Tilfinningarnar....

Á síðustu tæpu þrem árum höfum við fjölskyldan gengið í gegnum hreint helvíti þar sem við höfum barist við hlið systur minnar....Hún sjálf hefur verið ótrúleg allan tíman og fallegt að horfa á ást hennar á börnunum sínum...Hún er besta mamma sem ég hef séð að öðrum góðum mæðrum ólöstuðum, hún hefur alltaf tíma fyrir þau, er vinur þeirra og lifir fyrir þau.

Við höfum öll verið í rússíbana á þessum tíma, sett upp í hann hvað eftir annað jafnvel þótt við séum ekkert fyrir rússíbanaferðir. Við höfum líka líkt þessu við sápuóperu af verstu gerð þar sem við erum aðalleikararnir jafnvel þótt okkur langi ekkert að vera leikarar...

Tilfinningarnar eru búnar að fara út og suður, í hringi fram og aftur, upp og niður og taugarnar hafa verið þandar of lengi...

Þessum óþægindum er ekki hægt að venjast því miður, það er ekki hægt að segja að maður myndi þol við svona hremmingum. En maður veit fyrir hverju maður er að berjast og gefst aldrei upp. Réttindi barna eru málaflokkur sem fleiri mættu berjast fyrir. T.a.m. fólk sem vinnur í barnavernd á Íslandi, embættismenn, alþingismenn og ráðherrar, sýslumenn, lögreglan, kennarar, leikskólakennarar, hjúkrunarfræðingar, læknar...Já listinn er óendanlegur yfir fólk sem ætti að standa upp og berjast fyrir réttindum barna.

Í gegnum þennan darraða dans höfum við talað við þó nokkuð marga "fagmenn" og margir hafa sagt þetta er hræðilegt, en ég get ekkert gert, ég gæti misst vinnuna ef ég myndi gera eitthvað...Eru þetta eðlileg svör þegar fólk horfir á hræðilegar áverkamyndir af 7 ára gömlu barni? Nei ég tel ekki...Sem fagmanneskja myndi ég gera allt fyrir barn sem ætti í vandræðum, hvað þá ef það er beitt allskonar ofbeldi....

Ég er að segja að ég myndi gera allt fyrir barnið þitt..

Það sem við höfum líka séð er að fólki finnst þetta óþægilegt og vill komast sem lengst í burtu frá þessu, reyna að gleyma þessu bara..."Já það er best að reyna að halda áfram sínu lífi, fara í ferðalög, gróðursetja með börnunum, fá okkur hund það gæti hugsanlega slegið á". Sannleikurinn er samt sá að þú veist alltaf innan með þér að þú kaust að gera ekkert þegar lif barna lá við og fyrir það muntu varla eiga góða daga framundan...

Að yfirmaður barnaverndar á Íslandi hafi haft undir höndum sannanir að 7 ára gamalt barn var beitt ofbeldi og kaus að gera ekkert nema að senda barnið aftur til ofbeldismannsins segir kanski það sem segja þarf um Barnavernd á Íslandi....Mjög margir hafa stigið fram og trúað okkur fyrir hræðilegum sögum þeirra og samskipti við þetta bákn...Er það eðlilegt? Nei segi ég það er hægt að vinna að barnavernd með góðum hætti og þannig að í felist vernd fyrir börnin, ekki fyrir foreldrana....Barnavernd er nefnilega að vernda ofbeldisfulla foreldra hægri vinstri án þess að blikka auga...Og við með því að segja ekkert eða gera ekkert gefum þeim bara leyfi til þess....

Núna verða hlutirnir að breytast gott fólk...Barnavernd á Íslandi á að vernda börn. Punktur.

Og ég hef fulla trú á að nú muni þjóðin ekki líða lengur þessar hörmungar....Fólkið í landinu er nefnilega brjálað yfir meðferðinni á börnunum þar sem "Barnavernd Kópavogs" var að verki og fór með offorsi áfram....Meðferð þar sem saklaus börn voru rifin úr hlýjum móðurfaðmi og fyrst sett í fóstur þar sem þeim leið hræðilega að eigin sögn og var gert þar sem "faðirinn" sem á hlut að máli kom ekki strax, þorði því ekki....En svo án þess að blikka auga voru þau sett upp í flugvél, án þess að mega kveðja mömmu sína eða stóra bróður og bara gjörðu svo vel herra ofbeldismaður hér eru börnin þín sem þú ert búin að beita ofbeldi lengi....Haltu bara áfram okkur er sama...."Við ætlum í sumarfrí með okkar eigin börnum og nennum þessu ekki, best að losna bara við þetta ljóta mál".

En sökum þessara afdrifaríku mistaka Barnaverndar á Íslandi með Braga Guðbrandsson í stafninum og hæstvirtan velferðarráðherra Guðbjart Hannesson sem stýrimann þá krefst ég þess að börn systur minnar verði komið hingað heim tafarlaust og málið rannsakað eins og rétt var að gera. Ég krefst þess að af þessu verði strax þar sem líf fjögra barna liggja við og ég efast um að þetta fólk vilji hafa barnslíf á samviskunni....

Ég læt ykkur um að googla siðblindu og lesa ykkur til um það hjá hvernig manni þær systur dvelja þessa dagana....

p.s. ef einhver vill kæra mig fyrir þessi orð þá bara gjörið svo vel...Get tekið við öllu....Ég er með sannanir máli mínu til stuðnings.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: lady

ég styð ykkur af heilum huug elsku Ragnheiður mín ég er með blogg síðu sem er lady langar að vera blogg vinkona þín er bara búin gleyma hvernig ég adda nýjum blogg vinur,, ,gangi ykkur vél <3<3<3

lady, 9.7.2012 kl. 12:59

2 Smámynd: Ragnheiður Rafnsdóttir

Já ég vil sko eiga þig sem vin! Ég sé hvort ég kann það...

Kærleikskveðjur....

Ragnheiður Rafnsdóttir, 9.7.2012 kl. 13:12

3 identicon

Kata granni (IP-tala skráð) 9.7.2012 kl. 13:50

4 Smámynd: Ragnheiður Rafnsdóttir

Takk elsku Kata mín<3

Ragnheiður Rafnsdóttir, 9.7.2012 kl. 14:14

5 identicon

Ég mun örugglega aldrei skilja hvernig farið er með börn á Íslandi. Réttur barna virðist vera enginn og fólk sem á að vinna við að verja börnin okkar er bara að dunda sér í kapal og drekka kaffi trúlega.
Það er kannski gott að maður skilji ekki þessi vinnubrögð því þau eru ómanneskjuleg og enginn ætti að vinna vinnuna sína svona.

Heiða frænka (IP-tala skráð) 9.7.2012 kl. 16:25

6 identicon

Ég stið ykkur elskurnar og mín heitasta von er að litlu ljósin okkar komist heim STRAX það á enginn að þurfa að ganga í gegnum allt það sem þið fjölskyldan eruð að ganga í gegnum , risa knús og baráttukveðjur til ykkar allra .

Helga Vignisdóttir (IP-tala skráð) 9.7.2012 kl. 16:58

7 identicon

Ég stið ykkur heils hugar og vona svo sannalega að það verði eitthvað gert í þessu máli því að mér þykir ekkert eðlilegt hvernig hefur verið farið með 5 manna fjölskyldu sem er tætt í hendur ofbeldismanns og svo er bara dustað rikið af höndunum og lift öxlum og þetta lítur út einsog að þetta lið sem á að vernda börnin segi bara "ahh þá er þetta búið nennum ekki að hugsa meir um það" hann PÁLL SÝSLUMAÐUR Á HÖFN ætti líka að sjá sóma sinn og SKAMMAST SÍN fyrir sína hegðun í þessu máli og bara alveg kominn tíma á að hann víki úr sínu starfi þó fyrr hefði verið!

Baráttu kveðjur til ykkar allra

Sandra Lind Ingvaldsdóttir (IP-tala skráð) 9.7.2012 kl. 18:05

8 identicon

Langaði bara að senda knús og faðmlag og hvetja ykkur áfram.

Svanfríður (IP-tala skráð) 9.7.2012 kl. 21:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband