19.3.2012 | 15:38
Nýtt fangelsi nei takk....
Að mínu mati ætti að sleppa því að byggja nýtt fangelsi....
Já það ætti að senda útlenda fanga til síns heima og ef vantar ennþá pláss þá væri hægt að nýta gamla heimavistaskóla sem eru víða um land undir þá....
Það sem ætti að byggja fyrir peningana væri að mínu mati fleiri hjúkrunarheimili út um allt land.....Eldri Íslendingar hýrast nú í litlum vistarverum á hjúkrunarheimilum og deila herbergjum með öðrum...Þeir fá ekki endilega að eyða síðustu árunum í sinni heimabyggð heldur eru þeir fluttir á milli staða og fá herbergi með ókunnugri manneskju. Launin þeirra fara í að borga fyrir þjónustuna en þess skal getið að eldri Íslendingar hafa unnið hörðum höndum allt sitt líf að uppbyggingu okkar lands. Já þeir þurfa að borga fyrir sig því ekkert er ókeypis....
Eða jú það er ókeypis að lenda í fangelsi...Þar færðu heitan mat, getur stundað það nám sem þú villt, stundað líkamsrækt frítt(mánuður í heilsurækt kostar okkur hin 10,500 kr) og að auki færðu laun fyrir létta og skemmtilega vinnu....
Þannig að á hvorum staðnum eru meiri mannréttindi?????
Eldri íbúar þessa lands eiga það inni hjá okkur yngra fólkinu að það sé hlúð að þeim í hvívetna og alúð og rækt sé sett í mál aldraðra...Því án þeirra væru við ekki svipur hjá sjón!
Gefum öldruðum áhyggjulaust ævikvöld.....
Athugasemdir
Ég gæti ekki verið meira sammála þér Ragga. Mér finnst hræðilega farið með yndislega gamla fólkið okkar
Arna Þórdís Árnadóttir (IP-tala skráð) 19.3.2012 kl. 15:45
já þetta er góð grein hjá þér og ég er svo sammála þér, það mætti nú alveg snúa þessu við
Hafey (IP-tala skráð) 19.3.2012 kl. 17:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.