12.10.2011 | 16:49
Umhugsunarefni....
Ég berst við hlið systur minnar við það hræðilegasta sem getur komið fyrir nokkurn mann...Að missa börnin sín....Ekki eitt heldur þrjú börn...Og ég er að tala um að missa þau í hendurnar á ofbeldismanni. Ofbeldismanni sem hefur komist svo langt að það er ótrúlegt....Hann er eins og geðklofi þar sem hann kemur vel fyrir þegar það er verið að fylgjast með en um leið og hann lokar hurðinni heima hjá sér þá fara miður fallegir hlutir í gang....Og við getum ekkert gert...
Ef börnin væru alvarlega veik þá væri farið með þau á sjúkrahús og allt reynt sem í mannlegu valdi er að bjarga þeim. Ef þau væru dauðvona eða dáin þá væri sennilega fólk harmi slegið og það myndu berast blóm, kveðjur, stuðningur og styrkur frá vinum og vandamönnum....
En afþví að þau hafa verið beitt ofbeldi af pabba sínum þá er ekkert gert. Sorry það er ekki hægt að sanna það...Afhverju er það? Gæti verið sniðugt að tala við börnin og fá þau til að tjá sig? Já það væri mjög sniðugt...Og það er búið að gera það á Íslandi og þar kom fram að börnin væru í hættu ef þau yrðu látin dvelja hjá þessum manni. Hvað gera Danir....Loka augunum, neita að taka við viðamiklum sönnunargögnum og eru ligeglad....Já færa ofbeldismanni börn á silfurfati....Hafði þið heyrt um að börn séu tekin af móður sinni sem hefur hugsað um þau alla þeirra ævi? Ekki ég.....
Ég stend magnlaus, í algjöru áfalli að fylgjast með og reyna að styðja og styrkja fólkið mitt....Það eru ekki margir sem eg hitti á hverjum degi sem spyrja mig hvernig gangi eða hvernig ég hafi það.....Fyrir ykkur sem viljið vita hvernig ég hef það en þorið ekki að spyrja þá hef ég það skítt, mér hefur aldrei liðið jafn illa á minni löngu ævi....Ég er komin með líkamleg og andleg einkenni áfalls en afþví að þetta er "bara" heimilisofbeldi þá er eins og fólk bara horfi i aðra átt...EF ég væri veik þá er hugsanlegt að fólk fyndi meiri samhygð ég veit það ekki...Kanski er fólk orðið þreytt á þessu...Ég er orðin þreytt og ég er orðin svo þreytt að mér líður eins og áttatíu ára konu...
En ég læt ekki á neinu bera....Ég mæti í vinnuna, ég kem mínu fólki af stað á morgnana(reyndar með dyggri aðstoð), ég hugsa um hundana mína, ég stunda námið sem ég er í, ég geri mitt næst besta þar sem mitt allra besta er að störfum í Danmörku.....
Ég er í sambandi við allskonar fólk, fyrirfólk, lögmenn, og embættismenn sem ég reyni að þreyta með spurningum og alskonar upplýsingum sem ég hef upp á að bjóða. Flestir þeirra reynast mér vel og hlusta þolinmóðir en það er bara líf barna í húfi þannig að ég hef ekki langan tíma.....
En ef ykkur langaði að vita hvernig ég hef það þá vitið þið það núna.....Þótt ég sé sterk og láti ekki á neinu bera þá líður mér eins og það sé verið að éta mig upp að innan hægt og rólega......Kanski svona líkt ólæknandi krabbameini....
Takk fyrir mig...
Athugasemdir
Sendi hlýja og góða strauma til ykkar allra. Gangi ykkur vel í baráttunni.
Rut Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 12.10.2011 kl. 17:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.