Breiðavíkurheimilið er ennþá opið á Íslandi árið 2012

Það virðist vera þannig að fólk sem kom að máli dætra Hjördísar hafi ekki skilið málið, ekki sýslumenn, félagsráðgjafar, barnaverndarstofa, barnaverndarráð, ráðherrar og fl. Þessir aðilar hafa sagt að Hjördís verði að hlíta dómi Hæstaréttar! Sá dómur var kveðinn upp í mars 2011 og Hjördís framfylgdi honum í apríl 2011 og kláraði forræðisdeiluna í Danmörku.

Í janúar 2012 var dóttir hennar lögð inn á sjúkrahús með áverka eftir föður, krónískan höfuðverk og vöðvabólgu. Það var í þriðja skiptið sem hún kom heim frá föður með áverka. Í öll skiptin var kommúnan látin vita, en ekkert gerðist. Enginn gerði neitt og var Hjördísi sagt að það væri bara verra að hafa samband við föður barnanna þar sem hann gæti orðið ennþá verri ef hann yrði böggaður með þessum ákærum.

Hjördís ákvað þá að nýta sér neyðarrétt sinn sem foreldri og vernda börnin sín og flýja með þau heim til Íslands. Þessi skref Hjördísar reyndust henni létt að því leiti til að hún hugsaði um það eitt að hún yrði að bjarga börnunum sínum þar sem allir höfðu brugðist þeim í Danmörku.

Ef rétt hefði verið staðið að málinu þá hefði faðirinn átt að leita réttar síns hér á Íslandi með því að fara í afhendingarmál en þar sem lögmaður hans vissi vel að það myndi tapast vegna nýrra gagna og viðtala við börnin, fann hún smugu til að fara í kringum lögin.

Þannig urðu skipti á lögmönnum föður þar sem fyrri lögmaður Valborg Snævarr hafði þegar gert samning við lögmann Hjördísar þess efnis að afhendingarmálið yrði látið niður falla þar sem Hjördís fór út 2011. Lára V. Júlíusdóttir tók við sem lögmaður föður barnanna og hún lét ekki myndir af áverkum á 7 ára gömlu barni stoppa sig né læknaskýrslur þar sem læknar tjáðu sig og voru mjög áhyggjufullir og sögðu að ofbeldið á barninu yrði sífellt verra og verra, nei Lára V. lét ekki svona litla hluti stoppa sig hún skyldi vinna málið og senda 3 saklaus börn í hendur á ofbeldismanni.....

Í samtölum okkar við aðra íslenska lögmenn þá segjast þeir aldrei hefðu leikið þennan leik sem Lára lék og fékk marga með sér í lið m.a. sýslumanninn á Höfn, þótt þeir hefðu verið lögmenn föður barnanna. Aldrei..... Þannig að flestir lögmenn hafa tilfinningar og sjá að rétt skal vera rétt.....
Til eru ákvæði í Haag samningnum sem segir að hægt sé að stoppa svona aðfararbeiðni ef liggur fyrir að andlegri og líkamlegri heilsu barna sé stefnt í voða með aðgerðinni. Heilsa þessara umræddu barna er verulega stefnt í hættu en þær eru sjálfar til frásagnar um það....Heimilt er líka fyrir yfirmann barnaverndar á Íslandi að láta kyrrsetja börnin vegna nýrra gagna....

Það var allt fyrir hendi til að kyrrsetja börnin nema vilji þeirra sem réðu á íslandi....

Hvernig tilfinning er það fyrir íslenska þjóð að þeir sem fara með mál þjóðarinnar þora ekki að bjarga íslenskum börnum frá ofbeldismanni? Hvað finnst ykkur um að fólk sé niðurlægt og barið niður eftir að hafa stigið út úr ofbeldissambandi?

Hvernig finnst ykkur sú staðreynd að börn trúi fólki t.d. konum hjá barnavernd kópavogs fyrir erfiðum hlutum, segja frá því hvað maður einn sé búinn að gera þeim, treysta þessum konum fyrir lífi sínu...Daginn eftir rífa þessar sömu konur börnin úr fangi mömmu sinnar, einu manneskjunnar sem hefur hugsað um börnin allt þeirra líf og færa í hendur ofbeldismanni? Fleiri og fleiri hafa komið að málinu, félagmálastjóri Hornafjarðarbæjar tók viðtöl við börnin og vissi hvernig þeim leið, hann vissi hvar þær vildu helst vera og tjáði okkur að hann vissi að Hjördís væri góð móðir. Hann þorði ekki að gera neitt, hræddur um að verða sjálfur ákærður...Yfirmaður Barnastofu á Íslandi á mörg email frá mér varðandi þessi mál, hann vissi hvernig ástandið var...Hann kaus í skjóli embættis síns að gera ekkert...Auðvitað er það kanski þægilegra fyrir alla að gera ekki neitt...

Ég persónulega myndi gera allt fyrir öll börn þeim til hjálpar...Sama þótt ég yrði kærð í kjöfarið...Þið getið treyst því að ég mun ef til þess kemur gera allt fyrir ykkar börn....

Þessu verður ekki gleymt og þessu verður heldur ekki tekið....Íslenska þjóðin vill ekki svona meðferð á börnum...

Árið 1952 voru nokkrir ungir drengir vistaðir á heimili í Breiðavík, það heimili starfaði til 1979 og beitti þessa saklausu ungu drengi ofbeldi þann tíma. Svartur blettur á íslenskri sögu...
En sagan svarta heldur áfram....Árið er 2012 og ennþá er verið að beita börn ofbeldi af barnavernd á Íslandi. Það er ekki búið að loka vistheimilinu í Breiðavík, það er ennþá að störfum og Barnavernd á íslandi vinnur á heimilinu....

Er ekki skrítið að faglært fólk kunni ekki skil á lögum og reglum? Og hvað ætlum við þjóðin að gera vegna þess?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nú er komið að því að skoða hvað hægt er að gera núna! Ég legg til að Barnavernd og íslensk stjórnvöld taki höndum saman við móður barnanna og lögfræðing hennar og setji aftur mál í gang í Danmörku og hér á landi. Er ekki löglærð en veit alveg að hægt er að taka mál upp aftur. Eigi dugar að halda áfram að finna að því sem ekki var gert, þó að það hafi verið hræðilegt, heldur horfast í augu við mistökin og bæta fyrir með því að hefja framkvæmd strax!!

Sigríður M. Vigfúsdóttir (IP-tala skráð) 10.7.2012 kl. 11:45

2 Smámynd: Ragnheiður Rafnsdóttir

Sammála Sigríður það þarf að bæta fyrir mistökin og hefja þá framkvæmd strax í dag....Því enginn er að fylgjast með börnunum þarna úti, eins og lofað hafði verið...

Ragnheiður Rafnsdóttir, 10.7.2012 kl. 11:51

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Eftir því sem ég best veit er Breiðuvíkur-pyntingarstofnun Barnaverndaryfirvalda ekki lengur til á þeim stað.

En pyntingar barnaverndar-yfirvalda, opinberra skólayfirvalda og kerfisins í heild sinni, halda hindrunarlaust áfram, sínum pyntingum á saklausum börnum. Því það þykir atvinnuskapandi fyrir menntaða fólkið að halda áfram barna-pyntingunum. 

Fólk sem starfar í þessum geira gerir sér enga grein fyrir hvers konar níðingsverk það er að vinna á saklausum börnum. Þeim kemur ekkert við, nema uppskriftin sem þau eru látnir framkvæma á níðingslegan hátt á börnum.

Svona virkar stjórnsýslan, barnaverndaryfirvöld og menntakerfið á Íslandi og víðar í vestræna heiminum.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 10.7.2012 kl. 14:48

4 identicon

Það sem á að gera núna er að yfirvöld hérna á Íslandi eiga að sækja börnin það hefur verið gert farið út um allan heim til að sækja börn þetta eru íslensk börn

Aðalheiður (IP-tala skráð) 10.7.2012 kl. 17:29

5 identicon

Innilegar baráttukveðjur til fjölskyldunnar. Ég bendi á grein í Mbl í gær eftir 19 ára gamlan son minn. Vonandi opnast augu manna fyrir þessum harmleik sem látinn var eiga sér stað, án afskipta yfirvalda nema til hins verra.

Nanna Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 11.7.2012 kl. 10:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband