Endalaus bið...

Við fjölskyldan erum orðin vön að bíða....

Ég eyði heilu dögunum hér heima við að bíða eftir símtölum við mann og annan...
Mér finnst mjög leiðinlegt að bíða...Sérstaklega ef ég bíð og bíð og ekkert gerist....Þá er ég að tala um þegar fólk segist ætla að hringja eða bla bla bla...Það gerist stundum....

Það sem er verst finnst mér hins vegar þegar ég er að bíða eftir niðurstöðum úr rannsóknum hjá mömmu...Hún greindist fyrst fyrir 19 árum þannig að við erum búin að bíða nokkuð oft eftir niðurstöðum....Stundum hafa þær ekki komið vel út en sem betur fer oftast vel og mamma er snillingur og hetja...

Það sem mér finnst helvíti er að bíða eftir niðurstöðum dómara í máli systur minnar og barnanna hennar...Ég beið eftir úrskurði Héraðsdóms sem var svo mikið kjaftæði að það hálfa væri nóg....Ég beið eftir niðurstöðum Hæstarétts sem urðu því miður ekki það sem við vonuðumst eftir...Einkum vegna lélegra vinnubragða lögmanns. Já þar sem við fengum niðustöðuna á facebook...Endurupptökunni var hafnað fyrir Hæstarétti þó að ný gögn kæmu og hægt væri að sýna fram á léleg vinnubrögð.

Svo beið ég eftir dómi í Danmörku á 1. réttarstigi. Þá komu aðal vonbrigðin...Þó svo að sýnt væri fram á að börnin hefðu það betur hjá móður þá áttu þær að búa hjá föður sínum...Þær hafa alla ævi búið hjá mömmu sinni og það er hún sem hefur hugsað um þær alla þeirra ævi...Ekki pabbinn...

Núna bíð ég eftir niðurstöðu Landsréttar í DK. Ég reikna svo sem ekki með niðurstöðum strax en gæti gerst innan viku....(án þess að ég viti það).....

Magasýrurnar eru viltar og eru út um allt...Kvíðinn er óbærilegur...En VONIN er til staðar og það er ég þakklát fyrir.

Ég trúi á að þetta endi vel....Mál systur minnar...Ég trúi því að hagur barnanna verði hafður að leiðarljósi....Ekki hagur ofbeldisfulls föðurs.....

Þegar talað er um að öll börn eigi að þekkja báða foreldra og vera í samskiptum við þá báða þá þarf að huga að mörgu....Þetta er ekki svona slétt og fellt....svart og hvítt....Börn hafa nefnilega skoðanir og oftast réttar...
Ég þekki börn sem líður ágætlega með það að ferðast fram og til baka á milli foreldra....Ég þekki því miður fleiri sem líður afar illa með þetta og eru rótlaus, kvíðin og þreytt....

Áður en við tökum ákvarðanir og höfum skoðanir á forræðismálum skulum við setja okkur í spor barnanna og skoða svo málið...

Vona svo heitt og innilega að dagurinn í dag verði gæfuríkur fyrir systur mína og börnin hennar og þar með okkur fjölskylduna og vinina alla líka....

Góðar stundir...

P.S. Mér finnst leitt að hafa þurft að eyða blogginu mínu gamla...En það var ég neydd til að gera því að það kæmi ekki vel fyrir systur mína að ég bloggaði um málið....En ég sé nú að þetta voru mistök...Þeir sem voru hræddir um það sem ég hafði að segja hjálpuðu okkur svo ekkert....Svona er það nú bara...En ég held áfram og auðvitað verður þessi saga skráð svo alþjóð geti lesið um baráttuna og endalaust niðurbrot og illa meðferð á fólki...Sem víti til varnaðar....
Og ég heiti því að hjálpa fólki og börnum í sömu stöðu og systir mín er í....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skrifaðu eins og vindurinn!!!

Svanfríður (IP-tala skráð) 9.1.2012 kl. 13:30

2 identicon

Vonin er góð og ég vona svo sannarlega að vonin verði góð fyrir ykkur.

Íris Gísladóttir (IP-tala skráð) 9.1.2012 kl. 13:31

3 Smámynd: Ragnheiður Rafnsdóttir

Takk stelpur!

Ragnheiður Rafnsdóttir, 9.1.2012 kl. 13:33

4 identicon

Bíð eftir góðum fréttum órtéttlætið er mikið gagnvart blessuðum börnunum

Hafey (IP-tala skráð) 9.1.2012 kl. 13:54

5 identicon

Bíð og vona Ragga. Og skrifaðu og skrifaðu. Plís.

Margrét Th. Skólasystir (IP-tala skráð) 9.1.2012 kl. 17:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband