30.6.2012 | 07:50
Barnavernd á Íslandi, fyrir hverja?
Í gær fóru sýslumaðurinn í Kópavogi ásamt barnaverndarnefnd í Kópavogi með ofsa og tóku þrjár saklausar stúlkur í sína vörslu, hrifsuðu þær úr faðmi móður sinnar sem hefur alltaf hugsað um þær. Móðirin hefur hugsað um börnin allt þeirra líf, móðirin hefur huggað þær, gefið þeim að borða, klætt þær, hugað að andlegu, líkamlegu heilbrigði ásamt því að næra sál þeirra með gleði og góðum siðum.
Nú hefur yfirvaldið talað og finnst sjálfsagt að faðir þeirra systra, sem hefur beitt þær miklu ofbeldi allt þeirra líf ásamt því að beita móður þeirra og bróður öllu því ofbeldi sem fyrir finnst í skólabókum fái þær systur og við sem þekkjum hinn meinta ofbeldismann vitum hvers megnugur hann er...Hver er réttur þessara barna og hver talar þeirra máli þegar barnavernd fer fram með slíkum hætti??
Núna er systurnar á ókunnugum stað, þekkja engan og þess skal getið að þær hafa alltaf farið að sofa með mömmu sinni og hún passað þær. Þegar þær eins og raunverulegir fangar fengu eitt símtal í gær, grétu þær svo mikið að varla skildist hvað þær voru að segja.
Þetta voru dólgslegar aðfarir og til mikillar skammar fyrir stjórnvöld og þá sem fara með barnamál í þessu landi.
Þess skal getið að talað hefur við alla sem vettlingi geta valdið en allir virðast loka augum og tala um lögin, rétt föðurins sem er svo sterkur að þrátt fyrir að elsta barnið hafið legið í viku á sjúkrahúsi með áverka eftir hann og fleira og fleira þá á hann samt rétt á því að fá þær og flytja þær með sér til annars lands þar sem þær hafa engan til að rétta sér hjálparhönd. Það sem þessum stelpum vantar er hlýr faðmur mömmu sinnar sem alltaf hefur verið til taks í gleði og sorg....
Ég biðla til allra þeirra sem með einhverjum hætti geta hjálpað okkur að gefa sig fram hið fyrsta þar sem tíminn er naumur.
Ég hvet alla Íslendinga til að láta í sér heyra hvað varðar þetta mál, hjá barnayfirvöldum, hjá stjórnvöldum, hjá sýslumanninum í kópavogi já hjá öllum sem ykkur dettur í hug að geti bjargað börnunum frá bráðum bana.
Athugasemdir
Ó, elsku Ragga, þetta er ólýsanlega hræðilegt.
Var þetta óumflýjanleg niðurstaða, eitthvað sem allir kannski vissu
frá upphafi en voru að þykjast stýra í annan farveg með"hag barnanna
að leiðarljósi"? Var það allt blekking, orðin tóm?
Eftir á að hyggja, þá var aldrei neinn, sem virtist reiðubúinn að taka
mál barnanna föstum tökum, hvorki lögfræðingar né sálfræðingar - því
þeir trúðu því aldrei innst inni, að málið gæti unnist. Og
sannleikurinn er sá, að ef maður trúir ekki sjálfur á eigin málstað,
þá vinnast mál aldrei. Það hef ég reynt á eigin skinni.
Vitnisburður barnanna sjálfra, lækna og starfsfólks félagsmiðstöðva,
bæði hér heima og í Danmörku, var einskis virði, þegar á reyndi, því
að endirinn var ákveðinn fyrirfram - lögin er refjalaus. En lögin eru
ekki fullkomin. Og ef enginn nennir að fórna tíma eða kröftum í að finna
meinbugi eða glufu í lögunum, þá er málið tapað.
Niðurstaðan: Saklaus börnin verða að þjást vegna mistaka foreldranna,
lögfræðinganna og barnaverndaranna. Þeirra réttur er enginn, þeirra
orð einskis metin. Ég held það mætti þess vegna leggja niður allar
þessar einskisverðu stofnanir, Barnaheill, Barnastofu, Barnavernd, og
hvað þetta heitir allt saman. Hvern andskotann eru þær að vernda?
Líftóruna í sjálfum sér? Aldrei að taka afstöðu, bjarga eigin skinni -
þetta snýst um það.
Börnunum er fórnað, af því að lögin verða að ná fram að ganga. Lára
V. Júlíusdóttir getur fagnað sigri og sefur vonandi rólega núna, þegar
hún er endanlega búin að eyðileggja líf fjögurra smábarna - og ungrar
móður í þokkabót. Ég hef skömm á þessu öllu.
Hvar er Guð núna, Ragga mín?
Þín Bryndís
Bryndís Schram (IP-tala skráð) 30.6.2012 kl. 08:19
Það þarf enginn að segja manni svona þvælu. Hér eru til lög um nálgunarbann ef maður beitir börn sín eða konu/fyrrum konu ofbeldi. Hér vantar nú einhverja stóra kafla inn í söguna. Það er alveg klárt.
Kristgeir Bergsson (IP-tala skráð) 30.6.2012 kl. 09:58
Þetta er algjörlega hræðilegt og maður getur engan veginn skilið þetta mál. Ég sem hélt að þjóðfélagið okkar hugsaði vel um börn, en það er greinilega rangt hjá mér.
Ég vona heitt og innilega að kraftaverk gerist í dag, að einhver sem hefur völd og getu til að stöðva þassa vitleysu stígi fram og komi í veg fyrir að þær verði fluttar úr landi.
Maður finnst maður eitthvað svo vanmáttugur í svona málum....bað þó fyrir þeim í gærkvöldi og mun halda áfram að gera það, vona að það skili einhverju.
Gangi ykkur vel.
Kv. Helga
Helga Sigurbjörg (IP-tala skráð) 30.6.2012 kl. 09:59
Það vantar ekkert stóra kafla í söguna þó svo að við heyrum hana bara frá móðurfjölskyldu barnanna.
Danskt réttarkerfi í forræðisdeilum er ekki að virka og er líka gagngrýnt í sjálfri Danmörk, þar sem rannsóknir sýna að allt of mörg börn lenda mjög illa í því eftir að dómar hafa verið sagðir í forræðisdeilum. Þeir taka sama sem engum sönnunum nema að foreldrið hafi dóm fyrir um ofbeldi gegn börnunum eða annað glæpasamlegt sem gæti haft áhrif á velferð barnanna. Ef maður kemur fyrst með ásakanir í sjálfu málinu er lítið tekið mark á því. Rannsóknirnar sem gerðar eru á börnum og foreldrum eru ófullkomnar. Það er svo mikið að í þessu kerfi og börnin eru þau sem fá að þjást. Í Danmörk eru lög um sameiginlegt forræði og þar með fá ALLIR dæmt sameiginlegt forræði (nema örfáir sem hafa velþekkta sögu um ofbeldi eða vímuefnaneyslu í dómskerfinu) og ef maður sýnir ekki samvinnu vilja á meðan á málinu stendur þá getur maður tapað málinu á þann hátt að lögheimili barnanna verður flutt til það foreldris sem þau hafa ekki haft lögheimili hjá síðan sambúðin slitnaði, sama hvað mörg ár eru liðinn. Fólk sem getur ekki talað saman og hefur aldrei verið sammála um neitt fær sameiginlegt forræði og fær svo bara að vita að þau verði bara að panta fund hjá sýslumanninum í hvert skipti sem þarf að ræða mikilvæg mál til þess að fá hjálp til að verða sammála um hag barna þeirra. Og þetta er ekki að virka í raunverulegu lífi hjá mörgum börnum í DK í dag.
Og þar sem málið hennar Hjördísar fór fyrir rétti í Danmörk þá er það víst það sem gildir, af því að í Evrópu gilda þau lög sem eru í því landi sem málin fara ryrir dóm og önnur lönd geta víst ekkert gert í því. En mér finnst það ekki rétt, við verðum að reyna, því danska kerfið er að skíta á sig og við verðum að slást fyrir að börnin fái betra líf en það sem danskt réttarkerfi ætlar að bjóða þeim upp á. Það er verið að brjóta á þeim.
Nálgunarbann er nú bara fáránleg stærð. Já, þú getur fengið sett nálgunarbann á einstakling þegar sá er búinn að beita þér ofbeldi sem þú getur sannað, en nálgunarbann er bara tímabundið og rennur út og þá þarf að beita manni aftur ofbeldi svo hægt sé að sanna það til að fá nálgunarbannið aftur. Það e nú heldur ekki mikil vörn í því.
Þetta er bara hræðilegt mál frá byrjun til enda, þar sem hagur barnanna gleymist í þessu. Og fólk er bara svo vanmáttugt, manni langar til að hjálpa en getur víst svo lítið gert annað en að veita fjölskyldunni stuðning.
Með von um að þetta muni hafa góðan endir fyrir stelpurnar og þær fái að snúa aftur í faðm móður þeirra.
Kveðja Eva
Eva Pásldóttir (IP-tala skráð) 30.6.2012 kl. 11:03
Þetta er skelfilegt og með hreinum ólíkindum að vilji barna sé ekki virtur.
Barnavernd virðist aldrei láta sér segjast og stendur svo sannarlega ekki undir því nafni sínu sem er að vernda börn.
Mér er spurn hver ber ábyrgð á því ef stúlkurnar verða fyrir ofbeldi af hálfu föður síns eftir þessa valdbeitingu Barnaverndarnefndar ?
Sigrún Edda Lövdal (IP-tala skráð) 30.6.2012 kl. 14:54
Takk fyrir skýringar þínar Eva. Þarna kom kaflinn sem mig vantaði inn í söguna. Hefur verið leitað til Barnahúss og fengið áverkavottorð og eða frá sjúkrahúsi? Það ætti að duga til þess að barnaverndaraðilar sendi inn umsögn sína um að þeir telji hag barnanna best borgið með því að senda þau ekki til föður á meðan málið er svona. Það þekki ég vel því konan mín vann um áratugaskeið innan barnaverndarkerfisins.
Kristgeir Bergsson (IP-tala skráð) 30.6.2012 kl. 15:04
Kristgeir það eru til áverkavottorð og myndir af áverkum, og allskonar gögn til að sýna fram á þetta ofbeldi en fólkið hjá barnavernd horfir í gegnum það, talar við börnin, fær þau til að segja hvað þau vilja, svíkja svo það traust og rífa börnin úr fangi móður sinnar. Það hefur enginn viljað tala við þær í Barnahúsi þótt sterkur grunur sé um kynferðislegt ofbeldi.
Börnin hafa alla tíð búið hjá mömmu sinni, hún hefur hugsað um þau, nært þau og klætt, elskað þau með öllu hjarta....Það eina sem móðirinn hefur gert sem er í ósátt við lög er að flýja með börnin þegar ljóst var að enga hjálp var að fá í DK. Börnin eru búin að tjá sig um ofbeldið við fjölda manns en enginn tekur upp hanskann fyrir þau. Allir ráðast að móðurinni með ofbeldismanninum og refsa þeim fyrir að hafa orðið fyrir miklu áfalli....Þess skal getið að ofbeldismaðurinn hefur ekki séð sér fært að koma og vera viðstaddur þessa aðgerð, þar sem hann hefur sjálfur sagt að hann vilji að börnin fari í fóstur bara til að klekkja á móðurinni. Þvílík væntumþykja hjá föður....Ég vil að réttlætið fái fram að ganga í þessu máli en það er ljóst að betri aðbúnað myndu afbrotamenn fá í þessu landi en þessi saklausu hræddu börn sem dvelja hjá vandalausum skíthræddar.
Ragnheiður Rafnsdóttir, 30.6.2012 kl. 15:55
Það er rétt að benda ykkur á að það voru samþykktar nýlega breytingar á barnalögum. Ekki alveg víst að þið vitið að samkvæmt því að ef hann hefur ekki verið viðstaddur aðfarargerð og hún framkvæmt þrátt fyrir það þá hafa lögin verið brotin gróflega. Hér er lagagreinin og að auki slóð á nýju breytingarnar. Vona að það geti nýst ykkur. Hér er þetta ( 50. gr. laganna orðast svo:
Tálmi forsjármaður umgengni þrátt fyrir úrskurð um dagsektir og fjárnám fyrir ógreiddum dagsektum getur héraðsdómari, að kröfu þess sem rétt á til umgengni við barn, heimilað að henni verði komið á með aðfarargerð.
Dómari getur, að kröfu þess sem rétt á til umgengni við barn, úrskurðað að umgengni verði komið á með aðför í eitt skipti eða að umgengni á vissu tímabili verði komið á með aðfarargerð.
Ekki verður af aðför nema gerðarbeiðandi sé sjálfur viðstaddur gerðina.
Um meðferð máls og framkvæmd aðfarar gilda að öðru leyti ákvæði 45. gr.)
Hér má sjá slóðina http://www.althingi.is/altext/140/s/1529.html
Kristgeir Bergsson (IP-tala skráð) 30.6.2012 kl. 16:48
Anyone with a documented mental illness should have less seniorty when it comes to child protection. The protection of children is more important than the protection of a parent or parents.
Janet Muldoon (IP-tala skráð) 30.6.2012 kl. 21:49
"Hefur verið leitað til Barnahúss og fengið áverkavottorð og eða frá sjúkrahúsi? Það ætti að duga til þess að barnaverndaraðilar sendi inn umsögn sína" Kristgeir B
Já það ætti að duga í samfélagi þar sem sæmilega heilbrigðir einstaklingar sjá um barnavernd, löggæslu, sýslumannsembætti, og aðrar opinberar stöður.
Flest fólk virðist gera ráð fyrir því að þannig séu mál almennt, vegna þess að þeir einstaklingar sem gegna þessum stöðum eru opinberir starfsmenn í flottum búningum, og starftitlar eins og "barnavernd", sýslumaður" og "lögga"eru taldir tryggja það að í lagi sé með viðkomandi einstaklinga.
Margir virðast eiga erfitt með að fatta að mjög sjúkir einstaklingar sækja í þessar stöður, einmitt vegna þess að stöðurnar vernda þá...fólk trúir því ekki að fólk í þessum stöðum geti verið siðblindir sjúklingar, barnaníðingar etc, svona svipað og margir halda að prestar geti ekki verið barnaníðingar.
http://www.visir.is/logreglumanni-sem-grunadur-er-um-barnanid-ekki-vikid-fra-storfum/article/2011111118794
Lesið þessa frétt hér að ofan og skiljið hvers vegna eftirfarandi ummæli koma mér ekki neitt á óvart:
"Það hefur enginn viljað tala við þær í Barnahúsi þótt sterkur grunur sé um kynferðislegt ofbeldi" Ragnheiður
símon (IP-tala skráð) 1.7.2012 kl. 17:44
Athyglisvert er að hæstaréttarlögmaður var fenginn til að tjá sig í fréttum Stöðvar 2, en viðkomandi sagðist ekki sjá neina ástæðu til þess að stöðva þessa framkvæmd, en hún virtist reyndar ekki minnast á litlar staðreyndir á við ofbeldi föðursins, áverkavottorð barnanna, heilbrigða skynsemi og velferð barnanna.
Gaman væri að vita hvort viðkomandi hafi ekkert minnst á þetta yfirleitt, eða hvort Stöð 2 hafi séð um að klippa til viðtalið svona?
Hvers sem ástæðan var, þá var þetta viðbjóðslegur hvítþvottur.
Ég hvet fólk til að spurja sjálft sig hvað fær fólk til að standa í slíku, þegar jafn alvarlegt mál er fyrir hendi, og fórnarlömbin svo ung?
Er þetta fólk alltsaman vanvita, eða eru önnur vandamál til staðar?????
Ef einhver vill þakka hæstvirum ráðherra mannréttinda á Íslandi fyrir að vera vel vakandi, og standa sig vel: http://ogmundur.is/
Góðar stundir
símon (IP-tala skráð) 1.7.2012 kl. 19:08
Nákvæmlega rétt hjá þér Símon...Það var ekki farið með rétt mál í viðtali við þennan hæstaréttardómara, börnin hafa ekki verið með lögheimili hjá föður.
Og ég get sagt það hvar sem er við fjölskyldan myndum ALDREI sækja þetta mál jafn hart og raun ber vitni ef ekki væri ærin ástæða fyrir því...Við sem kjósendur þessa lands þurfum að átta okkur á því hvaða fólk við erum að kjósa til að huga að réttindum barna...Æsku landsins...Reyndar er það svo að embættismenn geta greinilega sitið í stórum embættum áratugum saman alveg sama á hverju hefur dunið í þeirra tíð....
Ragnheiður Rafnsdóttir, 2.7.2012 kl. 10:52
Því miður er oft "hlegið" af því fólk í opinberum störfum þurfi ekki að bera neina ábyrgð, en fáir virðast gera sér grein fyrir því, að hve alvarlegum málum hlegið er af...
því miður, þá er vonlítið að bíða eftir því að fólk sem ábyrgð á embættiskerfinu sé að fara gera eitthvað í þessu máli, þar sem Þvagleggurinn og önnur ógeð fá að starfa eins og ekkert sé eðlilegra...
og yfirmenn í löggunni eins og Stefán E og sjálfur Ríkislögreglustjórinn hika ekki við að vernda grunaða barnaníðinga í löggunni...þá má ekki einu sinni reka þá á meðan rannsókn fer fram..amk ekki ef þeir vinna fyrir Stefán.
En ef þú tekur þátt í mótmælum eða þú tilheyrir náttúruverndarsamtökum, þá er eins gott að passa þig á Stefáni og co.
Því miður þá þarf oft meiriháttar hneykslismál til að almenningur átti sig, og fjölmiðlarnir hætti að spila með ógeðunum...
svona svipað eins og "Kirkjan" féll.... eftir áratuga feluleik með ofbeldis og barnaníðingsmál, þá kom að því að stíflan gaf sig...
ekki bara á Íslandi, heldur um allan heim.
Öllum á óvörum, þá var engin tilvijun hve mikið var slúðrað um barnaníðinga og Kirkjuna....allt fullt af þessum málum...og viti menn, engin tilviljun að málin voru þögguð niður, því fullt var af níðingum í yfirmannastöðum...
eins og t.d. æðsti yfirmaður Kirkjunnar á Íslandi....Séra Ólafur
ásakaður af eigin barni.
Því miður þá þarf líklega álíka hneyksli til þess að opna augun á fólki varðandi aðrar "fínar" opinberar stöður.
Því miður þá virðist ekki vera nóg að menn verndi og reddi fávitum, ofbeldisseggjum, nauðgurum og barnaníðingum til þess að hneyklsa fólk almennilega....það virðist þurfa að góma yfirmenn sem eru sjálfir á kafi...
Tikk tokk tikk tokk
það myndi ekki líða yfir mig af undrun ef fleiri slík mál kæmu upp á yfirborðið, fyrir utan Kirkjuna.
- Svo má ekki gleyma vanhæfum og siðblindum ösnum sem hvítþvo skítinn...þeir eru lítið betri þótt þeir séu ekki níðingar sjálfir, en því miður er nóg af þeim. Ótrúlegt en satt, þá er sumt fólk í alvörunni svo ofsalega heimskt að það tekur þátt í ljótum feluleik án þess að fatta það.
Það þarf að eyðileggja þessa hefð í kerfinu og fjölmiðlum, opna umræðuna einhvern veginn, gera meira af því að láta þetta pakk svara fyrir sig í fjölmiðlum, í umræðuþáttum þar sem sem þetta kerfispakk mætir hugsandi fólki, ekki bara grunlausum "fréttamönnum" í drottningaviðtölum.
Ekki gleyma því að það er líka til fólk sem vill hjálpa ykkur og öðrum sem lenda í íslenska kerfinu...fólk sem er með opin augu og búið að fá nóg af þessu rugli. Við getum kannski ekki gert mikið einn tveir og þrír, en við getum sigrað að lokum.
símon (IP-tala skráð) 2.7.2012 kl. 20:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.