Endalaus bið...

Við fjölskyldan erum orðin vön að bíða....

Ég eyði heilu dögunum hér heima við að bíða eftir símtölum við mann og annan...
Mér finnst mjög leiðinlegt að bíða...Sérstaklega ef ég bíð og bíð og ekkert gerist....Þá er ég að tala um þegar fólk segist ætla að hringja eða bla bla bla...Það gerist stundum....

Það sem er verst finnst mér hins vegar þegar ég er að bíða eftir niðurstöðum úr rannsóknum hjá mömmu...Hún greindist fyrst fyrir 19 árum þannig að við erum búin að bíða nokkuð oft eftir niðurstöðum....Stundum hafa þær ekki komið vel út en sem betur fer oftast vel og mamma er snillingur og hetja...

Það sem mér finnst helvíti er að bíða eftir niðurstöðum dómara í máli systur minnar og barnanna hennar...Ég beið eftir úrskurði Héraðsdóms sem var svo mikið kjaftæði að það hálfa væri nóg....Ég beið eftir niðurstöðum Hæstarétts sem urðu því miður ekki það sem við vonuðumst eftir...Einkum vegna lélegra vinnubragða lögmanns. Já þar sem við fengum niðustöðuna á facebook...Endurupptökunni var hafnað fyrir Hæstarétti þó að ný gögn kæmu og hægt væri að sýna fram á léleg vinnubrögð.

Svo beið ég eftir dómi í Danmörku á 1. réttarstigi. Þá komu aðal vonbrigðin...Þó svo að sýnt væri fram á að börnin hefðu það betur hjá móður þá áttu þær að búa hjá föður sínum...Þær hafa alla ævi búið hjá mömmu sinni og það er hún sem hefur hugsað um þær alla þeirra ævi...Ekki pabbinn...

Núna bíð ég eftir niðurstöðu Landsréttar í DK. Ég reikna svo sem ekki með niðurstöðum strax en gæti gerst innan viku....(án þess að ég viti það).....

Magasýrurnar eru viltar og eru út um allt...Kvíðinn er óbærilegur...En VONIN er til staðar og það er ég þakklát fyrir.

Ég trúi á að þetta endi vel....Mál systur minnar...Ég trúi því að hagur barnanna verði hafður að leiðarljósi....Ekki hagur ofbeldisfulls föðurs.....

Þegar talað er um að öll börn eigi að þekkja báða foreldra og vera í samskiptum við þá báða þá þarf að huga að mörgu....Þetta er ekki svona slétt og fellt....svart og hvítt....Börn hafa nefnilega skoðanir og oftast réttar...
Ég þekki börn sem líður ágætlega með það að ferðast fram og til baka á milli foreldra....Ég þekki því miður fleiri sem líður afar illa með þetta og eru rótlaus, kvíðin og þreytt....

Áður en við tökum ákvarðanir og höfum skoðanir á forræðismálum skulum við setja okkur í spor barnanna og skoða svo málið...

Vona svo heitt og innilega að dagurinn í dag verði gæfuríkur fyrir systur mína og börnin hennar og þar með okkur fjölskylduna og vinina alla líka....

Góðar stundir...

P.S. Mér finnst leitt að hafa þurft að eyða blogginu mínu gamla...En það var ég neydd til að gera því að það kæmi ekki vel fyrir systur mína að ég bloggaði um málið....En ég sé nú að þetta voru mistök...Þeir sem voru hræddir um það sem ég hafði að segja hjálpuðu okkur svo ekkert....Svona er það nú bara...En ég held áfram og auðvitað verður þessi saga skráð svo alþjóð geti lesið um baráttuna og endalaust niðurbrot og illa meðferð á fólki...Sem víti til varnaðar....
Og ég heiti því að hjálpa fólki og börnum í sömu stöðu og systir mín er í....


Þegar ég hugsaði til fólks....

Hér áður fyrr já eiginlega fyrir langa löngu......

Hugsaði ég til fólks sem átti í erfiðleikum, ég hugsaði; hvernig geta þessir einstaklingar staðið í fæturna? Ég skyldi ekki hvernig var hægt að eiga veikt barn, missa einhvern nákominn, veikjast sjálf, verða gjaldþrota, eiga ekki ofan í sig eða á......

Núna svona löngum tíma eftir að þessar hugsanir litu fyrst dagsins ljós stend ég í þeim sporum að hafa þurft á kærleika annara að halda vegna hörmunga sem yfir fjölskylduna hafa dunið....

Það er erfitt þegar börn eiga í hlut, það er erfitt að horfa upp á börn sem treysta manni í botn þegar þau skilja ekki afhverju þau þurfa að standa í svona hræðilegum hlutum. Það er erfitt að horfa í augun á þeim þar sem ætti að vera blik barnæskunar og sjá bara ótta, kvíða og vonleysi. Algjört vonleysi.....

Það er ósanngjarnt að árið 2012 eigi ofbeldismenn ennþá mikinn rétt. Það er erfitt þegar maður grátbiður um hjálp en kemur að lokuðum dyrum og eyrum.

En ég held auðvitað í vonina að réttlætið sigri að lokum og ekkert geti komið fyrir börnin okkar stór og smá...

Þið sem eruð að missa ykkur í einhverjum smámunum....Hugsið til okkar sem berjumst fyrir lífi barnanna okkar og til þeirra sem geta ekki veitt börnunum sínum nema það allra nauðsynlegasta ef þeir geta það þá.....Og ef þið vitið ekki hvað þið eigið að gera við peningana ykkar þá er fullt af þurfandi fólki og börnum sem myndu vera þakklát fyrir hverja krónu....

Gleðilegt nýtt ár 2012....Árið sem ég mun koma, sjá og sigra....Og árið þar sem börnin verða höfð að leiðarljósi.....


Nýtt ár framundan....Guði sé lof...

Gleðilega hátíð kæru vinir....Heart

Nú eru tímamót...Nýtt ár er að renna í garð og þá er við hæfi að líta um öxl...Það ætla ég hins vegar ekki að gera heldur halda áfram án þess að líta um öxl...

Ég treysti því að árið 2012 verði okkur gjöfult og gæfuríkt...Ég treysti því að á nýju ári verði fullorðna fólkið til friðs og taki tillit til barnanna....Já það er við hæfi að nýtt ár verði ár barnanna.  Heart

Börn eru framtíðin og því er mikilvægt að hlúa að þeim í hvívetna og missa aldrei sjónar af því mikilvægasta sem við berum ábyrgð á.  Heart

Við eigum líka að láta öll börn okkur varða hvort sem við eigum þau eða ekki...Velferð allra barna ætti að vera í fyrirrúmi og ef við getum hjálpað öðrum þá á það að vera sjálfsagt mál fyrir okkur....Heart

Ég veit að flestir ef ekki allir myndu vaða eld og brennistein fyrir börnin sín og það er gott...Hins vegar eru lög, reglur og annað þar sem ekki er verið að huga að hag barna og því þurfum við að breyta....Síðustu ár hafa sýnt mér að aðrir gera ekki hlutina fyrir mig ég þarf að gera þá sjálf. Allir erfiðleikar sem dunið hafa yfir mína fjölskyldu hafa gert okkur sterkari og margt sem okkur hefði ekki órað fyrir að geta gert, gerum við með "einari"....Með þessa reynslu í farteskinu hljótum við að fara í hjálparstarf....Þar sem það er ákaflega erfitt að vera einn að berjast við forynjur og skrímsli....Við fjölskyldan munum gera allt sem í okkar valdi stendur að berjast fyrir hag barna íslenskra sem annara.Heart....

Árið 2012, óskalisti Röggu!

Rækta sjálfa mig andlega og líkamlega (hef ekki haft tíma)

Eyða meiri tíma með börnunum mínum (þau eru gullin mín)Heart

Eyða meiri tíma með eiginmanninum ( ef hann hagar sér vel og er til friðs!)Heart

Eignast hest

Hlaupa inn að Lónsafleggjara og til baka.

Taka þátt í að byggja systur mína upp svo hún ljómi og blómstri eins og hún á skiliðHeart

Eyða tíma með frænkum mínum þremurHeart

Dvelja meira í Lóninu

Fara með fjölskylduna til útlanda (buddan segir NEI, en maður veit aldrei)

Gera eitthvað fallegt og uppbyggilegt fyrir mömmu mína (sem á engan sinn líkan)Heart

Standa mig betur í vinnunni (varla hægt en alltaf gott að reyna)!

Hjóla með fjölskyldunni upp í Lón

Eyða gæðastundum með systkinum mínum (öll saman og svo tvö og tvö)Heart

Ganga í kór

Taka til á háaloftinu og geymslum (já það væri gott að losna við gamalt drasl)

Læra á saumavélina mína og nota hana mikið (og Gauti má læra á hana líka)!

Eyða meiri tíma með tengdamömmu (hún er ljós sem skín á okkur hin) Heart

Sauma út

Prjóna

Lesa, lesa, lesa, lesa

Elska, elska, elska,elskaHeart

Eyða tíma í Breiðdal (ganga á fjöll og kósa mig)

Fara á fótboltamót með börnunum

Vera með sölubás á Humarhátíð

Svo er sumt auðvitað leyndarmál!!!

Já og margt fleira.... En það sem er aðalatriðið er að vera sáttur við sjálfan sig og að þegar maður lítur til baka að þá sjái maður að ég gerði allt sem ég gat.....Og að inni í hjartanu sé ljós sem logar og heldur manni heitum.......Heart

WizardElsku vinir gleðiríkt nýtt ár!Wizard


Gleðileg jól eða hvað?

Í gömlu jólalagi segir "það geta ekki allir haldið gleði og friðarjól". Og þetta eru orð að sönnu og mikilvægt að allir átti sig á þessu.

Það eru margir sem ekki eiga fyrir jólunum, já eiga hreinlega ekki fyrir Ipad, Iphone, nýrri tölvu, nýju rúmi, demantshring eða úri.  Og eiga ekki fyrir því að taka allt í gegn heima. Það eru ekki allir sem eiga fyrir nýjum jólafötum á sig eða fjölskylduna. Svo eru margir sem ekki eiga kost á því að kaupa jólasteikina. Þannig er þetta bara og hvað gerum við í þessu?

Uhum ekki mikið.

Flestir halda áfram eins og ekkert hafi í skorist, baka jólakökurnar, kætast yfir því hvað þetta verður allt æðislegt og panta allt dótið svo þetta verði "alvöru jól". Já ekki má gleyma neinu. (Sem minnir mig á að ég verð að muna að panta Ipadinn!!!) Nei þetta er ekkert grín....Það sem kemur mér til að hugsa um þetta er að ég þekki marga sem ekki eiga gleðileg jól. Ég þekki börn sem þurfa að dvelja hjá ofbeldismanni yfir hátíðirnar skíthræddar...Ég þekki mæður sem þurfa að senda börnin sín í opið ginið á vondum mönnum. Já ég þekki fleiri í þeirri stöðu en systur mína. Ég veit um konu sem á að bera út vegna skulda en hún býr með börnin sín og þar af eitt mikið veikt. Ég veit um gamalt fólk sem á ekki til hnífs eða skeiðar. Ég veit um sjúklinga sem eiga ekki fyrir lyfjum. Ég hef heyrt um börn sem kvíða jólanna þar sem þá er rifist og kanski mikið drukkið. Já það eiga ekki allir gleðileg jól.

Það sem hins vegar fékk mig til að hugsa voru orð unglings sem er mér ástfólginn. Hann sagði uppúr þurru "ég hlakka ekkert til jólanna" Ég reyndi að malda í móinn og taldi að aðstæður gætu átt þátt í því. Nei það var ekki rauninn.

Þá komst ég að eftirfarandi: Í dag eru flestir í fallegum, góðum eða heilum fatnaði. Í dag fá flestir allt sem þeim dettur í hug. Í dag fá flestir mat sem er góður og vel unninn. Í dag er hægt að hlaupa út í búð og kaupa nammi, kökur, mandarínur, epli og fleiri kræsingar án mikillar fyrirhafnar.

Þannig að niðurstaðan er sú að jólin eru ekki eins mikil tilbreyting og þau voru hér fyrir 20-30 árum og er það miður.

Mín uppástunga er sú að hvíla krítarkortin, gefa minni gjafir, njóta frekar samverustunda með fjölskyldunni úti og inni við ýmsa iðju. Ef þið eigið mikið þá endilega gefið þeim sem minna eiga.

Ég spara líka við mig skemmtanir eins og jólahlaðborð og tónleika....Já ég tek ekki lán fyrir jólunum!

Ég er því miður í þeirri stöðu að nokkrir ásvinir mínir eru neyddir til að dvelja fjarri okkur og skiptir það þó ekki miklu hvort eru jól eða aðrir dagar það er ósanngjarnt alla daga.  Það sem ég ætla að tileinka mér eru samverustundir og gleði.....Það sem mér þykir vænst um er að börnin mín fái gjafir og horfa á ánægjusvip á þeirra andlitum.....

Svo loka ég augunum og óska mér...Óskin er sú að systir mín og börnin hennar verði sameinuð á landinu sínu og sameinuð okkur sem söknum þeirra svo mikið... Von mín er sú að mannréttindi barna verði höfð að leiðarljósi og að börn fái rödd sem heyrist...Það væri besta jólagjöfi allra tíma og miklu meira virði en allir dýrustu hlutir sem hægt er að fá.

Ég veit að sumir sem lesa þetta munu fussa og sveija en þar sem ég er með stórt sár í hjartastað þá leyfi ég mér bara að opna mig. Ég er bara svo heppin með að eiga góða að og með þeirri staðreynd fyllist ég krafti og þreki....Ég mun alla tíð vera talsmaður barna og kvenna sem hafa verið ofbeldi beitt....

Megi gleði og friður ríkja um jólin...


Umhugsunarefni....

Ég berst við hlið systur minnar við það hræðilegasta sem getur komið fyrir nokkurn mann...Að missa börnin sín....Ekki eitt heldur þrjú börn...Og ég er að tala um að missa þau í hendurnar á ofbeldismanni. Ofbeldismanni sem hefur komist svo langt að það er ótrúlegt....Hann er eins og geðklofi þar sem hann kemur vel fyrir þegar það er verið að fylgjast með en um leið og hann lokar hurðinni heima hjá sér þá fara miður fallegir hlutir í gang....Og við getum ekkert gert...

Ef börnin væru alvarlega veik þá væri farið með þau á sjúkrahús og allt reynt sem í mannlegu valdi er að bjarga þeim. Ef þau væru dauðvona eða dáin þá væri sennilega fólk harmi slegið og það myndu berast blóm, kveðjur, stuðningur og styrkur frá vinum og vandamönnum....

En afþví að þau hafa verið beitt ofbeldi af pabba sínum þá er ekkert gert. Sorry það er ekki hægt að sanna það...Afhverju er það? Gæti verið sniðugt að tala við börnin og fá þau til að tjá sig? Já það væri mjög sniðugt...Og það er búið að gera það á Íslandi og þar kom fram að börnin væru í hættu ef þau yrðu látin dvelja hjá þessum manni.  Hvað gera Danir....Loka augunum, neita að taka við viðamiklum sönnunargögnum og eru ligeglad....Já færa ofbeldismanni börn á silfurfati....Hafði þið heyrt um að börn séu tekin af móður sinni sem hefur hugsað um þau alla þeirra ævi? Ekki ég.....

Ég stend magnlaus, í algjöru áfalli að fylgjast með og reyna að styðja og styrkja fólkið mitt....Það eru ekki margir sem eg hitti á hverjum degi sem spyrja mig hvernig gangi eða hvernig ég hafi það.....Fyrir ykkur sem viljið vita hvernig ég hef það en þorið ekki að spyrja þá hef ég það skítt, mér hefur aldrei liðið jafn illa á minni löngu ævi....Ég er komin með líkamleg og andleg einkenni áfalls en afþví að þetta er "bara" heimilisofbeldi þá er eins og fólk bara horfi i aðra átt...EF ég væri veik þá er hugsanlegt að fólk fyndi meiri samhygð ég veit það ekki...Kanski er fólk orðið þreytt á þessu...Ég er orðin þreytt og ég er orðin svo þreytt að mér líður eins og áttatíu ára konu...

En ég læt ekki á neinu bera....Ég mæti í vinnuna, ég kem mínu fólki af stað á morgnana(reyndar með dyggri aðstoð), ég hugsa um hundana mína, ég stunda námið sem ég er í, ég geri mitt næst besta þar sem mitt allra besta er að störfum í Danmörku.....

Ég er í sambandi við allskonar fólk, fyrirfólk, lögmenn, og embættismenn sem ég reyni að þreyta með spurningum og alskonar upplýsingum sem ég hef upp á að bjóða.  Flestir þeirra reynast mér vel og hlusta þolinmóðir en það er bara líf barna í húfi þannig að ég hef ekki langan tíma.....

En ef ykkur langaði að vita hvernig ég hef það þá vitið þið það núna.....Þótt ég sé sterk og láti ekki á neinu bera þá líður mér eins og það sé verið að éta mig upp að innan hægt og rólega......Kanski svona líkt ólæknandi krabbameini....

Takk fyrir mig...


Þá er að vígbúast á nýjan leik....

Það er erfitt að vígbúast þegar maður er sparkaður niður aftur og aftur...Trekk í trekk...

En vígklæðin eru til staðar og ekkert annað en að henda sér í þau....Ég kem sterk inn ásamt mörgu góðu fólki....Það er nefnilega svo yndislegt að finna meðbyrinn, finna samhygðina.....

Þó að nokkar orustur hafi verið tapaðar þá vinnum við stríðið og það er aðalatriðið....

En ég er ný komin frá Akureyri þar sem ég sit á skólabekk í frábæru námi sem ég nýt í botn...Það er svo gaman að hafa svona óbilandi áhuga á námi...Meira segja hlakka ég til að vinna verkefnin og ritgerðina stóru! Ég er búin að ákveða hvað ég skrifa um og komin í samband við frábært fólk sem er svo elskulegt að aðstoða nemendur eins og mig!  Ég hlakka til að segja ykkur meira um það....

Húsnæðið mitt er ennþá fokhelt en það gengur mjöööööööööög hægt....Aðeins of hægt fyrir minn smekk....Hér á efri hæðinni búa sem sagt í þriggja herbergja íbúð við hjónin, fjögur börn, tveir hundar og tveir kettir...Elsta barninu var sparkað út!  Það er svo sem bara kósí að vera í þessari nánd við blessuð börnin og bara allt gott um það að segja...Það er bara þetta rusl og drasl og enginn finnur neitt sem er þreytandi....

En þetta lagast og ég er ekki að pirra mig!!! Það eru aðrir og stærri hlutir sem maður pirrar sig yfir....

En ég á líka erfitt með mig...Mig langar að segja svo margt, mig langar að huga að svo mörgu....Ætli geti verið að ég sé Florence endurfædd???????

Það hefur lifnað yfir mér ég held ótrauð áfram gegnum súrt og sætt.....Og er komin til að sjá og sigra Sigurjón digra......

Eigið góðan dag og verið dugleg við að sjá það sem skiptir máli í lífinu....Börnin okkar....

 


Það dó eitthvað í dag....

Ofbeldismaður vinnur stóra pottinn í Lottóinu....Ofbeldismaður fær verðlaun fyrir að beita konuna sína ofbeldi.....Ofbeldismaður varð í 1. sæti í að beita konu ofbeldi að viðstöddum börnum þeirra fjórum....Ofbeldismaður vann í dag verðlaun og allir klöppuðu rosalega lengi....Hann lyfti bikarnum og fagnaði með fjöldanum sem stóð á bak við hann.....

Svona myndu fréttir dagsins í dag líta út ef þau kæmu í fjölmiðlum.....

Það dó eitthvað í dag....Trú mín á það góða, trú mín á að fólk myndi ekki láta börn þjást að óþörfu....Það dó eitthvað í dag....

Segið mér gott fólk hvernig dílar hvunndagshetjan við svona fréttir?  Ég er ekki viss....Ég er búin að vera dofin, reið, missa mig í að grenja.....Ég veit ekki hvað maður gerir svo meira...Ætti ég að fara og hella í mig á næsta bar? Eða taka mitt daglega huggunarát á þetta??? Á ég að gefast upp?

Nei ég gefst ekki upp...


Hjúkrunarfræðingur á hálli braut....

Hafði þið upplifað sársauka?

Svo mikinn sársauka að þið missið algjörlega máttinn?

Ég er búin að upplifa ýmislegt á minni stuttu ævi, margt ákaflega gleðilegt en svo hafa atburðir orðið sem hafa skilið eftir sig djúpt ör á sálinni, ör sem klæjar í annað slagið...

Núna í eitt og hálft ár hef ég búið við það mikinn sársauka að ég vissi ekki að svoleiðis væri til....Ég funkera samt ennþá. 

Í þessum hremmingum hef ég fengið klapp á bakið, yndisleg orð og góðar kveðjur frá fólki sem ég hef þekkt, fólki sem ég þekki ekki og ástvinum.  Það er hins vegar þannig að þegar mikið gengur á í fjölskyldum þá eru ekki allir tilbúnir að fylgja sínum nánustu. Það er bara þannig og lengi vel pirraði ég mig á því en ekki lengur...Þeir sem ekki treysta sér til að fylgja ættingjum sínum í gegnum helvíti verða að eiga það við sig.  Besta fólkið með fallegustu hugsanirnar eru í kringum mig og mína.

 Ég þykist samt vita að ef ég væri alvarlega veik eða deyjandi þá kæmu fleiri, já það er bara þannig það er smartara að vera veikur en að eiga í erfiðleikum á öðrum sviðum...

En þetta hefur allt tekið sinn toll...Tollurinn er að klárast....

Stundum hugsa ég að ef ég ætti peninga þá væri þetta allt auðveldara því þá gæti ég hugsað betur um sjálfa mig....Þetta snýst nefnilega líka um peninga....Maður vinnur til að eiga ofan í sig og á og dugar ekki til. Það væri nefnilega gott að geta skipt um umhverfi og róað sig aðeins....

Stundum hugsa ég að það væri gott að flytja bara út í heim, hverfa í fjöldan og horfa aldrei til baka...En ég er bara ekki þannig...Því miður segja kanski sumir, ég staldra við og reyni að vinna út hlutunum svo kemur bara í ljós hvað ég geri eftir það....

Takk fyrir mig.

 


Fyrsta vikan í hlaupaprógramminu liðin!

Já fyrsta vikan er búin í hlaupaprógramminu hjá Robert!!! Hann hefur verið ansi duglegur að hvetja mig áfram og hef ég því ákveðið að hlaupa lengra með honum.  Eins og góðum og duglegum konum sæmir er ég alltaf að reyna að gera marga hluti í einu....Að þessu sinni fór ég með hundana og eiginmanni með mér í hlaupið!

Það er mikilvægt fyrir hjón að fá smá tíma út af fyrir sig og í tilviki okkar hjónanna í Bjarmalandi hefur lítið farið fyrir slíkum tímum.   Þannig sló ég þrjár flugur í einu höggi eins og síðast!!!! Við stöndum í stórræðum hér á heimilinu þar sem neðri hæðin er óíbúðarhæf í augnablikinu vegna leka og skemmda sem lekinn olli.....Það sem helst vantar núna eru iðnaðarmenn en þeir eru af skornum skammti hér í héraðinu eða að það er bara svo mikið í gangi núna hjá fólki að allir þurfi að hafa not af iðnaðarmönnum.  Gott að það er nóg að gera!

Já það er gaman að segja frá því að ég er stoltur eigandi af árskorti í sundlaug Hornafjarðar.....

í enda vikunar eða byrjun þeirrar næstu fer ég til Akureyrar í skólann, það verður bæði gott og erfitt...En eins og ég hef áður sagt þá hefur styrkur minn bara eflst ef eitthvað er...Ég ætla að hugsa um mig og hvíla mig í leiðinni...

Sendi bara stórt knús út til ykkar....frá hlaupadrottingunni!!!!!


Hlaupandi hjúkrunarfræðingur!

Já í morgun var dagur 2 í hlaupaprógramminu...Ég ákvað að slá þrjár flugur í einu höggi, njóta samvista við börnin mín, hreyfa mig og hreyfa hundana....Allt gekk vel og mun betur en fyrsta daginn. Við áttum reyndar vök að verjast skotglöðum veiðimönnum en skothvellirnir dundu í morgunkyrrðinni og einstaka fugl hrapaði til jarðar...Ég er ekki veiðimaður í mér þannig að ég vorkenndi þessum fiðurfénaði mikið...

Núna er um við, ég og krakkarnir mínir búin að fá okkur heimatilbúið "boost" fullt af vítamínum og orku og erum á leiðinni í sundlaugina.  Það er fátt sem toppar stund í sundlaugum landsins... Þótt mígrigni er gott að láta líða úr sér í heitu vatni.

Á eftir fer ég svo á kvöldvakt en krakkarnir mínir ætla að hafa það huggulegt á meðan hér heima...Þau eru svo dugleg.

Hugur okkar allra í Bjarmalandi er þó ekki á Íslandi frekar en oft áður....Ást og orku sendum við yfir hafið til Kaupmannahafnar.....

Það segir kanski mikið um það hversu asskoti meir maður er...Þegar maður hágrenjar yfir sjónvarpsþáttum eins og Greys Anatomy.....

Knús út í rennandi blautan laugardag.....


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband