Hvar er samhjálpin...

Jæja enn einu sinni....

Ég hef mikið verið að velta fyrir mér já við skulum segja alltof mörgum hlutum...

Þegar afi minn var ungur þá hjálpuðust allir að, ef einhver veiddi sel þá var umsvifalaust farið með bita á næstu bæji. Ef einhverjir voru að byggja sér hús þá flyktust menn frá næstu bæjum að til að hjálpa. Sko þeir tóku ekkert fyrir þeir fundu þörf hjá sér til að hjálpa. Fólk vildi ekkert í staðinn, bara fá að hjálpa.

Ég sjálf finn hjá mér þessar þarfir, þ.e. að hjálpa öðrum og vil ekkert í staðinn. Ekki neitt, ekki einu sinn þakkir. Því fyrir mér er það svo eðlilegt að ef ég get hjálpað einhverjum að ég geri það hikstalaust.

Ég hef upplifað góða hjálp frá fólki nú á síðustu misserum sem hefur rétt hjálparhönd og ekki beðið um neitt í staðinn. Það er notalegt að finna fyrir þvílíkum stuðningi.

Mér hefur hins vegar sýnst og í guðs bænum ekki móðgast en þá eru það þeir sem eiga erfiðast með að hjálpa sem eru að leggja fram hjálparhönd. Þeir sem eiga nóg af öllu eru síst líklegir til að hjálpa öðrum. ÉG vil taka það fram að þetta er bara mín tilfinning og það sem ég hef séð í gegnum mikil og erfið veikindi móður minnar sem engan enda ætla að taka og svo hörmungarmál systur minnar þar sem hún veður eld og brennistein til að bjarga börnunum sínum.

Ég t.d. sakna gamallar afasystur minnar sem hefði örugglega verið búin að leggja sitt af mörkum þótt hún ætti ekki mikið afþví að þannig var hún. Símtal frá henni var á við öll heimsins auðævi en hún vildi hjálpa með öllum ráðum og dáðum. Og ég er ekki endilega að tala um að hjálpin þurfi að vera í formi peningagjafa, þvert á móti. Símtal til hughreystingar, klapp á bak, óvænt heimsókn til að athuga hvernig viðkomandi líður getur bjargað mörgu. Það er okkur svo mikilvægt að tilheyra og að finna að maður sé einhvers virði.

Ég vona að ég móðgi engan þótt ég leyfi mér að segja að fólk í dag er flest að hugsa um sjálft sig og gefur sér ekki tíma eða hefur ekki tíma til að huga að samferðarmönnum sínum. Ég skil að brauðstritið tekur tíma en ég vil meina að við getum öll hjálpað einhverjum. Auðvitað ekki öllum en einhverjum....

Ætli uppeldi afa míns í Holti hafi ekki skilað mér því að mér er ætlað að bera hag annara fyrir brjósti, og berjast fyrir þeim sem minna mega sín. Ég geri það, ég berst fyrir þeim sem geta ekki barist sjálfir. Eflaust taka því margir illa og telja að ég sé helvítis frekja og trunta sem er að skipta mér af öllu sem mér kemur ekki við...En ég held áfram og læt mig aðra varða afþví að þannig er ég. Ég gæti aldrei þagað þunnu hljóði bara til að hafa alla góða.... Ég væri kanski vinsælli þannig...En ég er þess fullviss að afi í Holti horfir til mín og hugsar; gott hjá þér elskan mín.....

Finnið ykkur eitthvað góðverk í dag......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góður og sannur pistill hjá þér Ragga mín þú og þið öll eruð svo dugleg og eigið heiður skilið kv Hafey

Hafey (IP-tala skráð) 23.2.2012 kl. 12:05

2 identicon

Ragga mín! Ég hef þekkt fólk eins og hann Hauk afa þinn í Holti - og einmitt þekkti systur hans þrjár sem ekkert máttu vita aumt. Það fékk ég að reyna á eigin skinni þegar ég og mín fjölskylda áttum erfitt. Ég held að ég sé svolítið með þetta í mér - alinn upp við að hjálpa ef maður getur, en er kannski ekki nógu dugleg við það samt. En ef ég mögulega get er ég hér og tilbúin að rétta hjálparhönd, veit bara ekki alltaf hvað ég get gert til hjálpar. Kveðja og knús.

Aðalheiður F. Björnsdóttir (IP-tala skráð) 23.2.2012 kl. 15:08

3 identicon

Hjálpsemi er einn af fallegri eiginleikum sem manneskju er gefinn. Það er líka ákaflega góð og gefandi tilfinning að uppskera og finna þakklætið og gleðina þegar maður hefur hjálpað öðrum. Þá er ég að tala um þessa tilfinningu sem liggur í loftinu en ekki orð.

Íris Gísladóttir (IP-tala skráð) 23.2.2012 kl. 18:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband