6.7.2012 | 12:15
Hver hylmir yfir með og með hverjum?
Það er undarlegt að í ljósi máls systur minnar hafi fólk stigið fram með mjög alvarlegar ásakanir á yfirmann Barnastofu.
Það sem er kanski ennþá alvarlegra að mínu mati er að fólk, þar með talið þingmenn tjái mér að hæstvirtur forsetisráðherra passi upp á yfirmann Barnastofu og haldi honum í starfi þrátt fyrir afglöp, og það alvarleg...
Bara smá hugleiðing hjá mér, hef hugleitt margt á undanfarinni viku og ýmislegt sem skýrist við að hugsa málin...
Hreinn Loftsson sem á ekki orð yfir framgang mála segir í grein sinni á Pressunni. http://www.pressan.is/frettir/lesafrett/sakar-barnaverndaryfirvold-um-tviskinnung-i-mali-hjordisar-vildu-einfaldlega-ekki-skipta-ser-af-thvi
"Hið eina sem Hjördís bað um var að íslenskir fagaðilar skoðuðu hvað hæft væri í ásökunum um ofbeldi gagnvart stúlkunum – þær ásakanir voru sem fyrr segir studdar gögnum frá dönsku sjúkrahúsi - áður en þær yrðu sendar til dvalar hjá föðurnum. Skoðun sérfræðinga í Barnahúsi hefði væntanlega leitt í ljós hvort stúlkunum væri raunverulega hætta búin. Hjördís var viss um að sannleikurinn kæmi í ljós og ekki yrði af flutningi stúlknanna til föðurins. Hún taldi líka að það væri í samræmi við allar undirstöðureglur laga og alþjóðlegra sáttmála; að stúlkurnar fengju að njóta vafans. Á hinn bóginn er augljóst að Hjördís hefði ekki verið í neinni stöðu til að halda börnunum á Íslandi ef hið gagnstæða hefði komið í ljós. Þá hefði hún líkast til farið sjálf með börnin til Danmerkur líkt og hún gerði vorið 2011 þegar niðurstaða dómstóla lá fyrir um skyldu hennar til að vera með börnin í Danmörku á meðan forsjármál væri rekið fyrir dönskum dómstólum. Því máli var lokið. Hér var því um nýtt mál að ræða er laut að ásökunum Hjördísar um harðræði.
Tvískinnungur í afgreiðslu málsins
Eitt af því sem barnaverndarnefnd Kópavogs hefur borið fyrir sig er að ekki hafi komið fram nýjar upplýsingar, sem heimili þeim að kyrrsetja börnin á Íslandi. Orðrétt segir í bréfi þeirra til Guðbjarts Hannessonar, velferðarráðherra, frá 1. júlí sl.: „Ekki hafa komið fram nýjar upplýsingar sem breyta afstöðu nefndarinnar.“
Í ljósi þessa er athyglisvert að lesa yfirlýsingu, sem Hjördísi hefur borist frá barnaverndarnefnd Kópavogs og nefndin hefur sent dönskum félagsmálayfirvöldum, sem einnig er dags. 1. júlí 2012, en þar segir m.a.: „Þrjá tilkynningar til barnaverndar liggja fyrir ókannaðar. Þær bárust frá heimilislækni stúlknanna til Glostrup Kommune og eru dagsettar 13. desember 2011, 3. janúar 2012 og 12. janúar 2012. Í þeim kemur fram að stúlkurnar hafi verið beittar harðræði og X hafi verið beitt líkamlegu ofbeldi í umgengni hjá föður. Mjög mikilvægt er að kanna þessar tilkynningar, að rætt verði við stúlkurnar og þeim veittur sá stuðningur sem nauðsynlegur er ... “
Þarna sjáum við svart á hvítu að Barnaverndarnefnd Kópavogs viðurkennir mistök sín og vanhæfni. Ég krefst þess sem íslenskur þegn, sem móðir 4ra barna, sem manneskja að fagfólk sem að þessu máli kom, byrji á að leiðrétta þessi mistök með því að ná í börnin og segi síðan af sér og komi aldrei nálægt ákvarðanatöku varðandi börn í framtíðinni.
Ég held að íslensk þjóð leyfi þessu fólki aldrei að gleyma þessum mistökum.....
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.