Viljum við að æska landsins sé flutt nauðungafluttningum frá landinu?

Já þegar stórt er spurt er fátt um svör....

Eins og í síðasta bloggi erum við gjörsamlega máttvana og skiljum ekki illsku embættismanna þessa lands. Það eina sem embættismenn skilja virðist vera lög og reglugerðir.

Hvenær ætlar fólk að vakna upp af þessum svefni sem það sefur? Hversu mörg Breiðavíkurmál á að greiða miskabætur fyrir? Hversu mörg líf þarf að fórna?

Afhverju þorir þetta fólk sem við kjósum til Alþingis ekki að standa í fæturna og bjarga æsku landsins? Afhverju er ennþá fólk í háttsettum embættum sem er ekki starfi sínu vaxið?

Og afhverju er ekki hlustað á börnin? Hver fann upp á þeirri frægu setningu "að börn eigi að njóta vafans í öllum ofbeldismálum"? Afhverju njóta börn ekki vafans á íslandi?

Í máli systur minnar höfum við ekki farið fram á sérmeðferðir gagnvart okkur, síður en svo við höfum alla tíð sagt að við viljum að hið rétta komið í ljós. Það hefur Barnavernd ekki áhuga á. Barnavernd taldi best að losa sig við þetta ljóta og leiðinlega mál og vísa því til Danmerkur þar sem mikið ofbeldi var framið á börnunum. Já þetta fólk er að losa sig undan ábyrgð. Viljum við svoleiðis fólk í vinnu hjá okkur? Ég myndi ekki ráða ábyrgðarlaust fólk í vinnu hjá mér.

Við höfum krafist í þrjú ár hjálpar við að börn fái rétt á að tjá sig. Fái að segja hvað þau vilja. Afhverju var það svo erfitt? Við hvað var fólk hrætt? Getur verið að veigamikil mistök hafi átt sér stað í þessu máli oftar en einu sinni og það sé verið að hylma yfir með fólki?

Við kjósendur höfum réttinn, við ákveðum hvaða fólk sest að á Alþingi og í bæjarstjórnum um landið. Finnst ykkur þetta fólk hæft til að vinna vinnuna sína?

Fólkið sem vinnur á Alþingi er ekki starfi sínu vaxið ef það hefur ekki áttað sig á að æska landsins er það mikilvægasta sem við eigum....Án hennar erum við ekki þjóð...Við sem kjósendur skulum ekki láta þetta fólk sem nú ræður öllu halda áfram í sínum störfum...Því þá gætum við lent í því að stór hluti barnanna okkar verði flutt nauðugt úr landi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það ber líka að bera virðingu fyrir því að börn eiga föður en það hefur oft gleymst í umræðunni. Ég var einu sinni barnið í svona máli og kann móður minni litlar þakkir fyrir. Hún virtist halda að ég væri best sett hjá henni hvar sem hún væri stödd í heiminum og sagði öllum að pabbi minn væri ekki fær um að axla þá ábyrgð að ala mig upp þó hann vildi það gjarnan. Allir hlustuðu á hana og trúðu hverju orði en staðreyndin var sú að við bjuggum við ofbeldi stjúpa míns og skildi það eftir ör sem seint verða læknuð. Mikið vildi ég óska þess að lögreglan hefði komið og sótt mig. Pabbi minn var og er enn, yndislegur maður sem mér líður alltaf vel hjá, bara svo það sé tekið fram.

Nú í dag er ég stjúpmóðir barna sem líða mikið andlegt ofbeldi og vanrækslu hjá móður sinni og mega ekki búa hjá okkur þrátt fyrir að hafa margbeðið um það. Lygasögunar sem koma frá þeim bæ eru hreint út sagt ævintýralegar á stundum. Um okkur hjónin á ég þá við. Þessi reynsla hefur kennt mér að treysta varlega orðum sem falla í forræðismálum almennt. Börn eiga rétt á hafa frjáls samskipti við báða foreldra. Ef annað foreldrið vanvirðir það þá verða yfirvöld því miður að grípa inn í.

Týndabarnið (IP-tala skráð) 2.7.2012 kl. 12:21

2 Smámynd: Ragnheiður Rafnsdóttir

Það er gott að heyra að þú eigir góðan föður týnda barn!

Börn systur minnar eiga það því miður ekki....Mikilvægt að fólk kynni sér hvert mál því þau eru ólík....

Leiðinlegt að heyra með stjúpbörn þín en þau eru sannarlega heppin að eiga þig að. Börn systur minnar eiga enga að í Danmörku því miður.

Ragnheiður Rafnsdóttir, 2.7.2012 kl. 12:54

3 identicon

Ég þakka góðar kveðjur og vona að börnum systur þinnar farnist vel. Ég held að rétt sé að taka fram að ég var ekki að leggja dóm á mál barnanna í fjölskyldu þinni. Ég var einfaldlega að benda á að það getur reynst yfirvöldum erfitt að taka ákvarðanir í svona viðkvæmum málum einungis út frá orðum móður því það er ekki algilt að mæður segi sannleikann og því þurfa yfirvöld haldbærar sannanir.

Ef systir þín er með lögregluskýrslur frá Danmörku um heimilisofbeldi er ég hissa að dómsvöld þar skyldu ekki hafa dæmt henni forræði. Ég hef persónulega enga trú á að dómstólar hafi það i hendi sér að dæma sameiginlegt forræði því ef foreldrar barna gætu unnið í sameiningu þá myndu þeir einfaldlega semja um slíkt forræði í stað þess að mæta fyrir dóm.

Týndabarnið (IP-tala skráð) 2.7.2012 kl. 13:56

4 identicon

Ad thad skuli enn thurfa ad pósta thessu, eftir allar thessar umrædur um málid. Lesa hér um hvernig danska réttarkerfid hagar sér í svona málum:

http://www.metroxpress.dk/nyheder/dansk-statsborgerskab-trumfer-barnets-bedste/KObkkb!FOGMXVtruNxY/#.T8qa0nByKuo.facebook

http://www.metroxpress.dk/nyheder/voldelig-far-far-fuld-forldremyndighed/KObkkb!ubUQlFxkuDziw/#.T8qbQYWdfiI.facebook

http://portal.foreignersindenmark.dk/forum/forum_posts.asp?TID=3888&PN=65

 Bædi mannréttindasamtök sameinudu thjódanna og dómstóll evrópusambandsins hafa startad opinberum rannsóknum mannréttindabrotum danska réttarkerfisins í svona málum.

Sigrún Gudfinna Björnsdóttir-Ninna (IP-tala skráð) 6.7.2012 kl. 12:01

5 Smámynd: Þórdís Bachmann

Vonandi ferðu inn á þessa færslu, Ragnheiður.

Beztu óskir til barnanna og ykkar systra.

Þetta er úr danskri grein um lögin sem verið er að fara eftir. Greinin er frá 22. janúar 2012.

Semsé vilja ekki allir Danir lúta þessum lögum þegjandi, þegar í ljós hefur komið að þessi meginkrafa, um að LÁTA fráskila foreldra eiga samvinnu, gengur ekki upp nema þar sem allt er í lagi fyrir. Þar sem hefur átt sér stað ,,ánægjulegur" skilnaður, báðir aðilar eru sáttir, eiga gott bakland og líður almennt vel. Það er bara ekki tilfellið í a.m.k. fimmtungi mála. 1/5 tilfella.

Hér kemur fram, að vegna ,,massiv kritik af alle punkterne" hefur danska ríkisstjórnin ákveðið að breyta lögunum, aðeins fimm árum eftir að þau tóku gildi:

Fakta: Forældreansvarsloven

Forældreansvarsloven trådte i kraft den 1. oktober 2007 og havde primært til hensigt:

- at give barnet retten til begge forældre i overensstemmelse medFN’s børnekonvention.

- at få fraskilte forældre til at samarbejde. xx

- at styrke fædres retsstilling i ligestillingens navn. xx

På grund af massiv kritik af alle punkterne har regeringen besluttet, at loven skal revideres blot fem år efter, den trådte i kraft. xx

Eksperterne på området kritiserer det øgede konfliktniveau, som den forbedrede retssikkerhed for forældrene har medbragt, fordi det giver forældrene mulighed for at køre adskillige sager, der fastholder barnet i konflikten. xx

Annette Kronborg, jurist, skrev bogen ’Forældreansvarsloven – når der er vold i familien’ ønsker den fælles forældremyndighed afskaffet, der betyder en tilbagerulning af forældreansvarslovens hovedsag: x

»Vi ved godt, at det er traumatiserende for børn med tvangsfuldbyrdelser af afgørelser om samvær, men vi gør det alligevel — for ellers ryger hele grundlaget for loven,« siger hun og påpeger, at de negative konsekvenser allerede var beskrevet i lovforarbejdet.

»Det er jo en selvindlysende sandhed, men loven lægger op til, at det er forældrenes ansvar. Og at det er forældrene, der skader børnene ved at fastholde konflikten, selv om loven i sig selv lægger op til det. x Desuden er sager mellem forældre typisk en kæmpe personlig belastning og til tider økonomisk ligeså.« x

Kronborg mener, at loven er bygget på en glansbilledforestilling om kernefamilien, som selv efter en skilsmisse skal bestå i sin naturlige form med en far og med en mor, der løser problemerne i fællesskab:

,,Forældreansvarsloven ser helt bort fra det faktum, at en rolig barndom hos en enlig forælder kan være langt bedre for barnet end en barndom fanget i en konflikt mellem mor og far."

Konsekvenser

Annette Kronborg er ikke alene om at kritisere forældreansvarsloven. Der gik ikke længe fra loven trådte i kraft i 2007, før de forskellige fagfolk og foreninger råbte op. xx Allerede et år efter dens implementering ønskede flere politikere og fagfolk den revideret. Flere foreninger er enige om, at børn i højere grad bliver trukket igennem endeløse sager hos domstolene og møder i statsforvaltningen. For når loven lægger op til en øget ligestilling mellem de to forældre, resulterer det i en længerevarende krig mellem forældrene, x lyder det fra langt de fleste debattører på området.

Þórdís Bachmann, 7.7.2012 kl. 17:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband