Með leyfi á ofbeldi á börnum....

Sumir eru með byssuleyfi..En nú virðist það vera þannig í Danmörku að menn eru með leyfi fyrir því að beita börn ofbeldi.

Já þið lásuð rétt engar rjúpna eða gæsaveiðar hér á ferðinni....

Ég þekki nokkrar systur í Danmörku sem eru sendar nauðugar til pabba síns um hverja helgi...Já lögin segja að hann eigi þennan rétt. Gott og vel og frábært ef börnin væru ekki beitt ofbeldi hverja helgi.

Kanski er það versta í þessu að í Danmörku er þetta liðið. Já þegar búið er að taka myndir af áverkunum (auðvitað ekki hægt að taka myndir af hinu hræðilega andlega ofbeldi) og fara til lækna sem eru miður sín yfir þessum hörmungum sem börnin eru látin þola þá tekur við að fara í félagsmálabatteríið þar ytra, Komununa.

Þar er ekki tekið á þér með silkihönskum ó nei. Barnið er tekið til yfirheyrslu og segir það sem búið er að gera henni. Það þykir samt ekkert svo slæmt...Nei hvað þarf til að þeir vakni þessir þrjótar? Við sem fylgjumst með fréttum daglega sjáum mjög reglulega ljótar fréttir frá Danmörku þar sem Komunan hefur brugðist og börn hafa verið hrottalega misnotuð, misboðið og beitt svo grófu ofbeldi að maður kiknar og er dofin yfir mannvonskunni sem til er...Þess skal getið að Danmörk er held ég ótrúlega sér á parti þegar kemur að þessum málum allavega sýna rannsóknir það. Ætlum við að láta Dani eyðaleggja æsku Íslands?

Móðir barnanna ræddi við sálfræðing sem átti ekki til eitt orð yfir þær hörmungar sem hún og börnin hennar hafa þurft að þola og var yfir sig hissa á því að móðirin sæti yfirleitt þarna fyrir framan hana lifandi eftir þetta allt...

Ég hef reynt að fá fjölmiðla til að taka þessi mál upp en án árangurs...Það er mun meira mál að fjalla um gallaða sílikon púða í brjóstin en að tala um ofbeldi á börnum já mun mikilvægara....Ég skammast mín...

Ég hef leitað víða eftir hjálp...Reyndar finnst mér það undarlegt að við árið 2012 séum svo miklir aumingjar að við getum ekki hjálpað börnum sem verða fyrir ofbeldi....Mér finnst við óttalegir aular og ég skammast mín fyrir okkur....Já ég er orðin ansi þreytt á þessari vitleysu þar sem verið er að eyðaleggja börn á meðan við fullorðnafólkið gerir ekkert.

En nú er mál að linni ég óska eftir því að þið hjálpið mér að bjarga börnunum...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er algerlega sammála þér hvernig hugsanagangur er þetta hjá okkur að fara  illa með börn þau eru undantekningarlaust saklaus mér ofbýður þetta allt saman.

Ah (IP-tala skráð) 10.1.2012 kl. 17:47

2 identicon

það er umræða um þetta á Barnalandi ef þú vilt kíkja

Steina (IP-tala skráð) 10.1.2012 kl. 18:22

3 identicon

Ef ég get lagt lið þá skal ég gera það. Spurning hvað get ég gert?

Bestu kveðjur

Anna Hrefnu

Annna Hrefnudóttir (IP-tala skráð) 10.1.2012 kl. 19:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband