2011 | 18:24
Það dó eitthvað í dag....
Ofbeldismaður vinnur stóra pottinn í Lottóinu....Ofbeldismaður fær verðlaun fyrir að beita konuna sína ofbeldi.....Ofbeldismaður varð í 1. sæti í að beita konu ofbeldi að viðstöddum börnum þeirra fjórum....Ofbeldismaður vann í dag verðlaun og allir klöppuðu rosalega lengi....Hann lyfti bikarnum og fagnaði með fjöldanum sem stóð á bak við hann.....
Svona myndu fréttir dagsins í dag líta út ef þau kæmu í fjölmiðlum.....
Það dó eitthvað í dag....Trú mín á það góða, trú mín á að fólk myndi ekki láta börn þjást að óþörfu....Það dó eitthvað í dag....
Segið mér gott fólk hvernig dílar hvunndagshetjan við svona fréttir? Ég er ekki viss....Ég er búin að vera dofin, reið, missa mig í að grenja.....Ég veit ekki hvað maður gerir svo meira...Ætti ég að fara og hella í mig á næsta bar? Eða taka mitt daglega huggunarát á þetta??? Á ég að gefast upp?
Nei ég gefst ekki upp...
Athugasemdir
Elsku Ragga mín. Þú ert hetja og þið öll. Vona að þú sért búin að kíkja á póstinn sem ég sendi ykkur systrum í dag. Ég er búin að heyra frá vinkonu minni ef þú vilt vita meira um það. Baráttunni er ekki lokið og mundu hvað þeir sögðu í Noregi, "ef einn maður getur valdið svona mikilli sorg, hugsaðu þá um það hvað við öll getum sameinast í kærleikanum og hjálpast að í því góða"
Svava Bjarnadóttir (IP-tala skráð) 3.10.2011 kl. 19:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.