Þá er að vígbúast á nýjan leik....

Það er erfitt að vígbúast þegar maður er sparkaður niður aftur og aftur...Trekk í trekk...

En vígklæðin eru til staðar og ekkert annað en að henda sér í þau....Ég kem sterk inn ásamt mörgu góðu fólki....Það er nefnilega svo yndislegt að finna meðbyrinn, finna samhygðina.....

Þó að nokkar orustur hafi verið tapaðar þá vinnum við stríðið og það er aðalatriðið....

En ég er ný komin frá Akureyri þar sem ég sit á skólabekk í frábæru námi sem ég nýt í botn...Það er svo gaman að hafa svona óbilandi áhuga á námi...Meira segja hlakka ég til að vinna verkefnin og ritgerðina stóru! Ég er búin að ákveða hvað ég skrifa um og komin í samband við frábært fólk sem er svo elskulegt að aðstoða nemendur eins og mig!  Ég hlakka til að segja ykkur meira um það....

Húsnæðið mitt er ennþá fokhelt en það gengur mjöööööööööög hægt....Aðeins of hægt fyrir minn smekk....Hér á efri hæðinni búa sem sagt í þriggja herbergja íbúð við hjónin, fjögur börn, tveir hundar og tveir kettir...Elsta barninu var sparkað út!  Það er svo sem bara kósí að vera í þessari nánd við blessuð börnin og bara allt gott um það að segja...Það er bara þetta rusl og drasl og enginn finnur neitt sem er þreytandi....

En þetta lagast og ég er ekki að pirra mig!!! Það eru aðrir og stærri hlutir sem maður pirrar sig yfir....

En ég á líka erfitt með mig...Mig langar að segja svo margt, mig langar að huga að svo mörgu....Ætli geti verið að ég sé Florence endurfædd???????

Það hefur lifnað yfir mér ég held ótrauð áfram gegnum súrt og sætt.....Og er komin til að sjá og sigra Sigurjón digra......

Eigið góðan dag og verið dugleg við að sjá það sem skiptir máli í lífinu....Börnin okkar....

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jæja, Ranka rausnakerling! Mér líkaði við tóninn í þessum pistli. Ég sit hér og brosi og hugsa með mér: þú ert ótrúleg! Knús frá Cary.

Svanfríður (IP-tala skráð) 6.10.2011 kl. 12:40

2 identicon

gangi ykkur vel í baráttunni

imba (IP-tala skráð) 6.10.2011 kl. 14:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband