Að duga eða drepast....

Það er stóra spurningin.....

Í jafn fáránlegri baráttu og við fjölskyldan stöndum í....Kemur stundum upp í hugann hvort maður lifi þetta af? Hvort maður bugist ekki algjörlega og geti ekki meir...

Að berjast fyrir lífi barnanna sinna er hlutskipti sem sumir standa í....Þeir sem eiga veik börn vita að allt er gert til að hjálpa þeim...

Þeir sem eiga börn sem beitt eru ofbeldi geta ekki verið vissir um að fá hjálp...Því miður...Ef barn verður fyrir ofbeldi af hendi foreldris þá getur hitt foreldrið ekki verið visst um að ofbeldisfulla foreldrið verði stoppað...

Og það er sorglegast að foreldri sem beitir börnin sín ofbeldi eins og ég þekki dæmi um, því er sama þótt það sjái skelfinguna, vanlíðan barnsins og örvæntingu...Því er alveg sama.......

Og hvað gera bændur þá gætuð þið spurt...Það vita allir góðir foreldrar að þeir gera allt til að vernda börnin sín...Allt...

En að horfa upp á lítil börn líða vítiskvalir og enginn lyftir upp fingri það er eiginlega verst...
Að horfa upp á upphvítt andlit barnsins sem er með bauga undir augunum og nákvæmlega ekkert líf í augunum er djöfullegt og ætti ekki að leggja á neinn að sjá...En þannig er það samt...

Langaði bara að deila með ykkur hvernig það er að vera að bugast algjörlega en geta ekki hætt þar sem lítil börn eiga um sárt að binda og þurfa hjálp...Og að sjálfsögðu ætlum við okkur að bjarga börnunum, bjarga þeim frá ofbeldismanni, bjarga þeim úr aðstæðum sem engin manneskja vill vera í...Ekki einu sinni fullorðin manneskja gæti hugsað sér að búa hjá manni sem hefði beitt hana ofbeldi....

Við munum bjarga þeim...Og svo segja frá öllu...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband