Tilfinningarnar....

Á síðustu tæpu þrem árum höfum við fjölskyldan gengið í gegnum hreint helvíti þar sem við höfum barist við hlið systur minnar....Hún sjálf hefur verið ótrúleg allan tíman og fallegt að horfa á ást hennar á börnunum sínum...Hún er besta mamma sem ég hef séð að öðrum góðum mæðrum ólöstuðum, hún hefur alltaf tíma fyrir þau, er vinur þeirra og lifir fyrir þau.

Við höfum öll verið í rússíbana á þessum tíma, sett upp í hann hvað eftir annað jafnvel þótt við séum ekkert fyrir rússíbanaferðir. Við höfum líka líkt þessu við sápuóperu af verstu gerð þar sem við erum aðalleikararnir jafnvel þótt okkur langi ekkert að vera leikarar...

Tilfinningarnar eru búnar að fara út og suður, í hringi fram og aftur, upp og niður og taugarnar hafa verið þandar of lengi...

Þessum óþægindum er ekki hægt að venjast því miður, það er ekki hægt að segja að maður myndi þol við svona hremmingum. En maður veit fyrir hverju maður er að berjast og gefst aldrei upp. Réttindi barna eru málaflokkur sem fleiri mættu berjast fyrir. T.a.m. fólk sem vinnur í barnavernd á Íslandi, embættismenn, alþingismenn og ráðherrar, sýslumenn, lögreglan, kennarar, leikskólakennarar, hjúkrunarfræðingar, læknar...Já listinn er óendanlegur yfir fólk sem ætti að standa upp og berjast fyrir réttindum barna.

Í gegnum þennan darraða dans höfum við talað við þó nokkuð marga "fagmenn" og margir hafa sagt þetta er hræðilegt, en ég get ekkert gert, ég gæti misst vinnuna ef ég myndi gera eitthvað...Eru þetta eðlileg svör þegar fólk horfir á hræðilegar áverkamyndir af 7 ára gömlu barni? Nei ég tel ekki...Sem fagmanneskja myndi ég gera allt fyrir barn sem ætti í vandræðum, hvað þá ef það er beitt allskonar ofbeldi....

Ég er að segja að ég myndi gera allt fyrir barnið þitt..

Það sem við höfum líka séð er að fólki finnst þetta óþægilegt og vill komast sem lengst í burtu frá þessu, reyna að gleyma þessu bara..."Já það er best að reyna að halda áfram sínu lífi, fara í ferðalög, gróðursetja með börnunum, fá okkur hund það gæti hugsanlega slegið á". Sannleikurinn er samt sá að þú veist alltaf innan með þér að þú kaust að gera ekkert þegar lif barna lá við og fyrir það muntu varla eiga góða daga framundan...

Að yfirmaður barnaverndar á Íslandi hafi haft undir höndum sannanir að 7 ára gamalt barn var beitt ofbeldi og kaus að gera ekkert nema að senda barnið aftur til ofbeldismannsins segir kanski það sem segja þarf um Barnavernd á Íslandi....Mjög margir hafa stigið fram og trúað okkur fyrir hræðilegum sögum þeirra og samskipti við þetta bákn...Er það eðlilegt? Nei segi ég það er hægt að vinna að barnavernd með góðum hætti og þannig að í felist vernd fyrir börnin, ekki fyrir foreldrana....Barnavernd er nefnilega að vernda ofbeldisfulla foreldra hægri vinstri án þess að blikka auga...Og við með því að segja ekkert eða gera ekkert gefum þeim bara leyfi til þess....

Núna verða hlutirnir að breytast gott fólk...Barnavernd á Íslandi á að vernda börn. Punktur.

Og ég hef fulla trú á að nú muni þjóðin ekki líða lengur þessar hörmungar....Fólkið í landinu er nefnilega brjálað yfir meðferðinni á börnunum þar sem "Barnavernd Kópavogs" var að verki og fór með offorsi áfram....Meðferð þar sem saklaus börn voru rifin úr hlýjum móðurfaðmi og fyrst sett í fóstur þar sem þeim leið hræðilega að eigin sögn og var gert þar sem "faðirinn" sem á hlut að máli kom ekki strax, þorði því ekki....En svo án þess að blikka auga voru þau sett upp í flugvél, án þess að mega kveðja mömmu sína eða stóra bróður og bara gjörðu svo vel herra ofbeldismaður hér eru börnin þín sem þú ert búin að beita ofbeldi lengi....Haltu bara áfram okkur er sama...."Við ætlum í sumarfrí með okkar eigin börnum og nennum þessu ekki, best að losna bara við þetta ljóta mál".

En sökum þessara afdrifaríku mistaka Barnaverndar á Íslandi með Braga Guðbrandsson í stafninum og hæstvirtan velferðarráðherra Guðbjart Hannesson sem stýrimann þá krefst ég þess að börn systur minnar verði komið hingað heim tafarlaust og málið rannsakað eins og rétt var að gera. Ég krefst þess að af þessu verði strax þar sem líf fjögra barna liggja við og ég efast um að þetta fólk vilji hafa barnslíf á samviskunni....

Ég læt ykkur um að googla siðblindu og lesa ykkur til um það hjá hvernig manni þær systur dvelja þessa dagana....

p.s. ef einhver vill kæra mig fyrir þessi orð þá bara gjörið svo vel...Get tekið við öllu....Ég er með sannanir máli mínu til stuðnings.


Barnalög....

28. gr. Inntak forsjár.
Foreldrum ber að annast barn sitt og sýna því umhyggju og virðingu og gegna forsjár- og uppeldisskyldum sínum svo sem best hentar hag barns og þörfum.
Forsjá barns felur í sér skyldu foreldra til að vernda barn sitt gegn andlegu og líkamlegu ofbeldi og annarri vanvirðandi háttsemi.

Þannig er hægt að sjá að ef foreldri beitir ekki öllum ráðum við að vernda börn sín þá er það foreldri að brjóta lög....

Ég krefst þess að börn systur minnar verði tafarlaust sótt og þessi miklu mistök leiðrétt....

Börnin voru send til geðveiks ofbeldismanns af Barnaverndarnefnd í Kópavogi, þeir senda börnin út og vita svo ekkert hvar þau eru....Ákafalega faglegt eða hvað? Nei ég hef aldrei séð jafn ófagleg vinnubrögð á ævinni og vona að ég verði aldrei vitni af slíkum hroðvirknishætti aftur...

Þetta mál skiptir okkur öll máli þar sem þetta eru íslensk börn...Börnin okkar..


Hver hylmir yfir með og með hverjum?

Það er undarlegt að í ljósi máls systur minnar hafi fólk stigið fram með mjög alvarlegar ásakanir á yfirmann Barnastofu.

Það sem er kanski ennþá alvarlegra að mínu mati er að fólk, þar með talið þingmenn tjái mér að hæstvirtur forsetisráðherra passi upp á yfirmann Barnastofu og haldi honum í starfi þrátt fyrir afglöp, og það alvarleg...

Bara smá hugleiðing hjá mér, hef hugleitt margt á undanfarinni viku og ýmislegt sem skýrist við að hugsa málin...

Hreinn Loftsson sem á ekki orð yfir framgang mála segir í grein sinni á Pressunni. http://www.pressan.is/frettir/lesafrett/sakar-barnaverndaryfirvold-um-tviskinnung-i-mali-hjordisar-vildu-einfaldlega-ekki-skipta-ser-af-thvi

"Hið eina sem Hjördís bað um var að íslenskir fagaðilar skoðuðu hvað hæft væri í ásökunum um ofbeldi gagnvart stúlkunum – þær ásakanir voru sem fyrr segir studdar gögnum frá dönsku sjúkrahúsi - áður en þær yrðu sendar til dvalar hjá föðurnum. Skoðun sérfræðinga í Barnahúsi hefði væntanlega leitt í ljós hvort stúlkunum væri raunverulega hætta búin. Hjördís var viss um að sannleikurinn kæmi í ljós og ekki yrði af flutningi stúlknanna til föðurins. Hún taldi líka að það væri í samræmi við allar undirstöðureglur laga og alþjóðlegra sáttmála; að stúlkurnar fengju að njóta vafans. Á hinn bóginn er augljóst að Hjördís hefði ekki verið í neinni stöðu til að halda börnunum á Íslandi ef hið gagnstæða hefði komið í ljós. Þá hefði hún líkast til farið sjálf með börnin til Danmerkur líkt og hún gerði vorið 2011 þegar niðurstaða dómstóla lá fyrir um skyldu hennar til að vera með börnin í Danmörku á meðan forsjármál væri rekið fyrir dönskum dómstólum. Því máli var lokið. Hér var því um nýtt mál að ræða er laut að ásökunum Hjördísar um harðræði.
Tvískinnungur í afgreiðslu málsins

Eitt af því sem barnaverndarnefnd Kópavogs hefur borið fyrir sig er að ekki hafi komið fram nýjar upplýsingar, sem heimili þeim að kyrrsetja börnin á Íslandi. Orðrétt segir í bréfi þeirra til Guðbjarts Hannessonar, velferðarráðherra, frá 1. júlí sl.: „Ekki hafa komið fram nýjar upplýsingar sem breyta afstöðu nefndarinnar.“
Í ljósi þessa er athyglisvert að lesa yfirlýsingu, sem Hjördísi hefur borist frá barnaverndarnefnd Kópavogs og nefndin hefur sent dönskum félagsmálayfirvöldum, sem einnig er dags. 1. júlí 2012, en þar segir m.a.: „Þrjá tilkynningar til barnaverndar liggja fyrir ókannaðar. Þær bárust frá heimilislækni stúlknanna til Glostrup Kommune og eru dagsettar 13. desember 2011, 3. janúar 2012 og 12. janúar 2012. Í þeim kemur fram að stúlkurnar hafi verið beittar harðræði og X hafi verið beitt líkamlegu ofbeldi í umgengni hjá föður. Mjög mikilvægt er að kanna þessar tilkynningar, að rætt verði við stúlkurnar og þeim veittur sá stuðningur sem nauðsynlegur er ... “

Þarna sjáum við svart á hvítu að Barnaverndarnefnd Kópavogs viðurkennir mistök sín og vanhæfni. Ég krefst þess sem íslenskur þegn, sem móðir 4ra barna, sem manneskja að fagfólk sem að þessu máli kom, byrji á að leiðrétta þessi mistök með því að ná í börnin og segi síðan af sér og komi aldrei nálægt ákvarðanatöku varðandi börn í framtíðinni.

Ég held að íslensk þjóð leyfi þessu fólki aldrei að gleyma þessum mistökum.....


Viljum við að æska landsins sé flutt nauðungafluttningum frá landinu?

Já þegar stórt er spurt er fátt um svör....

Eins og í síðasta bloggi erum við gjörsamlega máttvana og skiljum ekki illsku embættismanna þessa lands. Það eina sem embættismenn skilja virðist vera lög og reglugerðir.

Hvenær ætlar fólk að vakna upp af þessum svefni sem það sefur? Hversu mörg Breiðavíkurmál á að greiða miskabætur fyrir? Hversu mörg líf þarf að fórna?

Afhverju þorir þetta fólk sem við kjósum til Alþingis ekki að standa í fæturna og bjarga æsku landsins? Afhverju er ennþá fólk í háttsettum embættum sem er ekki starfi sínu vaxið?

Og afhverju er ekki hlustað á börnin? Hver fann upp á þeirri frægu setningu "að börn eigi að njóta vafans í öllum ofbeldismálum"? Afhverju njóta börn ekki vafans á íslandi?

Í máli systur minnar höfum við ekki farið fram á sérmeðferðir gagnvart okkur, síður en svo við höfum alla tíð sagt að við viljum að hið rétta komið í ljós. Það hefur Barnavernd ekki áhuga á. Barnavernd taldi best að losa sig við þetta ljóta og leiðinlega mál og vísa því til Danmerkur þar sem mikið ofbeldi var framið á börnunum. Já þetta fólk er að losa sig undan ábyrgð. Viljum við svoleiðis fólk í vinnu hjá okkur? Ég myndi ekki ráða ábyrgðarlaust fólk í vinnu hjá mér.

Við höfum krafist í þrjú ár hjálpar við að börn fái rétt á að tjá sig. Fái að segja hvað þau vilja. Afhverju var það svo erfitt? Við hvað var fólk hrætt? Getur verið að veigamikil mistök hafi átt sér stað í þessu máli oftar en einu sinni og það sé verið að hylma yfir með fólki?

Við kjósendur höfum réttinn, við ákveðum hvaða fólk sest að á Alþingi og í bæjarstjórnum um landið. Finnst ykkur þetta fólk hæft til að vinna vinnuna sína?

Fólkið sem vinnur á Alþingi er ekki starfi sínu vaxið ef það hefur ekki áttað sig á að æska landsins er það mikilvægasta sem við eigum....Án hennar erum við ekki þjóð...Við sem kjósendur skulum ekki láta þetta fólk sem nú ræður öllu halda áfram í sínum störfum...Því þá gætum við lent í því að stór hluti barnanna okkar verði flutt nauðugt úr landi


Barnavernd á Íslandi, fyrir hverja?

Í gær fóru sýslumaðurinn í Kópavogi ásamt barnaverndarnefnd í Kópavogi með ofsa og tóku þrjár saklausar stúlkur í sína vörslu, hrifsuðu þær úr faðmi móður sinnar sem hefur alltaf hugsað um þær. Móðirin hefur hugsað um börnin allt þeirra líf, móðirin hefur huggað þær, gefið þeim að borða, klætt þær, hugað að andlegu, líkamlegu heilbrigði ásamt því að næra sál þeirra með gleði og góðum siðum.

Nú hefur yfirvaldið talað og finnst sjálfsagt að faðir þeirra systra, sem hefur beitt þær miklu ofbeldi allt þeirra líf ásamt því að beita móður þeirra og bróður öllu því ofbeldi sem fyrir finnst í skólabókum fái þær systur og við sem þekkjum hinn meinta ofbeldismann vitum hvers megnugur hann er...Hver er réttur þessara barna og hver talar þeirra máli þegar barnavernd fer fram með slíkum hætti??

Núna er systurnar á ókunnugum stað, þekkja engan og þess skal getið að þær hafa alltaf farið að sofa með mömmu sinni og hún passað þær. Þegar þær eins og raunverulegir fangar fengu eitt símtal í gær, grétu þær svo mikið að varla skildist hvað þær voru að segja.

Þetta voru dólgslegar aðfarir og til mikillar skammar fyrir stjórnvöld og þá sem fara með barnamál í þessu landi.

Þess skal getið að talað hefur við alla sem vettlingi geta valdið en allir virðast loka augum og tala um lögin, rétt föðurins sem er svo sterkur að þrátt fyrir að elsta barnið hafið legið í viku á sjúkrahúsi með áverka eftir hann og fleira og fleira þá á hann samt rétt á því að fá þær og flytja þær með sér til annars lands þar sem þær hafa engan til að rétta sér hjálparhönd. Það sem þessum stelpum vantar er hlýr faðmur mömmu sinnar sem alltaf hefur verið til taks í gleði og sorg....

Ég biðla til allra þeirra sem með einhverjum hætti geta hjálpað okkur að gefa sig fram hið fyrsta þar sem tíminn er naumur.

Ég hvet alla Íslendinga til að láta í sér heyra hvað varðar þetta mál, hjá barnayfirvöldum, hjá stjórnvöldum, hjá sýslumanninum í kópavogi já hjá öllum sem ykkur dettur í hug að geti bjargað börnunum frá bráðum bana.


Börn verða líka fyrir ofbeldi....Á heimilum...


Áverkar á börnum eftir ofbeldi
Gestur Pálsson barnalæknir, Barnaspítala Hringsins, Landspítalanum. Skilgreining:
Líkamlegt ofbeldi er hluti illrar meðferðar. Með líkamlegu ofbeldi er átt við að barnið verði fyrir áverka af hendi foreldris eða þess sem umsjón hefur með barninu .Mikilvægasta atriðið í þessu sambandi er
trúlega að hafa möguleikann á ofbeldi í huga sem mismunagreiningu í öllum áverkatilvikum og bregðast við í samræmi við það. Með því er mögulegt að koma í veg fyrir endurtekna áverka og jafnvel forða börnum frá áverkum sem geta reynst svo alvarlegir að örkuml og jafnvel dauði hlýst af.

Í 28.gr barnalaga segir: "Foreldrum ber að annast barn sitt og sýna því umhyggju og virðingu og gegna forsjár- og uppeldisskyldum sínum svo sem best hentar hag barns og þörfum.
Forsjá barns felur í sér skyldu foreldra til að vernda barn sitt gegn andlegu og líkamlegu ofbeldi og annarri vanvirðandi háttsemi".

Eins og við vitum er heimilisofbeldi mjög falið og kemur fólki yfirleitt á óvart þegar upp kemst. Jafnvel nánir fjölskyldumeðlimir í stórfjölskyldunni vita ekkert. Þegar móðir verður fyrir ofbeldi af hendi maka þá upplifa börnin það mjög sterkt, jafnvel þótt reynt sé að fela það fyrir börnum, það heyrir, það skynjar.

Sá sem beitir ofbeldi er yfirleitt vanmáttugur og kann ekkert til mannlegra samskipta, hann er ekki sterkur eða valdamikill eins og maður gæti ætlað. Ofbeldið er einungis frumstæð leið til að bæta sér upp einhverskonar veikleika.

Álagið við að búa við stöðuga spennu, kvíða, óöryggi, og stjórnleysi hefur margvísleg áhrif á börn. Tilfinningaþroski og sjálfsmynd brenglast mikið. Þessi börn hafa yfirleitt minni tengsl við aðra búa við skapgerðar og hegðunarerfiðleika. Þau fyllast vanmáttarkennd, sekt og stöðugur kvíði nagar þau að innan.

Sumir eru alla ævi að glíma við afleiðingar ofbeldis. Alla ævi...

Ég þekki nokkur börn sem kveljast vegna afleiðinga ofbeldis, þeim hefur í sjálfu sér ekki verið hjálpað eins og talað er um í öllum þessum flottu bæklingum og bókum sem útgefið hefur verið.

Öll börn eiga rétt á því að lifa í öryggi, punktur.

Látum okkur þessi mál varða kæru vinir þar sem við getum gert meira en okkur grunar. Látum ekki líðast að barn sé beitt ofbeldi.


Aumingja vondu karlarnir.....

Byggi hugleiðingu mína í dag á frábærri samantekt Ingólfs V. Gíslasonar sem unnið var á vegum nefndar um aðgerðir gegn ofbeldi.

Ofbeldi í nánum samböndum er alvarlegt þjóðfélagsmein á
Íslandi líkt og í öðrum löndum. Það dregur úr möguleikum og lífsgæðum þeirra sem verða fyrir en það eitrar líka út frá sér og setur mark á alla samfélagsþróun.

Ofbeldi í nánum samböndum er eitt af þeim samfélagsmeinum sem við getum dregið verulega úr og í leiðinni minnkað þann mikla skaða sem einstaklingar sem beittir hafa verið ofbeldi verða fyrir. Fyrir okkur öll sem samfélag er þetta mikilvægt.

Enginn á að þurfa að búa við ofbeldi og hér verður bent á nokkra þætti sem ættu
að geta dregið almennt úr ofbeldi gegn konum.

Ábyrgð okkar allra er mikil en auðvitað er það svo að sumir faghópar eru í betri aðstöðu en aðrir til að sjá einkenni ofbeldis og geta þá og eiga að bregðast við því.

Samkvæmt Alþjóða heilbrigðisstofnunar hafa milli 10% og 50% kvenna í heiminum verið beitt líkamlegu ofbeldi af maka. Árið 1998 var ofbeldi sem konur voru beittar af nákomnum aðila í tíunda sæti dánarorsaka kvenna á
aldrinum 15-44 ára (World Health Organization 2000a). Sláandi ekki satt?

Hérlendis er skilgreining Samtaka um kvennaathvarf
þannig, "Heimilisofbeldi er þegar einn fjölskyldumeðlimur kúgar annan í skjóli friðhelgi heimilisins og tilfinningalegrar-, félagslegrar- og fjárhagslegrar bindingar" (Samtök um kvennaathvarf 2006, 6)

Það eru margar skilgreiningar til um hvað heimilisofbeldi sé en í grundvallaratriðum snýst málið alltaf um það sama. En það er valdbeiting sem er beitt í kúgunarskyni og tengist manneskju sem tengd er geranda tilfinningaböndum.

Það sem flestum dettur í hug þegar talað er um heimilisofbeldi eru barsmíðar. En dæmi um líkamlegt ofbeldi getur verið að manneskja sé slegin, hrist, kýld, sparkað í hana, bitin, brennd, klóruð, slegin með flötum lófa, bundin, rassskellt, kæfð,tekin kverkataki, hlutum hent í hana og fleira og fleira...Getur endað með að manneskjan er drepin.
Oftar en ekki eru áverkarnir á stað sem yfirleitt er hulinn öðrum, eins og brjóstum, kviðarholi eða fótum.

Svo er það andlegt ofbeldi en það felur í sér niðurlægjandi hegðun sem hefur það að markmikði að stjórna konunni, vera með vald yfir henni. Hér er ekki verið að tala um rifrildi milli hjóna heldur er þetta hegðun sem einungis leiðir til stjórnunar þess sem henni beitir eða styrkir slíka stjórnun. Dæmi um andlegt ofbeldi er t.d. niðurlægjandi athugasemdir eins og "þú ert svo heimsk", ógnanir um að skemma eitthvað, fara með börnin frá hinu foreldrinu, skaða þau eða sjálfan sig. Einnig er mikið notað þegar um er að ræða útlenskar konur að koma þeim úr landi en halda börnunum eftir. Svo er ýmiskonar eftirlit hluti af þessu andlega ofbeldi, eins og að skoða póst, fylgjast með hvar makinn er, hringja í sífellu.

Ásakanir um geðveiki eða drykkju eða eiturlyfjaneyslu er einnig eitt dæmið. Svo er það einangrun, það að fara með fjölskylduna eitthvað frá vinum og fjölskyldu, takmarka heimsóknir og símtöl. Svo er það sífelld gagnrýni, svívirðingar, hróp og öskur, afneitun ofbeldisins og niðurlæging....

Kynferðislegt ofbeldi er einnig eitt dæmið um það hvað ofbeldismenn ganga langt...
Dæmi um slíkt ofbeldi er t.d. þvingun til kynlífs. Kynferðislegar svívirðingar, þvingað vændi, þvingað áhorf á klám, þvinguð þátttaka með öðrum í kynlífi, óviðeigandi kynferðislegt tal um maka um þær sjálfar, systur eða vinkonur.

Eitt af því sem kannað hefur verið er ástæða þess afhverju beita þessir menn konurnar sínar ofbeldi....Eitt af því er ofbeldi sem þeir virðast læra á æskuheimili sínu...Börn sem upplifa ofbeldi á æskuheimilum eru líklegri til að beita ofbeldi en þau sem ekki verða fyrir slíku. Stór hluti þeirra sem verða vitni að ofbeldi föður gegn móður endurtaka þá hegðun í sinni eigin sambúð. Strákarnir endurtaka hana þannig að þeir leggja hendur á maka sinn en stelpurnar eru líklegri til að umbera ofbeldi.

Svo spyr samfélagið "afhverju fara þessar konur ekki frá mönnunum"? Svarið við því er á þrjá vegu...Í fyrsta lagi þá fara þær, þær skilja við mennina og fara. Í öðru lagi er sú grafalvarlega staðreynd að ofbeldið hættir ekki þótt þær fari og sumar konur telja að þeim sé betur borgið með ofbeldismanninum þar sem kannanir sýna að þær eru oftar en ekki drepnar af ofbeldismönnunum ef þær fara. Nú svo í þriðja lagi að þegar búið er að kúga konu og segja henni að hún sé heimsk í fjöldamörg ár þá er lítið eftir og trúir hún því staðfastlega að hún gæti ekki komist af ein.

En afhverju segja þær ekki frá ofbeldinu? Ástæður þar eru margar en m.a. Þær eru hræddar við afleiðingarnar ef þær segja frá, sumar konur líta ekki á að þær búi við ofbeldi, þær óttast að missa börnin frá sér ef þær segja frá. Svo óttast þær að það trúi þeim enginn, sérstaklega ef það eru engir líkamlegir áverkar.

En hvað er til ráða?

Ljóst er að ofbeldi gegn konum í nánum samböndum er ákaflega alvarlegt mál og ósásættanleg skerðing á lífsgæðum manneskju. Það er því mikilvægt að draga sem fyrst úr ofbeldinu og aðstoða þann sem fyrir því verður eins fljótt og auðið er. Öryggi er mikilvægt og að þeim sé trúað og þeim sé sýnd virðing. Gott er ef ein manneskja sinni aðstoðinni þar sem það er ákaflega erfitt fyrir þolanda að segja sögu sína aftur og aftur, margendurtaka frásögnina og rekja aftur og aftur persónuleg atriði er þyngra en marga grunar. Einnig er aðstoð við börn ákaflega mikilvæg.

Það sem kanski er best er styrking, það að styrkja manneskjuna sem er mölbrotin eftir áralanga kúgun og óöryggi ætti að vera það sem unnið er með af fullum móð.

Þetta er orðið langt blogg hjá mér í dag en þegar ég renni yfir þessa hluti og afla mér upplýsinga af fræðilegum toga sé ég svo ekki er um að villast hversu lengi systir mín bjó við heimilisofbeldi, hún hefur aldrei fengið neina aðstoð til að vinna úr því, en stendur ennþá upprétt og gerir um aldur og ævi....Þar sem hún kaus að fara, fara og láta ekki lítinn mann sem gat ekkert annað en níðst á konum og börnum að brjóta sig meira niður...Já þessir menn eru litlir og eiginlega svo litlir að þeir eru bara eins og skítur undir skónum hjá manni....Ef þeir halda virkilega að þeir eigi síðasta orðið þá er það misskilningur...Samfélagið stendur upp móti ofbeldismönnum...

Konur sem lifa í ótta í skugga heimilisofbeldis, munið að þið eruð stærri, meiri og betri manneskjur en þeir sem beita ofbeldi...Munið líka að hversu hræðilegt sem lífið er þessa stundina þá getið þið allt....Þið getið allt...

Hvet ykkur sem ekki hafið hugmynd um hvað heimilisofbeldi er að kynna ykkur málið þar sem þetta er útbreiddara en þið gerið ykkur grein fyrir. Og því fleiri sem kynna sér málið verður til þess að ofbeldismenn eiga sér ekki viðreisnar von....Útskúfum alla ofbeldismenn...Áfram ísland!


Nýtt fangelsi nei takk....

Að mínu mati ætti að sleppa því að byggja nýtt fangelsi....
Já það ætti að senda útlenda fanga til síns heima og ef vantar ennþá pláss þá væri hægt að nýta gamla heimavistaskóla sem eru víða um land undir þá....

Það sem ætti að byggja fyrir peningana væri að mínu mati fleiri hjúkrunarheimili út um allt land.....Eldri Íslendingar hýrast nú í litlum vistarverum á hjúkrunarheimilum og deila herbergjum með öðrum...Þeir fá ekki endilega að eyða síðustu árunum í sinni heimabyggð heldur eru þeir fluttir á milli staða og fá herbergi með ókunnugri manneskju. Launin þeirra fara í að borga fyrir þjónustuna en þess skal getið að eldri Íslendingar hafa unnið hörðum höndum allt sitt líf að uppbyggingu okkar lands. Já þeir þurfa að borga fyrir sig því ekkert er ókeypis....

Eða jú það er ókeypis að lenda í fangelsi...Þar færðu heitan mat, getur stundað það nám sem þú villt, stundað líkamsrækt frítt(mánuður í heilsurækt kostar okkur hin 10,500 kr) og að auki færðu laun fyrir létta og skemmtilega vinnu....

Þannig að á hvorum staðnum eru meiri mannréttindi?????

Eldri íbúar þessa lands eiga það inni hjá okkur yngra fólkinu að það sé hlúð að þeim í hvívetna og alúð og rækt sé sett í mál aldraðra...Því án þeirra væru við ekki svipur hjá sjón!

Gefum öldruðum áhyggjulaust ævikvöld.....


Hvar er samhjálpin...

Jæja enn einu sinni....

Ég hef mikið verið að velta fyrir mér já við skulum segja alltof mörgum hlutum...

Þegar afi minn var ungur þá hjálpuðust allir að, ef einhver veiddi sel þá var umsvifalaust farið með bita á næstu bæji. Ef einhverjir voru að byggja sér hús þá flyktust menn frá næstu bæjum að til að hjálpa. Sko þeir tóku ekkert fyrir þeir fundu þörf hjá sér til að hjálpa. Fólk vildi ekkert í staðinn, bara fá að hjálpa.

Ég sjálf finn hjá mér þessar þarfir, þ.e. að hjálpa öðrum og vil ekkert í staðinn. Ekki neitt, ekki einu sinn þakkir. Því fyrir mér er það svo eðlilegt að ef ég get hjálpað einhverjum að ég geri það hikstalaust.

Ég hef upplifað góða hjálp frá fólki nú á síðustu misserum sem hefur rétt hjálparhönd og ekki beðið um neitt í staðinn. Það er notalegt að finna fyrir þvílíkum stuðningi.

Mér hefur hins vegar sýnst og í guðs bænum ekki móðgast en þá eru það þeir sem eiga erfiðast með að hjálpa sem eru að leggja fram hjálparhönd. Þeir sem eiga nóg af öllu eru síst líklegir til að hjálpa öðrum. ÉG vil taka það fram að þetta er bara mín tilfinning og það sem ég hef séð í gegnum mikil og erfið veikindi móður minnar sem engan enda ætla að taka og svo hörmungarmál systur minnar þar sem hún veður eld og brennistein til að bjarga börnunum sínum.

Ég t.d. sakna gamallar afasystur minnar sem hefði örugglega verið búin að leggja sitt af mörkum þótt hún ætti ekki mikið afþví að þannig var hún. Símtal frá henni var á við öll heimsins auðævi en hún vildi hjálpa með öllum ráðum og dáðum. Og ég er ekki endilega að tala um að hjálpin þurfi að vera í formi peningagjafa, þvert á móti. Símtal til hughreystingar, klapp á bak, óvænt heimsókn til að athuga hvernig viðkomandi líður getur bjargað mörgu. Það er okkur svo mikilvægt að tilheyra og að finna að maður sé einhvers virði.

Ég vona að ég móðgi engan þótt ég leyfi mér að segja að fólk í dag er flest að hugsa um sjálft sig og gefur sér ekki tíma eða hefur ekki tíma til að huga að samferðarmönnum sínum. Ég skil að brauðstritið tekur tíma en ég vil meina að við getum öll hjálpað einhverjum. Auðvitað ekki öllum en einhverjum....

Ætli uppeldi afa míns í Holti hafi ekki skilað mér því að mér er ætlað að bera hag annara fyrir brjósti, og berjast fyrir þeim sem minna mega sín. Ég geri það, ég berst fyrir þeim sem geta ekki barist sjálfir. Eflaust taka því margir illa og telja að ég sé helvítis frekja og trunta sem er að skipta mér af öllu sem mér kemur ekki við...En ég held áfram og læt mig aðra varða afþví að þannig er ég. Ég gæti aldrei þagað þunnu hljóði bara til að hafa alla góða.... Ég væri kanski vinsælli þannig...En ég er þess fullviss að afi í Holti horfir til mín og hugsar; gott hjá þér elskan mín.....

Finnið ykkur eitthvað góðverk í dag......


Með leyfi á ofbeldi á börnum....

Sumir eru með byssuleyfi..En nú virðist það vera þannig í Danmörku að menn eru með leyfi fyrir því að beita börn ofbeldi.

Já þið lásuð rétt engar rjúpna eða gæsaveiðar hér á ferðinni....

Ég þekki nokkrar systur í Danmörku sem eru sendar nauðugar til pabba síns um hverja helgi...Já lögin segja að hann eigi þennan rétt. Gott og vel og frábært ef börnin væru ekki beitt ofbeldi hverja helgi.

Kanski er það versta í þessu að í Danmörku er þetta liðið. Já þegar búið er að taka myndir af áverkunum (auðvitað ekki hægt að taka myndir af hinu hræðilega andlega ofbeldi) og fara til lækna sem eru miður sín yfir þessum hörmungum sem börnin eru látin þola þá tekur við að fara í félagsmálabatteríið þar ytra, Komununa.

Þar er ekki tekið á þér með silkihönskum ó nei. Barnið er tekið til yfirheyrslu og segir það sem búið er að gera henni. Það þykir samt ekkert svo slæmt...Nei hvað þarf til að þeir vakni þessir þrjótar? Við sem fylgjumst með fréttum daglega sjáum mjög reglulega ljótar fréttir frá Danmörku þar sem Komunan hefur brugðist og börn hafa verið hrottalega misnotuð, misboðið og beitt svo grófu ofbeldi að maður kiknar og er dofin yfir mannvonskunni sem til er...Þess skal getið að Danmörk er held ég ótrúlega sér á parti þegar kemur að þessum málum allavega sýna rannsóknir það. Ætlum við að láta Dani eyðaleggja æsku Íslands?

Móðir barnanna ræddi við sálfræðing sem átti ekki til eitt orð yfir þær hörmungar sem hún og börnin hennar hafa þurft að þola og var yfir sig hissa á því að móðirin sæti yfirleitt þarna fyrir framan hana lifandi eftir þetta allt...

Ég hef reynt að fá fjölmiðla til að taka þessi mál upp en án árangurs...Það er mun meira mál að fjalla um gallaða sílikon púða í brjóstin en að tala um ofbeldi á börnum já mun mikilvægara....Ég skammast mín...

Ég hef leitað víða eftir hjálp...Reyndar finnst mér það undarlegt að við árið 2012 séum svo miklir aumingjar að við getum ekki hjálpað börnum sem verða fyrir ofbeldi....Mér finnst við óttalegir aular og ég skammast mín fyrir okkur....Já ég er orðin ansi þreytt á þessari vitleysu þar sem verið er að eyðaleggja börn á meðan við fullorðnafólkið gerir ekkert.

En nú er mál að linni ég óska eftir því að þið hjálpið mér að bjarga börnunum...


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband