Í þá gömlu góðu daga þegar.....

Það er af sem áður var þegar börn þessa lands fóru út eftir skóla og komu heim þegar þau voru svöng...Eða þegar foreldri fór út og kallaði; Sigurður MATUR!!! Ingibjörg KOMDU HEIM AÐ BORÐA!!!!

Í dag þá þyrfti ég helst að ráða mér einkaritara til að halda utan um þau störf sem börnin mín þurfa að klára hvern dag, já og allt sem fylgir...

Það eru tónlistarnám, lúðrasveit, já og sýningar tengdar tónlistinni, ferðalög og já það þarf að safna fyrir ferðalögunum, selja klósettpappír og berjatínur! 

Íþróttir...Á hverjum degi og keppnisferðir sem þarf að safna fyrir!!! Þrífa wc og einangra hús! Já já áfram heldur maður....Skólaferðalög, skíðaferðalög, vorferðir, skólasýningar, bekkjarkvöld, félagsmiðstöðin, selja páskaegg, selja, selja, selja....Safna og safna meiru!

Ekki misskilja mig samt ég hef ákaflega gaman af því að taka þátt í lífi barnanna minna og hjálpa þeim með að öðlast víðsýni og  fá ómælda ánægju út úr lífinu með ferðalögum og öðru....En með fullri vinnu þá er þetta ansi erfitt og ég tala ekki um vaktavinnu þar sem yfirleitt eru fundir og annað tengt þessu eftir "eðlilegan" vinnutíma þorra fólks....

Ok kann einhver að segja, afhverju eignaðist þú öll þessi börn? Afþví að ég elska börn og myndi eiga miklu fleiri ef ég væri rík og ætti fullt af peningum!!! Allavega 10 ef ég hefði ráð á InLove

En ég hef s.s. ekki undan að safna fyrir þessu og hinu, finna tíma í þessar og hinar ferðar, finna tíma og stundum finn ég hann alls ekki og þarf að forgangsraða.....

Það er fullt starf að eiga börn og eftir því sem þau eldast eykst starfshlutfallið jafnt og þétt....

En þegar ég var lítil man ég ekki eftir svona hlutum þar sem ég var bara úti í fjöru að leita að marflóm, úti í læk að veiða slý, uppi á hellum að skoða náttúruna, úti að leika mér í leikjum með öllum krökkunum í þorpinu, ungum sem þeim eldri.....Ég stundaði reyndar íþróttir og mamma keyrði mig 6 km til æfinga....Og ég tók þátt í ÚÍA á Eiðum og einu sinni í Íslandsmóti í frjálsum!!!!!! Já maður var nú ansk lipur..... 

Annað var ekki í boði....

En annaðhvort verð ég að fara að safna mér fyrir Iphone til að halda þessu til haga eða fá mér stærri dagbók (mín er samt stór gormabók)...

 

Knús á ykkur öll sem lesið þessa vitleysu og rugl hugsanir mínar.....Hugsa sennilega of mikið!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband