Barnavernd...Úlfur í sauðagæru?

Já mikið hefur verið rætt að undanförnu um starfsemi barnaverndar á Íslandi sem sumir vilja meina að ætti frekar að starfa undir nafninu "foreldravernd" nú eða "barnahefndarnefnd". Ekki ætla ég að taka afstöðu til þessara tveggja nafna en tel þó að nafn nefndarinnar geti ekki passað að öllu leiti við störf þeirra.

Í 28. grein. Barnaverndarlaga segir: "Forsjá barns felur í sér skyldur foreldra til að vernda barn sitt gegn andlegu og líkamlegu ofbeldi og annarri vanvirðandi háttsemi". Þetta þýðir að ekkert barn á að þurfa að þola ofbeldi eða verða vitni að ofbeldi, allra síst á heimili sínu. Friðhelgi heimilisins nær ekki til ofbeldis. Allt ofbeldi á heimili þar sem börn eru, er jafnframt ofbeldi gagnvart börnum.

Afhverju ætli frænkur mínar búi þá hjá ofbeldismanni? Í stað þess að búa hjá ástkærri móður sem hefur alla tíð hugsað um þær, fætt, klætt og nært með ástúð og umhyggju.

Barnasáttmáli Sameinuðuþjóðanna

2. gr. 1. Aðildarríki skulu virða og tryggja hverju barni innan lögsögu sinnar þau réttindi sem kveðið er á um í samningi þessum, án mismununar af nokkru tagi, án tillits til kynþáttar, litarháttar, kynferðis, tungu, trúarbragða, stjórnmálaskoðana eða annarra skoðana, uppruna með tilliti til þjóðernis, þjóðhátta eða félagslegrar stöðu, eigna, fötlunar, ætternis eða annarra aðstæðna þess eða foreldris þess eða lögráðamanns.

3. gr.
1. Það sem barni er fyrir bestu skal ávallt hafa forgang þegar félagsmálastofnanir á vegum hins opinbera eða einkaaðila, dómstólar, stjórnvöld eða löggjafarstofnanir gera ráðstafanir sem varða börn.
2. Með hliðsjón af réttindum og skyldum foreldra eða lögráðamanna, eða annarra sem bera ábyrgð að lögum á börnum, skuldbinda aðildarríki sig til að tryggja börnum þá vernd og umönnun sem velferð þeirra krefst, og skulu þau í því skyni gera allar nauðsynlegar ráðstafanir á sviði löggjafar og stjórnsýslu.

Afhverju ætli frænkur mínar búi þá hjá ofbeldismanni? Í stað þess að búa hjá ástkærri móður sem hefur alla tíð hugsað um þær, fætt, klætt og nært með ástúð og umhyggju.

Íslensk lög
Í 4. tl. í 12. gr laga 160/1995 kemur fram að heimilt er að synja um afhendingu barns ef, afhendingin er ekki í samræmi við grundvallarreglur hér á landi um verndun mannréttinda. Með ákvæðinu er átt við að afhending er ekki heimil ef hún brýtur gegn alþjóðasamningum um mannréttindi, sem Ísland er aðili að. Hér eiga við ákvæði 8. gr mannréttindasáttmála Evrópu, nr 62/1994, ákvæði 17. gr. 4. mgr. 23. gr, og 1 mgr. 24.gr. Alþjóðasamnings um stjórnmálaleg og borgaraleg réttindi nr 10/1979. Og svo ákvæðið 8., 9., 18., 19., og 20. samnings sameinuðu þjóðanna um réttindi barns 18/1992.

Afhverju ætli frænkur mínar búi þá hjá ofbeldismanni? Í stað þess að búa hjá ástkærri móður sem hefur alla tíð hugsað um þær, fætt, klætt og nært með ástúð og umhyggju.

Barnasáttmáli sameinuðuþjóðanna
9. gr.
1. Aðildarríki skulu tryggja að barn sé ekki skilið frá foreldrum sínum gegn vilja þeirra, nema þegar lögbær stjórnvöld ákveða samkvæmt viðeigandi lögum og reglum um málsmeðferð að aðskilnaður sé nauðsynlegur með tilliti til hagsmuna barnsins...

Afhverju ætli frænkur mínar búi þá hjá ofbeldismanni? Í stað þess að búa hjá ástkærri móður sem hefur alla tíð hugsað um þær, fætt, klætt og nært með ástúð og umhyggju.

Barnaverndarlög

I. kafli. Markmið barnaverndarlaga o.fl.
1. gr. Réttindi barna og skyldur foreldra.
Börn eiga rétt á vernd og umönnun. Þau skulu njóta réttinda í samræmi við aldur sinn og þroska.
[Allir sem hafa uppeldi og umönnun barna með höndum skulu sýna þeim virðingu og umhyggju og óheimilt er með öllu að beita börn ofbeldi eða annarri vanvirðandi háttsemi. Foreldrum ber að sýna börnum sínum umhyggju og nærfærni og gegna forsjár- og uppeldisskyldum við börn sín svo sem best hentar hag og þörfum þeirra. Þeim ber að búa börnum sínum viðunandi uppeldisaðstæður og gæta velfarnaðar þeirra í hvívetna.]

Afhverju ætli frænkur mínar búi þá hjá ofbeldismanni? Í stað þess að búa hjá ástkærri móður sem hefur alla tíð hugsað um þær, fætt, klætt og nært með ástúð og umhyggju.

Er von að maður spyrji og sé undrandi á framferði Barnaverndar á íslandi í dag....

Í máli konu einnar og barna hennar liggja fyrir gögn frá læknum, sjúkrahúsi, félagsráðgjöfum, kvennaathvarfi, skólum, leikskólum, sálfræðingum um að faðir barnanna hafi í raun beitt börnin hrottalegu ofbeldi og talar einn læknirinn um að hann trúi ekki að börnin séu í umsjá mannsins, læknirinn segir að það sé enginn vafi i hans huga að faðirinn beitti börnin ofbeldi.....Þetta er allt til skjalfest, myndir af áverkum og fleira....

Afhverju ætli barnaverndarnefnd kópavogs hafi tekið þátt í því að senda börnin til föður eftir að hafa séð öll þessi gögn???? Við erum að tala um afgerandi gögn...

Afhverju ætli forstjóri Barnastofu hafi ekki hjálpað þessu fólki sem hefur í tæp 3 ár grátbeðið hann um hjálp?
Afhverju ætli forstjóri Barnastofu hafi tekist að loka mörgum góðum stofnunum sem unnið var með börnum?
Afhverju ætli sýslumaður hér á landi hafi gert jafn rosaleg mistök og raun ber vitni en sitji enn við skrifborðið sitt?
Afhverju ætli Velferðarráðherra með þessi gögn í fórum sínum hafi kosið að gera ekkert þegar til hans var leitað? Hann sem yfirmaður barnamála á landinu gat stoppað nauðungafluttninga barnanna.
Afhverju ætli Innanríkisráðherra hafi ekki verndað börnin þegar beðið var formlega um vernd fyrir börnin í Janúar sl.?

Afhverju ætli Ruv, mbl, visir, fréttablaðið og fleiri fjölmiðlar hafi ekki fjallað um ákaflega sorglegt mál sem upp kom í sumar?

Afhverju ætli barnaverndarnefndir og barnastofa hafi ekki áhuga á að hjálpa börnum sem þurfa hjálp? Eins og ég veit sögu um....

Afhverju ætli ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hafi ekki áhuga á málefnum barna? Og barnaverndar á íslandi? Afhverju svarar ekki Utanríkisráðherra, Össur Skarphéðinnsson þegar hann er beðinn um hjálp? Afhverju svarar ekki forsætisráðherra?

Afhverju svara ekki forseti Íslands og forsetafrúin sem hefur að eigin sögn mikinn áhuga á málefnum ungmenna?

Er von að maður sé hugsi? Er von að maður spyrji? Er von að maður sé uggandi vegna málefna barna á Íslandi 2012? Eru einhverjir þarna úti sem vilja láta sig málefni barna varða?

En fyrir ykkur sem farið alltaf í kjörklefann og missið minnið....Þá vinsamlega reynið sneiða hjá þeim klefa og fara í hinn þar sem maður missir ekki minnið....Fyrir næstu alþingiskosningar ætti fólk að hugsa; hvað ætlar þetta fólk að gera fyrir börnin í landinu? þau eru framtíðinn og ekki metin til fjár.....Hvorki í evrum né krónum. Þau ættu alltaf að vera í forgangi allstaðar.
Ekki bara á hátíðis og tyllidögum....Eða þegar þarf að flikka upp á ímyndina...

Farið að huga að börnum landsins og ekki seinna en strax...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvernig standa málin í dag mín kæra? Góðar kveðjur.

Guðlaug Hestnes (IP-tala skráð) 12.9.2012 kl. 23:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband