Í dag eru liðin rúm þrjú ár frá því að allt breyttist...

Í dag eru rúm þrjú ár síðan líf okkar tók miklum breytingum, það var þá sem systir mín ákvað að stíga út úr ofbeldishjónabandi. Sambandi sem hafði tekið svo mikinn toll af henni að það er grátlegt....Að vera andlega bugaður, laminn, hent til og frá, hlutum hent í mann, kynferðislega misnotaður árum saman er nefnilega ekkert grín.  Henni tókst samt sem áður að fela þetta fyrir okkur fjölskyldunni því að hún vildi að allt liti vel út. Ef við vegna góðmennsku buðum fyrrverandi eiginmanni hennar að taka þátt í einhverju, buðum honum að fara eitthvað eða stungum upp á einhverju þá fékk hún að finna fyrir því....Ef ég sagði eitthvað sem honum mislíkaði þá fékk hún að finna fyrir því....Ef allt gekk ekki upp þá fékk hún að finna fyrir því....Það var líka þannig að allir voru "vondir" við hann og komu "illa" fram við hann....Að hans mati...Vinnufélagarnir voru yfirleitt skítseiði sem ekki var vert að umgangast....Enda skipti hann oft um vinnu og er nú án atvinnu....

Svo fæddust elsku börnin....Þá fékk hún að finna fyrir því...

Hún hefur alla tíð hugsað fyrst og fremst um börnin sín og það þoldi hann ekki....Þegar hann var farinn að beita börnin ofbeldi gat hún ekki brosað og leikið meira...Hún ákvað að stíga út úr ofbeldinu fyrir börnin sín og fyrir sig.

En ofbeldismaður hættir ekki og þegar honum er storkað eins og með því að fara þá fyrst byrjar nú hrollvekjan...Hann hugsar með sér "hvað er það versta sem ég get gert henni", "hvar er hún viðkvæmust" "já auðvitað, BÖRNIN" "Ég nota þau til að koma höggi á hana.....

Hún hefur staðið í eldlínunni í meira en þrjú ár því að það er miklu lengra síðan hún var fyrst beitt ofbeldi...Við höfum staðið með henni allan tíman og gerum þangað til börnin eru óhult....Ef einhver kann að efast um þessa frásögn þá get ég sagt með hreina sannvisku ég hef enga ástæðu til að búa til svona ljóta sögu....Ég myndi miklu frekar búa til fallega og góða sögu ef ég ætti að skálda....

Þið þarna úti getið hjálpað, það þarf að tala um þessi mál, það þarf að láta sig málin varða....Ég skil vel að það sé óþægilegt og miklu betra að hugsa bara um eitthvað jákvætt og skemmtilegt! En því miður er lífið ekki alltaf jákvætt eða skemmtilegt þótt við reynum að hanga á því endalaust...

Ég ætla ekki að hafa þetta lengra en gæti sagt svo ótal margt eins og hversu stolt ég er af systur minni, mömmu, bróður mínum, manninum mínum og börnum, frænda mínum sem er að útskrifast úr 10. bekk og hefur með ótrúlegri seiglu komist í gegnum þetta allt, já og öllum hinum sem leggja okkur lið...Ég er samt sem áður stoltust af þremur stelpum sem eru mestu hetjur sem uppi hafa verið en þær eru frænkur mínar og búa ennþá við ofbeldi....Hversu lengi á það að viðgangast.... ?

En fyrir rúmum þremur árum breyttist lífið og síðan þá hefur sorgin, kvíðinn og hræðslan umlukið okkur....Maður spyr sig  oft hvað ef ég hefði.....Ég vildi að ég hefði.....

En það er kominn tími á að börn og fólk sem lendir í heimilisofbeldi sé hjálpað í stað þess að hegna því með því að láta það búa hjá gerandanum....Það þarf að hlusta á börn, það þarf að opna augun því þau tjá sig oft með öðru en orðum, það þarf að hjálpa þeim skilyrðislaust og án þess að hika.....Það vantar kjark til þess hef ég séð....Sem er sorglegt....Ég þori að lofa ykkur þvi að þið mynduð ætlast til þess að ef ykkar barn væri beitt ofbeldi að því væri hjálpað en ekki refsað....

Eigið gott og ofbeldislaust sumar <3 


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er sorglegra en tárum taki. Það verður hreinlega að bjarga mæðgunum, vildi að ég kynni ráð.

Guðlaug Hestnes (IP-tala skráð) 6.6.2013 kl. 10:58

2 identicon

Tek undir með Gullu, þetta er hrikalega sorglegt og ég fæ engan veginn skilið hvers vegna stúlkurnar fá ekki að vera hjá þeim sem þær vilja helst vera hjá......vonandi kemur að því fyrr en seinna.

Kv. Helga

Helga (IP-tala skráð) 6.6.2013 kl. 22:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband