Gleðileg jól eða hvað?

Í gömlu jólalagi segir "það geta ekki allir haldið gleði og friðarjól". Og þetta eru orð að sönnu og mikilvægt að allir átti sig á þessu.

Það eru margir sem ekki eiga fyrir jólunum, já eiga hreinlega ekki fyrir Ipad, Iphone, nýrri tölvu, nýju rúmi, demantshring eða úri.  Og eiga ekki fyrir því að taka allt í gegn heima. Það eru ekki allir sem eiga fyrir nýjum jólafötum á sig eða fjölskylduna. Svo eru margir sem ekki eiga kost á því að kaupa jólasteikina. Þannig er þetta bara og hvað gerum við í þessu?

Uhum ekki mikið.

Flestir halda áfram eins og ekkert hafi í skorist, baka jólakökurnar, kætast yfir því hvað þetta verður allt æðislegt og panta allt dótið svo þetta verði "alvöru jól". Já ekki má gleyma neinu. (Sem minnir mig á að ég verð að muna að panta Ipadinn!!!) Nei þetta er ekkert grín....Það sem kemur mér til að hugsa um þetta er að ég þekki marga sem ekki eiga gleðileg jól. Ég þekki börn sem þurfa að dvelja hjá ofbeldismanni yfir hátíðirnar skíthræddar...Ég þekki mæður sem þurfa að senda börnin sín í opið ginið á vondum mönnum. Já ég þekki fleiri í þeirri stöðu en systur mína. Ég veit um konu sem á að bera út vegna skulda en hún býr með börnin sín og þar af eitt mikið veikt. Ég veit um gamalt fólk sem á ekki til hnífs eða skeiðar. Ég veit um sjúklinga sem eiga ekki fyrir lyfjum. Ég hef heyrt um börn sem kvíða jólanna þar sem þá er rifist og kanski mikið drukkið. Já það eiga ekki allir gleðileg jól.

Það sem hins vegar fékk mig til að hugsa voru orð unglings sem er mér ástfólginn. Hann sagði uppúr þurru "ég hlakka ekkert til jólanna" Ég reyndi að malda í móinn og taldi að aðstæður gætu átt þátt í því. Nei það var ekki rauninn.

Þá komst ég að eftirfarandi: Í dag eru flestir í fallegum, góðum eða heilum fatnaði. Í dag fá flestir allt sem þeim dettur í hug. Í dag fá flestir mat sem er góður og vel unninn. Í dag er hægt að hlaupa út í búð og kaupa nammi, kökur, mandarínur, epli og fleiri kræsingar án mikillar fyrirhafnar.

Þannig að niðurstaðan er sú að jólin eru ekki eins mikil tilbreyting og þau voru hér fyrir 20-30 árum og er það miður.

Mín uppástunga er sú að hvíla krítarkortin, gefa minni gjafir, njóta frekar samverustunda með fjölskyldunni úti og inni við ýmsa iðju. Ef þið eigið mikið þá endilega gefið þeim sem minna eiga.

Ég spara líka við mig skemmtanir eins og jólahlaðborð og tónleika....Já ég tek ekki lán fyrir jólunum!

Ég er því miður í þeirri stöðu að nokkrir ásvinir mínir eru neyddir til að dvelja fjarri okkur og skiptir það þó ekki miklu hvort eru jól eða aðrir dagar það er ósanngjarnt alla daga.  Það sem ég ætla að tileinka mér eru samverustundir og gleði.....Það sem mér þykir vænst um er að börnin mín fái gjafir og horfa á ánægjusvip á þeirra andlitum.....

Svo loka ég augunum og óska mér...Óskin er sú að systir mín og börnin hennar verði sameinuð á landinu sínu og sameinuð okkur sem söknum þeirra svo mikið... Von mín er sú að mannréttindi barna verði höfð að leiðarljósi og að börn fái rödd sem heyrist...Það væri besta jólagjöfi allra tíma og miklu meira virði en allir dýrustu hlutir sem hægt er að fá.

Ég veit að sumir sem lesa þetta munu fussa og sveija en þar sem ég er með stórt sár í hjartastað þá leyfi ég mér bara að opna mig. Ég er bara svo heppin með að eiga góða að og með þeirri staðreynd fyllist ég krafti og þreki....Ég mun alla tíð vera talsmaður barna og kvenna sem hafa verið ofbeldi beitt....

Megi gleði og friður ríkja um jólin...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband