Þarf að vera súperhetja til að bjarga börnum frá ofbeldi????

Er það málið að til þess að bjarga barni frá ofbeldi þá þurfi X-man, Spiderman, Batman eða einhverja aðra góða ofurhetju???

Svarið við þessari spurningu er því miður já þú þarft helst að geta flogið, galdrað, breytt fólki í steina og búið til töfradrykki, jafnvel gott ef þú gætir geislað fólk fram og til baka, farið til baka í tíma og breytt hlutum þar og fl......Best væri samt að geta galdrað þannig að allir væru góðir við börnin sín...

Það þarf ofurhetju því að þó að barn komi og segi frá ofbeldi sem það hefur orðið fyrir þá eru úrræðin til að hjálpa barninu bágbornar....Úrræðin eru þó kynnt reglulega og það eru allskonar verklagsreglur og annað sem á að fylgja en því miður þá er það ekki allt svo...

Að mínu viti sem heilbrigðisstarfsmanns á barn alltaf að njóta vafans í svona málum, og það er alveg ljóst að það þarf að fara mjög varlega að þessum brotnu einstaklingum, það þarf tíma og mjög vönduð vinnubrögð til að ná til barnanna, vinna traust þeirra og ef í ljós kemur að um eitthvað vafasamt er um að ræða á umsvifalaust að tilkynna það og vísa málinu áfram....Barnið á þó að eiga þennan starfmann að áfram og starfsmaðurinn á að fylgja málinu eftir alla leið...

Það gæti hrokkið ofan í einhverja við þessa lesningu þar sem þessu fylgir auðvitað aukinn kosnaður fyrir ríki og sveitarfélög...En mun skila sér 1000 falt til baka í heilbrigðum einstaklingum sem ekki beita aðra ofbeldi(það vita allir að þeir sem eru beittir ofbeldi þeim er hættara við að taka þann sið upp eftir að hafa verið kendur sá siður af einhverjum sér nákomnum)

Svona súperhetjur eiga að fylgja öllum börnum sem verða fyrir ofbeldi á heimilum...Stjórnsýslan á að fara fram á að börn fái betri þjónustu og það er þeirra að breyta lögum og reglugerðum og ráða hæft fólk til starfa...Og það þarf að vera fólk sem hefur hag barnanna að leiðarljósi...Og er tilbúið að berjast eins og súperhetjur þurfa að gera fyrir réttindum barnanna....Og ef upp koma einhver vafamál varðandi lög, þá á barnið samt sem áður að njóta verndar og á aldrei nokkurn tíma að þurfa að búa hjá gerandanum....

Ef við viljum líkja því saman við eitthvað annað þá gætum við tekið annað ljótt ofbeldisbrot eins og nauðgun....Konu er nauðgað og vinkona hennar fer með hana á bráðamóttöku sem hún fær aðstoð og skoðun....Þegar þolandi nauðgunarinnar gengur út af bráðamóttökunni þá bíður gerandinn, sá sem nauðgaði konunni og hún fer með honum heim.....Það er tekin skýrsla af konunni og gerandinn keyrir þolandann á lögreglustöðina, og bíður fyrir utan dyrnar á meðan....Þegar konan hefur lokið við að gefa skýrslu(ekki víst að hún hafi þorað að segja neitt frá og það er líka trúlegt að gerandinn hafi í raun verið búin að segja konunni hvað hún ætti að segja)þá fer hún út í bíl með gerandanum og þau fara heim til hans.....Hvað þar fer fram vitum við ekki með vissu en ég hef grunsemdir um það.....

Það sem liggur fyrir þessari aumingjans óheppnu konu sem var nauðgað er að búa með nauðgaranum, og fá ekki að fara aftur til vinkonu sinnar eða fjölskyldu.....

Samlíking við það hvernig er í raun og veru komið fram þegar barn verður fyrir ofbeldi....Og það hef ég frá fyrstu hendi að svona er það...Barnið á ekki sjens því að fólk sem að kemur er með óvönduð vinnubrögð...Og svo ég tali ekki um kjarkleysið og óvirðinguna fyrir barninu og fjölskyldu þess...

Það er löngu ljóst að úrræðin eru ekki fyrir hendi, það þarf að fá kjarkmikla einstaklinga til starfa fyrir börn. Fólk sem kemur, þorir og vill...Fólk sem þykir vænt um börn, fólk sem lætur ekkert stoppa sig þegar líf barna er í hættu....

Hvar er sú manneskja núna? Hún má endilega gefa sig fram því að nú fara í hönd kosningar og þá er gott fyrir þessa manneskju að vera tilbúna til starfa.

Ég er persónulega tilbúin til starfa í:aðgerð súperhetja., hvenær sem er og tel mig vera orðin nokkuð vel að mér í þessum efnum...

Vona að það séu fleiri tilbúnir því þörfin er mikil og ekki hægt að grafa sig í sandinn eða líta í aðra átt...Þetta er staðan, það er undir okkur komið hvort við viljum breytingar.....

Kveðja Ragga súperhetja...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband