1.3.2013 | 11:40
Fjársjóður hjartans
Það er magnað að finna fyrir samkennd samferðafólks þegar erfiðleikar steðja að og ganga yfir....
Eins og flestir vita hefur okkar gönguferð um lífsins ólgusjó tekið verulega á sl 3 ár og jafnvel lengur þar sem einstaklingar í stórfjölskyldunni hefur háð baráttu við alvarleg veikindi, dauðsföll, slys,gjaldþrot og fleira eins og gengur. Mörgum baráttum höfum við tapað en aðrar unnið....Sumar eru enn í gangi
Frá því að mamma mín veiktist fyrst af krabbameini fyrir 20 árum síðan hefur líf okkar ekki verið eins... Þá varð lífið verðmætara en áður og sú hugsun að geta sett sig í spor annara í erfiðleikum vék ekki úr huga mínum...Enda er ég endalaust í öðrum sporum
Í dag er ég í þeim sporum að berjast fyrir réttindum barna á íslandi og þótt víðar væri stigið niður fæti...Það er akút mál að barnavernd á Íslandi fái byr undir vængi sína, fái nýjan stjóra í brúnna og nýtt upphafi eigi sér stað....Þar sem virðing, væntumþykja og stuðningur við börn verður í hávegum hafður...Þótt fólk trúi því ekki þá vantar börn talsmenn....Þau eiga nokkra en það vantar fleiri....
Það vantar fagmennsku, það er ekki börnum boðlegt að stjórnmálaflokkar ákveði hverjir skulu vinna að þeirra málefnum í það og það skiptið....Það er gamaldags að það fari eftir því hvað fólkið í landinu kýs hverjir stjórni málum í jafn viðkvæmum málaflokki og barnavernd...
Það er skemmst frá því að segja að Íslendingar sjá ekkert athugavert við það þótt sérfræðingar erlendis frá sé fengnir til að skoða peningamál þjóðarinnar, við eyðum miklum peningum í utanríkisþjónustuna! Við erum 300 þúsund...Við erum með sendiráð í 15 löndum, þrjár fastanefndir í þrem löndum, þrjár aðalræðisskrifstofur, þrjár umdæmisskrifstofur og ræðismenn Íslands eru 250 í 80 ríkjum
Afhverju hefur ekki verið fenginn sérfræðingur erlendis frá til að taka til í barnaverndarmálum okkar Íslendinga þar sem við höfum greinilega ekki verið að standa okkur? Við erum eins og áður sagði 300 þúsund en afbrot gegn börnum eru gífurleg, fólk sem nú er á fullorðinsaldri á um sárt að binda vegna ofbelda sem framin voru fyrir áratugum síðan og hafa aldrei þorað að segja frá......Enn í dag er sama sagan...Börn eru beitt ofbeldi og fá ekki að tjá sig um það....Réttur geranda er meiri en barnsins...
Í dag á að brjóta blað í sögu íslenskrar barnaverndar og kominn tími til...Í dag verður opinn fundur fyrir framan Barnaverndarstofu þar sem forstjórinn verður hvattur til að segja af sér vegna aðkomu hans að málefnum barna....Það eru hugrakkir einstaklingar hér á ferð sem vinna með hag og virðingu barna að leiðarljósi...Sem betur fer vilja flestir börnum bara það besta.
Mamma ætlar að mæta með blómvönd og færa forstjóranum við þetta tækifæri til minningar um allan þann fjölda barna sem hefur glatað barnæsku sinni vegna þess að enginn sá sér fært að hjálpa þeim.....Hann sem yfirmaður barnaverndar hefur ekki staðið sig.....Og eðlilegt eftir öll þessi ár að hann finni sér annað til að eyða deginum í....Margt annað hægt að gera...Og alveg óþolandi þegar fólk sér ekki sóma sinn í að hætta bara, áður en mistökin eru gerð....Leyfa öðrum að taka við...
það er hópur fólks sem kemur á hverjum degi inn á stuðningssíðu sem við höldum úti til stuðnings litlum systrum, frænkum mínum sem hafa þurft að þola allar tegundir ofbeldis sem til er en samt sá forstjórinn sér ekki fært að hjálpa þeim...Inn á þessa síðu eru að koma yfir 60 þúsund manns....Það eru mörg atkvæði....En þingmenn og ráðherrar hafa meiri áhyggjur virðist vera af ESB og peningum en börnum landsins.....Þetta ætti að vera akút mál og á stefnuskrá allra flokka að bæta...
Ég vona svo heitt að dagurinn í dag, 1. mars marki tímamót í málefnu barna og að í dag verði blaðinu snúið við og virkilega farið að vinna fyrir þau.
Ég held að ekkert okkar myndi vilja lifa við þá staðreynd að búa hjá ofbeldisfullum einstaklingum, hvað þá börnin okkar.....
Mér er þetta efni hugleikið og sennilega á bakpokinn sem ég burðast með stóran þátt í því....Því í pokanum er reynslan, hræðslan vegna barnanna, styrkurinn um að hjálpa þeim, hugrekkið við að gera það sem gera þarf, hugsunin um að gefast aldrei upp, ástin á börnunum mínum og systur minnar og öllum börnum, virðingin, vonin og slatti af trú......Hann er orðinn þungur bakpokinn en vonandi get ég farið að taka uppúr honum og til að hjálpa öðrum í svipaðri stöðu...
Fjársóður hjartans er stór og það eru svo margir sem hafa stórt hjarta og tilbúinir til að gefa af sér, fyrir það er ég þakklát.
Hraust og hamingjusöm börn á íslandi ætti að vera einkunarorð okkar allra....
Takk fyrir mig
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.