Börn verða líka fyrir ofbeldi....Á heimilum...


Áverkar á börnum eftir ofbeldi
Gestur Pálsson barnalæknir, Barnaspítala Hringsins, Landspítalanum. Skilgreining:
Líkamlegt ofbeldi er hluti illrar meðferðar. Með líkamlegu ofbeldi er átt við að barnið verði fyrir áverka af hendi foreldris eða þess sem umsjón hefur með barninu .Mikilvægasta atriðið í þessu sambandi er
trúlega að hafa möguleikann á ofbeldi í huga sem mismunagreiningu í öllum áverkatilvikum og bregðast við í samræmi við það. Með því er mögulegt að koma í veg fyrir endurtekna áverka og jafnvel forða börnum frá áverkum sem geta reynst svo alvarlegir að örkuml og jafnvel dauði hlýst af.

Í 28.gr barnalaga segir: "Foreldrum ber að annast barn sitt og sýna því umhyggju og virðingu og gegna forsjár- og uppeldisskyldum sínum svo sem best hentar hag barns og þörfum.
Forsjá barns felur í sér skyldu foreldra til að vernda barn sitt gegn andlegu og líkamlegu ofbeldi og annarri vanvirðandi háttsemi".

Eins og við vitum er heimilisofbeldi mjög falið og kemur fólki yfirleitt á óvart þegar upp kemst. Jafnvel nánir fjölskyldumeðlimir í stórfjölskyldunni vita ekkert. Þegar móðir verður fyrir ofbeldi af hendi maka þá upplifa börnin það mjög sterkt, jafnvel þótt reynt sé að fela það fyrir börnum, það heyrir, það skynjar.

Sá sem beitir ofbeldi er yfirleitt vanmáttugur og kann ekkert til mannlegra samskipta, hann er ekki sterkur eða valdamikill eins og maður gæti ætlað. Ofbeldið er einungis frumstæð leið til að bæta sér upp einhverskonar veikleika.

Álagið við að búa við stöðuga spennu, kvíða, óöryggi, og stjórnleysi hefur margvísleg áhrif á börn. Tilfinningaþroski og sjálfsmynd brenglast mikið. Þessi börn hafa yfirleitt minni tengsl við aðra búa við skapgerðar og hegðunarerfiðleika. Þau fyllast vanmáttarkennd, sekt og stöðugur kvíði nagar þau að innan.

Sumir eru alla ævi að glíma við afleiðingar ofbeldis. Alla ævi...

Ég þekki nokkur börn sem kveljast vegna afleiðinga ofbeldis, þeim hefur í sjálfu sér ekki verið hjálpað eins og talað er um í öllum þessum flottu bæklingum og bókum sem útgefið hefur verið.

Öll börn eiga rétt á því að lifa í öryggi, punktur.

Látum okkur þessi mál varða kæru vinir þar sem við getum gert meira en okkur grunar. Látum ekki líðast að barn sé beitt ofbeldi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband